Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 8
 Tveir háttsettir íraskir embættismenn, sem voru við- staddir aftöku Saddams Hussein á laugardagsmorgun, voru með GSM-myndavélarsíma og tóku upp aftökuna þrátt fyrir að það hafi verið bannað. Frá þessu skýrði Munkith al- Faroon saksóknari, sem einnig var viðstaddur aftökuna. Hann segist næstum því hafa ákveðið að fresta aftökunni þegar böðlar Saddams tóku að hrópa að honum hæðnis- orðum. Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, hefur fyrirskipað rannsókn á framkvæmd aftökunn- ar og vill komast að því hver tók upp myndskeiðið sem birtist í sjónvarpi og á netinu strax á laug- ardaginn. Viðbrögð íraskra súnnía við aftöku Saddams Hussein hafa verið mjög hörð. Þúsundir þeirra hafa mótmælt af krafti bæði aftök- unni sjálfri, hvernig að henni var staðið, tímasetningu hennar við upphaf fórnarhátíðar múslima og myndskeiði sem tekið var með leynd með GSM-síma og hefur verið birt á netinu. Súnníum svíður mjög að sjíar hafi séð um framkvæmd aftök- unnar. Á myndskeiðinu úr farsím- anum má sjá hóp sjía gera hróp að Saddam rétt áður en hann er tekinn af lífi. Þeir hrópa ýmis víg- orð og meðal annars kalla þeir ítrekað nafn herskáa klerksins Muqtada al-Sadr, sem hefur yfir eigin her að ráða og er áhrifamik- ill í stjórn landsins. Eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 hafa sjíar náð tökum á flestum valdstofnunum landsins en súnníar, sem réðu flestu meðan Saddam var við völd, hafa að sama skapi tapað stöðu sinni. Í norðanverðri höfuðborginni, Bagdad, komu hundruð súnnía saman á mánudag til að syrgja Saddam. Sumir þeirra sögðust styðja Baath-flokkinn, hinn gamla flokk Saddams sem nú hefur verið bannaður. „Baathflokkur- inn og Baathflokksmenn eru enn til í Írak og enginn getur ýtt honum til hliðar,“ sagði einn mannanna. Hópur súnnía ögraði sjíum meðal annars með því að fara inn í rústirnar af gullnu mosk- unni í Samarra með platlíkkistu og myndir af Saddam. Gullna moskan, sem er einn helgasti staður sjía, var sprengd í febrú- ar síðastliðnum, sjíum til mikill- ar hrellingar. Sú sprengjuárás markaði upphafið að sífellt harðnandi átökum milli sjía og súnnía í landinu. Hörð mótmæli gegn aftöku Saddams Mótmælaaðgerðir súnnía í Írak hafa enn sem komið er flestar farið friðsam- lega fram. Hópur súnnía ögraði sjíum með því að mótmæla í gullnu moskunni í Samarra, einum helsta helgidómi sjía. Vonir standa til að lokið verði við að gera við CANTAT-3 sæstrenginn sem bilaði um miðj- an desember fyrir lok þessa mán- aðar. Áætlað er að viðgerðarskip sigli frá Bermúda fimmtudaginn 5. jan- úar til lokaviðgerðar á sæstrengn- um, en hann bilaði um 1.500 km vestur af Íslandi 16. desember. Í tilkynningu frá Farice kemur fram að þótt áætlanir geri ráð fyrir að viðgerð verði lokið fyrir 31. janúar kunni það að breytast verði veður- skilyrði óhagstæð. 16. desember kom upp bilun á tveimur stöðum á strengnum austurleggnum til Færeyja og Evrópu og svo vesturleggnum til Kanada. Viðgerð á austurleggn- um var lokið strax daginn eftir, en viðgerð á tengingunni vestur um haf hélt ekki. CANTAT-3 strengurinn er kom- inn til ára sinna og fyrirséð að koma þurfi á nýrri tengingu við útlönd héðan. Ríkisstjórn Íslands samþykkti enda rétt fyrir áramót- in að hefja undirbúning að lagn- ingu nýs sæstrengs, til viðbótar við Farice-1 strenginn sem tekinn var í notkun í ársbyrjun 2004. Örugg gagnatenging við útlönd hefur verið sögð ein af forsendum þess að hér verði hægt að byggja upp alþjóðlega fjármálamiðstöð. Viðgerðarskip sent á vettvang Hafnarstjórn Akraness ákvað á síðasta fundi sínun áður en Faxaflóahafnir sf. tóku formlega til starfa um áramótin að veita veglega styrki til menningarmála í bænum. Þannig voru veittar 500 þúsund krónur til reksturs Listasetursins Kirkjuhvols og 250 þúsund krónur til endurnýjunar á klukkuturni að Görðum. „Turninn hefur á liðnum áratugum verið kennileiti fyrir sjómenn á Akranesi,“ segir hafnarstjórnin. Styrkti listasetur og klukkuturn á síðasta fundi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.