Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 10

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 10
Nýtt samheitalyf við hjarta- sjúkdómum er komið á markað. Lyfið heitir Amlódípin Port- farma en það víkkar kransæðar og slagæðar, lækkar blóðþrýsing og eykur blóðflæði til hjarta- vöðva. Skráð smásöluverð á 5 mg af lyfinu er á 5.715 krónur sem er 656 krónum ódýrara en frumlyf- ið sem kostar 6.371 krónu. Nokkur lyf frá lyfjafyrirtæk- inu Portfarma eru nú í skráning- arferli hjá Lyfjastofnun og enn fleiri eru tilbúin til skráningar en það tekur að jafnaði 7-12 mánuði að fá markaðsleyfi fyrir nýtt samheitalyf. Ódýrara hjarta- lyf á markað Sjö sækja um starf framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Upphaflega bárust tíu umsókn- ir um starfið en þrjár hafa verið dregnar til baka. Umsækjendur eru: Auður G. Sigurðardóttir kennari, Bára Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Guðbjörg Erlendsdóttir viðskiptafræðingur, sem jafn- framt hefur próf í sálfræði, Máni Radmanesh viðskiptafræðingur, sem jafnframt hefur próf í efnafræði, Steinunn Bergmann félagsráðgjafi, sem hefur próf í uppeldis- og menntunarfræði, Sveinn Þór Elínbergsson skóla- stjóri og Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur. Sjö sóttu um starf fram- kvæmdastjóra Hæstiréttur felldi á föstudag úr gildi úrskurð Héraðs- dóms Suðurlands um að Símanum og OG fjarskiptum yrði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðust við GSM-sendi í Vest- mannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili þann 16. desember síð- astliðinn. Sýslumaðurinn í Vestmanna- eyjum hafði óskað eftir upplýs- ingunum vegna rannsóknar lög- reglu á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja, en talið er full- víst að um íkveikju hafi verið að ræða. Símafyrirtækin vildu ekki una úrskurði Héraðsdóms og skutu málinu til Hæstaréttar. Þau héldu því fram að ekki væri rökstuddur grunur um að tiltekinn sími eða fjarskiptatæki hefði verið notað í tengslum við refsivert brot. Þá væri krafan einnig of víðtæk með tilliti til sjónarmiða um friðhelgi einkalífsins. Hæstiréttur féllst á röksemdir símafyrirtækjanna og sagði að þeim væri ekki skylt að láta upp- lýsingarnar af hendi. Engin gögn hefðu verið lögð fram sem hafi sýnt að viðskiptavinir fyrirtækj- anna hefðu tengst brunanum í Ísfélaginu heldur hafi krafan snúið að upplýsingum úr öllum símum sem notað hefðu GSM- sendinn á tíu klukkustunda tíma- bili. Með því væri gengið mun lengra en heimilt væri og því var kröfunni hafnað. Hæstiréttur hafnaði kröfu lögreglunnar Stjórnvöld í Indón- esíu báru síðdegis í gær til baka fréttir um að flak farþegaþotu, sem saknað er síðan á mánudag, hefði fundist. Um borð í vélinni voru 96 farþegar og sex manna áhöfn og bentu fyrstu fréttir til þess að tólf manns hefðu hugsan- lega lifað af flugslysið. „Við biðjumst afsökunar á fréttunum sem við sendum frá okkur fyrr í dag,“ sagði einn emb- ættismannanna sem höfðu sagt flakið fundið og níutíu lík sömu- leiðis. „Það var ekki rétt.“ Flugvélin týndist í slæmu veðri á mánudaginn og hafði þá sent frá sér tvær neyðartilkynningar. Grunur leikur á að hún hafi farist fjallahéraði á Sulawesi, einni af stærstu eyjum Indónesíu. Björgunarsveitir gengu klukku- tímum saman í gær í úrhellisrign- ingu eftir torfærum og hálum skógarstígum í leit að flugvélinni. Leitinni var hætt þegar myrkur féll yfir en halda átti af stað á ný í dögun í dag. Slæmt veður undanfarnar tvær vikur, með roki og miklum rign- ingum, hefur valdið margvíslegu tjóni á Indónesíu, meðal annars vatnsflóðum, aurskriðum og sjó- slysum. Á föstudaginn í síðustu viku fórst meðal annars ferja með um 400 manns innanborðs. Ekki rétt að vélin hafi fundist

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.