Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 6

Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 6
 Forsætisráðherra Sómalíu sagði í gær að hann byggist ekki við neinum frekari stórátökum við skæruliða herskárra múslima og talsmenn Eþíópíuhers, sem kom sómölsku bráðabirgðastjórn- inni til hjálpar, segja ógnina munu verða upprætta innan fáeinna vikna. Fulltrúi öryggismálayfirvalda í grannríkinu Kenía sagði enn fremur í gær að tíu erlendir liðsmenn skæruliðasveitanna hefðu verið handteknir í Kenía. Sagði fulltrúinn hina handteknu hafa greint frá því við yfirheyrslur að innbyrðis klofningur hefði lamað getu íslömsku skæruliðanna að halda þeim landsvæð- um sem þeir höfðu unnið á sitt vald. Þar til fyrir hálfum mánuði réðu þeir megninu af suðurhluta Sómalíu, þar á meðal höfuðborginni Mógadisjú. Sómalskir stjórnarhermenn rekja nú með aðstoð eþíópískra hermanna flótta þess sem eftir er af sveitum skæruliðanna. Forsætisráðherrann, Ali Mohamed Gedi, sagði í gær að sumir skæruliðanna hefðu boðist til að gefast upp. Þeir hefðu hrakist út í óbyggðir og lið þeirra tvístrast. Svartolía verður hreinsuð af tankveggjum og lest flutningaskipsins Wilson Muuga í Hvalnesfjöru næstu daga. Gottskálk Friðgeirsson, vett- vangsstjóri í Hvalsnesfjöru, segir að öðruvísi búnað þarf til að hreinsa restina. Allur búnaður hefur verið tekinn úr skipinu. Fjarlægja verður skipið af strandstað innan hálfs árs og verða eigendur þess að leggja fram áætlun og fá samþykki Umhverfisstofnunar. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, segir að ekki sé komið að því að fjarlægja skipið í bráðina. Tankar hreins- aðir á nýju ári Þrír áhafnarmeðlimir í vél Icelandair á leið til Parísar í gærmorgun slösuðust lítillega þegar veitingavagn tókst á loft er þotan lenti í mikilli ókyrrð. 180 farþegar voru um borð í vélinni, flestir Frakkar, en engan þeirra sakaði. Vélin, sem er af gerðinni Boe- ing 757, var komin rúmlega hálfa leið áleiðis til Parísar þegar hún flaug inn í mikla ókyrrð. „Þetta var fyrirséð með örstutt- um fyrirvara, þannig að farþegar voru rétt búnir að setja á sig beltin þegar þetta gerðist,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Áhafnarmeðlimirnir sem slösuðust voru ekki spenntir í sínum sætum og segir Guðjón að þeir hafi slasast þegar veitinga- vagn tókst á loft og lenti á þeim. Alda Lóa Leifsdóttir, einn far- þeganna um borð í vélinni, segir að mikið högg hafi komið á vélina um það bil fimm mínútum eftir að flugstjórinn varaði við ókyrrð og bað farþega að spenna beltin. „Við vorum að borða þegar kom rosalegur dynkur. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort vélin datt niður eða hvort hún hrökk upp, en maturinn og kaffið fór út um alla vél,“ segir Alda. „Það kom viðvörun áður en þetta gerðist, en það kemur við- vörun í næstum hverju einasta flugi, svo þetta kom öllum á óvart,“ segir Alda Lóa. Hún segir að flestir farþeganna hafi tekið atvikinu með ró. „Þetta var full vél af Frökkum, þeir voru ótrúlega jákvæðir og létu á litlu bera,“ segir Alda Lóa. Hún ber áhöfninni einnig vel söguna, brugðist hafi verið við af fag- mennsku og ró. Eftir að farþegum var leyft að losa beltin hófust þeir handa ásamt áhafnarmeðlimum við að tína upp matarleifarnar af gólfinu. Farþeg- arnir slösuðust ekki, en var samt boðið upp á áfallahjálp við kom- una til Parísar um hádegi í gær að íslenskum tíma. Guðjón segir það afar sjald- gæft að flugvélar lendi í svona mikilli ókyrrð. Vélin þurfti að undirgangast öryggisskoðun á Charles De Gaulle flugvellinum í París, eins og reglur kveða á um eftir svo alvarlegt flugatvik. Önnur þota Icelandair með annarri áhöfn var send til Parísar, áætlun Icelandair