Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 42

Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 42
MARKAÐURINN Óli Kristján Ármannsson skrifar Gert er ráð fyrir að Promens hf. ljúki kaupum á norska fyrirtæk- inu Polimoon fyrir áramót. Þegar tilboðsfrestur rann út föstudag- inn 15. desember höfðu 99,85 prósent hluthafa samþykkt tilboð Promens. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segir verðið óhjákvæmilega hafa hækkað við það að samkeppni hafi verið um kaupin, en sé þó vel innan þeirra marka sem fyrirtækið hafi sett sér í upphafi. Verðið sem Promens greiðir fyrir hvern hlut í Polimoon er 35 norskar krónur, sem samsvarar tæplega 1,4 milljörðum norskra króna, eða 166 milljónum evra. Miðað við greitt verð er heildar- virði Polimoon 298 milljónir evra, eða sem svarar rúmlega 27 millj- örðum íslenskra króna. Ragnhildur segir að kaupin hafi gengið hratt og snurðulaust fyrir sig. „Núna erum við bara að klára að kaupa hlutabréfin,“ segir hún en kaupin eru fjármögn- uð með eigin fé og breytanleg- um lánum sem eru sölutryggð af Atorku, móðurfélagi Promens og Landsbanka Íslands, auk lánsfjár- mögnunar frá DnB NOR. Áætluð ársvelta Polimoon á þessu ári eftir að tekið hefur verið tillit til fullra áhrifa af fyrirtækjakaupum nemur um 570 milljónum evra. Ragnhildur segir kaupin miklu breyta fyrir Promens, enda sé Polimoon þrisvar til fjórum sinnum stærra félag í veltu. „Við ætlum til að byrja með að reka Polimoon óbreytt, en þar innan- dyra er mjög öflugt stjórnenda- teymi og þeir hafa verið að vaxa talsvert með því að kaupa smærri fyrirtæki og laga rekstur þeirra. Við sjáum fyrir okkur að halda því áfram, en breytingin fyrir okkur er náttúrulega heilmikil. Við förum úr einhverri 150 millj- óna evra veltu í 700 milljónir.“ Eftir kaupin verður Promens meðal stærstu iðnfyrirtækja hér og rekur 60 verksmiðjur um allan heim og er með um 5.400 starfs- menn. Ragnhildur segir hins vegar að kaupin kalli ekki á sérstakar breytingar annars staðar innan fyrirtækisins. „En við sjáum auð- vitað tækifæri í að nýta það sem vel er gert í Polimoon og öfugt.“ Polimoon var skráð í Kauphöllinni í Ósló í apríl 2005 en fyrirtækið sérhæfir sig í fram- leiðslu á umbúðum þar með talið neytenda-, efna-, lyfja- og mat- vælaumbúðum. Auk þess fram- leiðir félagið plastíhluti fyrir bíla- og rafeindaiðnað. Helstu framleiðsluaðferðir sem fyrir- tækið notar eru sprautusteypa, blástursmótun og vakúmmótun. Meðal viðskiptavina Polimoon eru svo fyrirtæki á borð við Johnson & Johnson, L’Oreal, Pfizer, GE, Shell, Volvo og ABB. Promens í hópi stærstu iðnfyrirtækja landsins Polimoon, sem Promens er að kaupa í Noregi, er þrisvar til fjórum sinnum stærra en Promens. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti og verður rekið óbreytt um sinn. 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Netleikjaframleiðandinn CCP hagnaðist um 370 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, að sögn Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um eitt hundrað milljónum króna meiri en niðurstaða. Þetta er meiri hagnaður en mörg kauphallarfélög sýndu á sama tíma og er þar hægt að nefna 365 (áður Dagsbrún), Hf. Eimskipafélagið (Avion Group), Icelandic Group, Marel og Nýherja. CCP velti um 1.300 milljón- um króna á tímabilinu. Hilmar segir að það sé í vaninn í þessum bransa að hagnaður sé hátt hlut- fall af veltu. - eþa CCP slær félögum í Kauphöll við N Í U M Á N A Ð A U P P G J Ö R N O K K U R R A F Y R I R T Æ K J A * Össur 387 CCP 370 Icelandic 288 Nýherji 238 Marel 58 Flaga -98 Dagsbrún -4.678 Hf. Eimskipafélag Íslands -4.889 * Í