Fréttablaðið - 20.12.2006, Síða 92

Fréttablaðið - 20.12.2006, Síða 92
Íslensk útgáfa ræðst í að taka þátt í frönsku prenti á ríkulega mynd- skreyttu verki um franskan vís- indamann sem fórst við Ísland en hefur markað sér sess í landfræði- rannsóknasögu Frakklands. Þýð- ingarsjóður studdi útgáfuna. Verkið er fallega unnið, vel um brotið. Þýðandinn á stundum erf- itt með að koma yfirbyggðum stíl frönskunnar á íslenskt mál (sneri ég mér til afa míns og sagði við hann: „Temdu mig.“ Og hann tamdi.“). Það er sjálfsögð og eðlileg hyll- ing Frakka um merkan vísinda- mann. Vísindaáhugi Frakka á norðurhöfum skilaði okkur miklu á sínum tíma en stóð af nýlendu- stefnu franskra og var grundaður á vilja til að komast yfir aðstöðu og auðævi annarra landa. Þessu lítur höfundur vandlega framhjá. Bókin er enda glæsilegur vitn- isburður um feril og frægð þessa franska manns. Textinn gefur fátt uppi annað en glansfægða mynd af ferli hans, en þetta er skemmti- lesning studd fjölda mynda, fag- lega unnin bók á meginlandsvísu. Prentuð í Feneyjum. Útgefandinn íslenski hefur kosið að bæta hana með inngangi frú Vigdísar Finnbogadóttur og skeytt aftan á kápuna myndum af líkum í fjöru, eina manninum sem bjargaðist frá strandi skipsins Pourquoi-Pas hér við land og myndun frá hinni víðkunnu kveðjuathöfn í Landakoti. Þetta séríslenska efni er annars ekki í bókinni sem er furðulegt. Af öllu því ítarefni í viðaukum, nákvæm- um áhafnarskrám og stoppistöðv- um á ferð Charcot um heiminn, ótal ljósmyndum og teikningum, hefur útgefanda og höfundi ekki verið kunnugt um það mikla magn ljósmynda sem hér er til frá minn- ingarathöfninni þegar sá eini sem af komst gekk einn á undan 22 lík- kistum á vögnum. Hann birtir ekki sögufræga mynd Finnboga Rúts Valdimarssonar af líkunum í fjör- unni. Enda er kaflinn um strandið og sjóslysið örstuttur, nánast ekki gerð grein fyrir hvað olli hafvill- um Charcots sem leiddu til strandsins í Straumnesi. En ef litið er alveg hjá þessum galla á verkinu er það afar fróðleg lýsing á ferli Charcots. Það er samið til að setja hann í samhengi allra þeirra sem fórnuðu lífi sínu til landkönnunar og hafkönnunar: honum er stillt við hlið hinna síð- ustu í heimskautarannsóknum, þessara stóru: Nordenskjold, Amundsen, Peary, Cook, Andreé, Nobile og Byrd. Okkur þætti rétt að hafa Vilhjálm Stefánsson þar með, en höfundur verksins þekkir ekki til hans. Bókin er sérdeilis skemmtileg fyrir áhugamenn um sögu heim- skautarannsókna og landkönnuða yfirleitt. Sagan sú er spennandi sérsvið sem auðvelt er að hverfa í og ekki skortir örlagaríka atburði á þeim slóðum. Þar standa menn andspænis hrikalegum öflum nátt- úrunnar og tapa flestir, mega sín einskis. Eins og Charcot. Glansfægður ferill Bandaríski tónleikahaldarinn Bill Graham var fyrirferðarmestur tónleikahaldara vestanhafs frá 1966 og rak stór hús bæði á austur- og vesturströndinni. Af þeim voru Fillmore East og West þekktust, en einnig Winterland. Hann var frumkvöðull í að taka íþróttahús undir rokktónleika og hætti ekki fyrr en krabbinn lagði hann að velli 1991. Sökum yfirburðastöðu var honum í lófa lagið að gera freklegar kröfur til listamanna sem hann réði og var sú alvarleg- ust að allir tónleikar hans voru teknir upp. Enginn komst undan þeirri klásúlu í samningunum. Undir það síðasta var hann reynd- ar tekinn til við að láta kvikmynda tónleika sína líka. Öllum ber saman um að frekjan í Graham hefur skilað glæsileg- asta upptökusafni sem til er frá upphafi rokksins. Þegar hann lést voru erfingjar hans lítilþægir þegar þeir seldu safnið sem fyllti stórt vöruhús fyrir fimm miljónir dala. Þar fylgdi með ótrúlegt safn af alls kyns prentefni: silkiþrykkt veggspjöld frá öllu tímabilinu, miðar, prógrömm, bolir og ljós- myndir. Safnið er einstakt í sögu dægurlagatónlistar okkar tíma og fyrir tveimur árum þegar búið var að skrá allt safnið sem geymir tug- þúsundir gripa tók eigandinn að selja úr safninu á vefsíðunni Wolf- gangs Vault. Þar er alla daga aðgengilegt úrval úr upptökum úr safninu – ókeypis. Á mánudag var eigandanum stefnt fyrir að dreifa tónlist ókeyp- is um net. Grateful Dead Product- ions, Carlos Santana og félagar úr Led Zeppelin og The Doors eru meðal þeirra sem standa að máls- sókninni sem var lögð fram í rétti í Norður-Kaliforníu. Kæran lýtur að dreifingu á tónlist til að styðja við sölu á öðrum framleiðsluvör- um. Fróðlegt verður að sjá hvernig málaferlin enda en þau gætu styrkt réttarstöðu og höfundarrétt túlkandi listamanna sem eru víða um heim í sókn til varnar höfund- arrétti sínum. Þeir sem eru áhugasamir um að heyra í straumi hljóðritanir frá Wolfgang´s Vault geta leitað á net- inu: www.wolfgangsvault.com. Þegar þetta er ritað er Elvis Costello að syngja I´am not angry frá tónleikum í júlí 1978. Málaferli um rokk Happdrætti Bókatíðinda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.