Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 16

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ekki fengið neina reiðilestra Verðlaunað fyrir vinnuna Ár stríðs, hörmunga og haturs Stress og gleði Inntaka kókosolíu til grenn- ingar nýtur sífellt meiri vinsælda vestanhafs. Hún er talin auka brennslu í líkamanum og gefa aukna orku í amstri dagsins. Kristín Kristjánsdóttir, hómópati segir undarlegt að Íslendingar hafi ekki upp- götvað kosti hennar fyrr. „Sem betur fer er fólk alltaf að uppgötva betur hversu marga kosti kókosolían hefur,“ segir Kristín Kristjánsdóttir hómópati en hún hefur veitt fólki ráðgjöf um mataræði, bætiefni og leiðir í baráttu við aukakíló um árabil í versluninni Maður lifandi. Kristín segir kókosolíuna vera nýjasta ráð þeirra sem leita að aukinni vellíðan og ekki spilli það fyrir vinsældum olíunnar að hún hafi grennandi áhrif. „Kókosolí- an inni- heldur efni sem vinnur gegn fitu og það er ef til vill sá kostur sem flestir líta til núna eftir jól,“ segir Kristín en ítrekar að það sé langt frá því eini kostur þessarar olíu. „Hún er mjög heilnæm og það átta sig ekki allir á því að hún hentar mjög vel til steikingar vegna þess hvað hún þolir hátt hitastig,“ segir hún og bætir við að hún voni að margir hafi áttað sig á því fyrir jól hve vel olían hentar í konfektgerð. Þó segja megi að Vesturlanda- búar séu nú að uppgötva kosti þessara olíu hefur hún verið hluti af næringu og fegrunarráðum fólks við Kyrrahaf í langan tíma. Til að mynda hafa konur þar löng- um borið hana á húð og í hár til að fá aukna mýkt og glans. Kristín segir ef nota eigi olíuna til megrunar sé best að taka inn tvær til fjórar matskeiðar af henni á dag. Gæði olíunnar sem hér fáist séu misjöfn, til steikingar sé best að nota harða olíu í ódýrari kantin- um en ef eigi að taka hana beint inn eða bera hana á húð gefist betur að festa kaup á mýkri olíu sem kosti yfirleitt ögn meira en sú harða. Hún viðurkennir að frásagnir hennar af kostum þessarar afurð- ar hljómi eins og um undraefni sé að ræða en þó sé margt óupptalið. „Lyfjaheimurinn er að kanna kosti hennar í tengslum við sýk- ingar eins og sveppasýkingar, herpes, lifrarbólgu og alnæmi. Það er samt þegar vitað að hún virkar mjög vel á sveppasýkingar þá bæði sem áburður og til inn- töku. Í raun má segja að þetta sé óplægður akur en kostir kókos- hnetunnar eru mjög margir,“ segir Kristín, fullviss um að nýjasta ráðið í heimi heilsu og megranna eigi fullan rétt á sér. Megrun með kókosolíu Katrín Edda Svansdóttir - sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur á janúartilboði Á tilboði í janúar 2007 Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar, töflutússar og veggklukka Merkipennar, bláir, svartir, rauðir og grænir, 12 stk í pk. 898kr. pk. R V 62 22 A Mopak ljósritunar- pappír, 5x500 blöð í ks. 1.240kr. ks. Bréfabindi A4, 5cm og 8cm kjölur. 148kr. Nemendur og kennarar hafa almennt séð jákvæð viðhorf til enskukennslu í grunnskólum landsins. Nemendunum finnst enskan skemmtileg grein. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að kunna ensku og geta rætt um það hvernig enskan nýtist þeim, bæði utan skóla og í framtíð- inni. Nemendurnir telja sig geta notað enskuna á margvíslegan hátt, meðal annars í samskiptum erlendis, til að skilja kvikmyndir og sjónvarpsþætti og til að lesa blöð og tímarit á ensku. Strákarnir sögðu miklu oftar en stelpurnar að þeir gætu notað hana í tölvuleikj- um og á netinu. Stelpurnar sögðust hins vegar frekar geta notað hana til að lesa blöð og bækur. „Þegar ég vil vera svalur þá tala ég ensku“ er svar sem einn nemandinn gaf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Samúel Lefever, lektor í ensku við Kennaraháskóla Íslands, hefur gert á enskukennslu í grunnskól- um landsins. Samúel lagði spurn- ingalista fyrir nemendur og kenn- ara í fimmta, níunda og tíunda bekk í átta grunnskólum, tók viðtöl við enskukennara og fylgdist með kennslu. Samúel segir að sér þyki óneit- anlega alvarlegt hve lágt hlutfall af kennurum á grunnskólastigi hafa sérmenntun í faginu en í rann- sókninni kom fram að það er aðeins þriðjungur. Notuð í tölvuleikjum til lesturs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.