milljónum króna Föroya Sparikassi, stærsti banki Færeyja sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, hefur tekið upp nafnið Eik Bank í ljósi aukinna umsvifa bankans á erlendum vettvangi. Eik er talið heppilegra fyrir alþjóðlega útrás færeyska bankans. Nafnið er komið frá danska fjárfestingarbankanum Eik Bank sem bankinn eignast árið 2001. Færeyski bankinn hóf að kaupa stofnfjárhluti í SPRON árið 2004 og er nú stærsti stofn- fjáreigandinn með tæplega tíu prósenta hlut. - eþa Fær nafnið Eik Bank Markmið sjóðsins er að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands. KOSTIR VERÐBRÉFASJÓÐA GLITNIS: • Mikil áhættudreifing og góð ávöxtun • Eignastýring í höndum sérfræðinga • Ávallt innleysanlegir Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 10 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð ** Sjá ávöxtun innlendra hlutabréfasjóða á www.sjodir.is 24,7% Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði m.v. 30.11.2006* SJÓÐUR 10 ÚRVAL INNLENDRA HLUTABRÉFA BESTA ÁVÖXTUN SAMBÆRILEGRA SJÓÐA SÍÐUSTU 12 MÁNUÐI** H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 4 1 Seðlabanki Japans hefur ákveð- ið að halda stýrivöxtum óbreytt- um í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punkta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár. Ákvörðunin kom greiningar- aðilum ekki á óvart enda hafa þeir talið efnahagslífið vart ráða við hærri stýrivexti. Toshihiko Fukui, bankastjóri japanska seðlabankans, segir einkaneyslu hafa aukist minna en væntingar stóðu til auk þess sem vöxtur hagkerfisins hafi verið undir spám. Því hafi verið tekin ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum. - jab Óbreyttir vextir Kílóverð á fiski fór í methæðir á helstu fiskmörkuð- um landsins í síð- ustu viku þrátt fyrir ágætt framboð á fiski. Tæplega tvö tonn af fiski seldust á markaðnum og var meðalverðið 181,93 á kíló. Til samanburð- ar stóð meðalverðið í 169,37 krónum á kíló vikuna á undan. Fiskverð hefur verið í hærri kant- inum á árinu sem hefur skilað sér í því að söluverðmæti á fiskimörkuðum landsins hefur ekki verið undir einum milljarði á mánuði það sem af er árs. Það hefur ekki gerst síðan fiskmarkaðir tóku til starfa hérlendis, samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu fiskmarkaða hf. (áður Íslandsmarkaði). Í síðustu viku var mest í boði af ýsu líkt og fyrri vikur. 843 tonn voru í boði samanborið við 818 vikuna á undan og fengust 158,96 krón- ur að meðaltali fyrir kílóið af slægðri ýsu. Það er tæplega 7,4 krónum minna en fengust fyrir ýsuna vikuna á undan. Þá var næstmest í boði af þorski líkt og áður eða 719 tonn, sem er umtalsverð aukning á milli vikna. Um 256,80 króna meðalverð fékkst fyrir kílóið af slægðum þorski en það er tæplega 7,7 króna hækkun frá því vikuna á undan. Aðrar tegundir seldust minna en skarkoli og steinbítur höfðu sætaskipti við ufsa sem þriðja og fjórða mest selda fisktegundin frá vikunni á undan. - jab Verð á fiski í methæðum Síðasta vika á skuldabréfamark- aði var mjög lífleg enda voru nokkrar mikilvægar hagtölur birtar. Greiningardeild Kaupþings segir að framan af vikunni hafi krafa á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum bréfum lækkað í kjölfar lágra hagvaxtar- og verðbólgutalna. Sennilegt sé að tölurnar hafi dregið úr skamm- tíma verðbólguvæntingum og þar af leiðandi leitt til lægri vaxtavæntinga. Á föstudag varð hins vegar viðsnúningur þegar verðtryggða krafan hækkaði aftur. Þá urðu einnig hækkanir á hluta óverðtryggða markaðar- ins, að sögn deildarinnar. - jab Líflegur markaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.