Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 40
nám, fróðleikur og vísindi Boðið er upp á móður- málskennslu í nýbúadeild Hjallaskóla í Kópavogi en móðurmálskennslan örvar málþroska barna. „Brúar- smíðin skilar dýpri mál- skilningi,“ segir Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri í Hjallaskóla. Nýbúadeildin í Hjallaskóla í Kópa- vogi býður nýbúabörnum upp á kennslu í móðurmáli sínu og hjálp- ar þeim þannig að byggja brú frá móðurmálinu yfir í íslenskuna. Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri í sérkennslu og nýbúadeild, segir að tungumál, menning og nám séu órjúfanlega tengd. Litlar framfarir í seinna máli sem barn lærir megi rekja til örvunarskorts á móður- máli, málþroski barnsins geti stöðv- ast, það geti hætt að bæta við sig orðaforða og þetta geti leitt til námsörðugleika síðar. „Öll börn ættu því að hafa mann- réttindi til að fá að læra og viðhalda móðurmáli sínu,“ segir hún. Nýbúabörn í Kópavogi eru í tvö ár í nýbúadeildinni í Hjallaskóla. Í ár eru þar tuttugu og níu börn frá Rússlandi, Kína, Póllandi, Portúgal, Færeyjum, Taílandi, Túnis og Kos- ovo. Þessi börn fá þrjá tíma í viku í kennslu í og á móðurmáli sínu og svo fá þau tíma í brúarsmíði og íslensku. Við skólann starfa túlkar og kennarar í móðurmálum allra þessara barna. Guðlaug hefur starfað og búið erlendis og skilur því hvernig það er að flytja til lands án þess að kunna stakt orð í málinu. „Ég gerði mér grein fyrir hvílíkt andlegt áfall það er. Það er ekki nóg að flytja til landsins heldur líka að fara inn í nýja hugsun og nýtt kerfi, til dæmis eins og þeir sem koma frá Kína,“ segir hún. Guðlaug grípur til myndlíkingar þegar hún útskýrir líðan fólks frá fjarlægum menningarheimum fyrst eftir komuna til landsins. „Þeim líður eins og þau séu í sund- laug þar sem þau synda í kafi fyrstu mánuðina af því að það er enginn sem skilur þau. Það er enginn sem getur byggt upp nýja málið og unnið með þeim annar en sá sem hefur vald á þeirra eigin máli,“ segir hún og telur móðurmálið og brúarsmíðina gefa kút og kork til að fleyta sér áfram þar til viðkom- andi geti sleppt hjálpartækjunum. Guðlaug er ósammála þeim sem telja móðurmálið flækjast fyrir íslenskunni. „Þetta er rangt. Sá sem hefur þessa skoðun er sér ekki meðvitaður um það hvernig þroski barnsins verður í gegnum móður- mál og máltöku þess. Máltaka barna hlýtur að vera grunnurinn að því hvernig nýja málið er byggt upp. Það er alfarið rangt að mínu mati að þau læri aldrei nýja málið. Reynslan sýnir að brúðarsmíðin skilar dýpri málskilningi.“ Móðurmálskennsla styður íslenskuna Í nokkrum leikskólum landsins er byrjað notast við hugmyndafræði sem kennd hefur verið við könnun- arleikinn á íslensku, en á ensku kallast fræðin heuristic play with objects. Könnunarleikurinn geng- ur út að láta yngstu börnin á leik- skólanum, sem eru á aldrinum eins til þriggja ára, leika sér óheft inni í lokuðu rými sem er fullt af óhefð- bundnum efniviði sem Halldóra Guðmundsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Dvergasteini, segir að sé „fallegt orð yfir alls kyns drasl eins og dollur, keðjur og dót“. Halldóra segir að í könnunar- leiknum, sem notast hefur verið við að hluta til hér á landi frá árinu 2001, leiki börnin sér alveg frjáls með dótið og að leiðbeinandinn sem gætir þeirra megi ekki skipta sér af þeim, en hann passi auðvitað upp á að þau slasi sig ekki. „Við fullorðna fólkið erum alltaf að skipta okkur af leik barnanna og banna þeim. Þetta má ekki í könnunarleiknum því það á að örva börnin til að gera hlutina sjálf,“ segir Halldóra og bætir því við að með þessari aðferð aukist hugmyndaflug barna, samvinna þeirra á milli, félagsfærni og rök- hugsun. Hugmyndafræðin að baki leikn- um var sett fram í bókinni People under three eftir bresku uppeldis- fræðingana Eleanor Goldschmied og Soniu Jackson og var verkefnið „Litlir vísindamenn í könnunarleik“ sem unnið var í sjö leikskólum í Reykjavík frá 2003 til 2004 byggt á þessari hugmyndafræði. Börnin uppgötvi hlutina sjálf Mikilvægi hlutlægni í sagnfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.