Fréttablaðið - 20.12.2006, Síða 71

Fréttablaðið - 20.12.2006, Síða 71
MARKAÐURINN 17MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 H E Ð A N O G Þ A Ð A N Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone- verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöru- úrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone- verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyr- irtækisins. Á heimsvísu er Vodafone með 190 milljónir viðskiptavina og starfsemi í 27 löndum, sam- starfsfyrirtæki eru í rúmlega 30 löndum. Vodafone-fyrirtæki reka um eitt þúsund verslanir um heim allan. Vodafone með stærstu búð hér Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software, hefur ákveðið að láta af störfum 1. janúar. Við starfi hans tekur Ágúst Einarsson sem hefur verið framkvæmdastjóri TM Software-Infrastructure Management frá árinu 2003. Friðrik stofnaði TM Software undir nafni TölvuMynda fyrir tuttugu árum og hefur alla tíð síðan verið forstjóri félagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun Friðriks hafi verið tekin að vel athuguðu máli og honum hafi þótt tími til kom- inn að snúa sér að öðrum störf- um. TM er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í upplýs- ingatækni með starfsemi í ell- efu löndum með rúmlega 1.800 viðskiptavini um heim allan. Ársvelta félagsins nemur á fimmta milljarð króna og kemur um helmingur teknanna erlendis frá. - hhs Forstjóraskipti hjá TM Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfing- ar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Stuðningurinn felst í að veita Ljósinu afnot af sjúkraskrárkerfinu Sögu, sem Ljósið fær aðgang að í gegnum iCura-kerfisveitu. Í tilkynningu frá TM Software segir að umsjónarmenn Ljóssins geti skráð námskeið, fræðslutíma og sjúkrasögu allra sem sækja mið- stöðina í sjúkraskrárkerfið Sögu. Með iCura-kerfisveitu fær Ljósið aðgang að Sögu yfir Netið og þarf því ekki að setja upp aukavélbúnað til að keyra sjúkrakerfið. iCura-kerfisveitan fylgir ströngustu örygg- iskröfum og tryggir það öruggan rekstur, afritunartöku, eftirlit og viðhald, að því er segir í tilkynningunni. Erna Magnúsdóttir, yfirumsjónarmaður Ljóssins, segir þetta ómet- anlegt og hafa mikla hagræðingu í för með sér. Kostur sé að geta fengið kerfi eins og Sögu í gegnum kerfisveitu og þannig nýtt áfram þann tölvukost sem fyrir var í miðstöðinni en kerfisveitan gerir not- endum kleift að tengjast sjúkraskránni utan starfsstöðvar Ljóssins og tryggir það sveigjanleika í skráningu og eftirliti, að því segir í tilkynningunni. - jab TM Software styrkir Ljósið Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörð- un að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað árið 1997 af foreldrum 13 barna en í dag eru í félaginu 125 fjöl- skyldur barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Þeir sjúk- dómar, sem börnin í félaginu þjást af, eru allir langvinnir og hafa varanleg áhrif á börnin og fjölskyldur þeirra. Þar sem um sjaldgæfa sjúkdóma er að ræða hafa margir þeirra lítið verið rannsakaðir og í fæstum tilfell- um er til eiginleg meðferð við þeim. VÍS styrkir Einstök börn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.