raskaðist um þrjár klukkustundir vegna þessa. Slasaðir eftir ókyrrð um borð í flugvél Veitingavagn um borð í þotu Icelandair á leið til Parísar tókst á loft í mikilli ókyrrð. Farþega sakaði ekki en þrír áhafnarmeðlimir slösuðust. Matur og drykkir dreifðust um alla vélina og farþegar hjálpuðu til við að þrífa. Margs konar verð- og gjaldskrárhækkun bætist við þá hækkun sem varð á gjaldskrám hjá mörgum sveitarfélögum um áramótin. Fyrir utan leikskóla- gjöld sem hækka um 8,8 prósent í Reykjavík hækkaði til dæmis barnameðlag um sex prósent, eða í rúmlega 18 þúsund krónur, auk þess sem hækkun varð á komu- gjöldum á spítala og heilsugæslu- stöðvar fyrir ósjúkratryggða. „Fréttir hafa verið að berast úr matvörugeiranum, sérstaklega frá heildsölunum, og frá opinber- um aðilum um hækkanir. Það er engin launung á því að auðvitað höfum við talsverðar áhyggjur af því að það séu miklar hækkanir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. „Menn virðast reikna sér mjög rúmt hækkanasvigrúm. Auðvitað er þetta mjög slæmt fordæmi sem opinberir aðilar eru að gefa gagn- vart atvinnulífinu. Það er ástæða til þess að það sé áfram aðhald og það þurfa allir að halda aftur af sér til þess að verðbólga hér náist niður,“ segir hann. Launataxtar hækkuðu á vinnu- markaði um 2,9 til 3,15 prósent um áramótin eftir því hvaða kjara- samninga er um að ræða. Tekju- skattur lækkar um eitt prósent en persónuafsláttur einstaklinga hækkar úr 29.029 krónum í 32.150. Segir fordæmi hins opinbera slæmt Fagmönnum hefur verið gert að leggja mat á aðstæður þeirra sem dvelja á meðferðarheimilinu Byrginu þannig að hagsmunir þeirra séu sem best tryggðir á hverjum tíma og til frambúðar. Ríkisendurskoðun hefur fjármál Byrgisins til skoðunar að beiðni Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra en ákveðið hefur verið að hætta greiðslum til Byrgisins. Ráðuneytið sendi stjórn sjálfseignarstofnunar Byrgisins ábyrgðarbréf þar um 29. desember síðastliðinn. Ráðuneytið óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun skoðaði fjármál Byrgisins en bréf þess efnis var sent úr ráðuneytinu 16. nóvember á síðasta ári. Lögreglan í Reykjavík og á Selfossi hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot Guðmundar Jónsson, forstöðumanns Byrgis- ins, en 24 ára kona hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. Fagmenn taka út aðstæður Flestir íslensku starfsmannanna hjá SLMM, Norrænu eftirlitssveitinni á Srí Lanka, eru farnir aftur til Srí Lanka eftir jóla- og áramótaleyfi hér heima, eða níu af ellefu. Anna Jóhannsdóttir hjá íslensku friðargæslunni segir að ekki verið tekin ákvörðun um að breyta neinu um framlag Íslendinga til friðargæslu þar ytra. Eftirlitsmennirnir verða þó ekki á eftirlitsstöðvum sínum fyrst um sinn, heldur staðsettir rétt utan höfuðborgarinnar. „Það má kannski segja að það hafi verið versnandi ástand á síðasta ári og það er verið að skoða stöðuna í framhaldi af því.“ Flestir farnir út Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í nýársávarpi sínu að Bretar yrðu að standa sína pligt bæði í Írak og Afganistan á árinu. Hann boðaði jafnframt að hann hygðist gera allt sem í sínu valdi stæði til að endurlífga friðarferlið í Miðaust- urlöndum. Þetta var tíunda og væntan- lega síðasta nýársávarpið sem Blair flytur, en hann hefur boðað að hann muni víkja úr embætti fyrir næsta haust. Mestum hluta ávarpsins varði Blair í innanríkismál. Hvatti hann flokksmenn sína til að halda tryggð við stefnumið sín sem kennd hafa verið við „Nýja Verkamannaflokkinn“. Brýnir Breta að standa sig í Írak Varstu ánægð(ur) með Ára- mótaskaupið? Strengdir þú áramótaheit?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.