Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 32
Repro Depot sérhæfir sig í að endurframleiða
gömul textílmunstur.
Það fólk sem hefur unun af saumaskap kannast flest
við það að finnast skortur á fínum, flottum eða frum-
legum efnum í borginni. Það ætti því að vera einstak-
lega skemmtilegt fyrir þetta sama fólk að kíkja á vef-
síðuna www.reprodepot.com, en þar er á ferðinni
vefverslun sem sérhæfir sig í að endurgera textíl-
mynstur frá síðustu öld. Á vefsíðunni er ótrúlegt
magn af alls konar efnum sem auðvelt er að kaupa og
verð er mjög viðráðanlegt.
Til að einfalda skoðun síðunnar hafa verið settir
upp margs konar flokkar. Til dæmis er hægt að skoða
eftir áratugum, kúrekum, kúrekastelpum, mari-
mekko, doppum, asískum þemum, strákum, stelpum,
börnum og áfram mætti telja. Á vefsíðunni er einnig
hægt að kaupa púðaver, fatnað, margs konar gjafir
og sérlega skemmtilegar tölur, bætur og hnappa. Svo
ef það stendur til að hressa upp á heimilið, til dæmis
með því að endurnýja gardínur, rúmteppi, borðdúka,
púðaver eða annað, þá er úrvalið á www.reprodepot.
com eitthvað sem alls ekki er hægt að kvarta undan.
Sjón er sögu ríkari.
Úrval af frumlegum efnum
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5060 | WWW.VISIR.IS
100 HUGMYNDIR FYRIR JÓLABÖRNIN
LAGT Á HÁTÍÐARBORÐIÐ
ÆVINTÝRIÐ Í ENGLABORG
JÓLABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT!
MÁLUM BÆINN RAUÐAN