Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 18

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 18
fréttir og fróðleikur Jöklar landsins minnka hratt Sýnileg lög- gæsla aukin Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur verið í fréttum upp á síðkastið vegna fríðinda og gjafa sem fyrirtækið veitti Hafnfirðingum á síðasta ári. Sumir Hafnfirðingar hafa gengið svo langt að segja að fyrirtækið reyni að múta bæjarbúum til að samþykkja fyrirhugaða stækkun álversins, sem þeir munu kjósa um á næstu mánuðum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi vinstri grænna í Hafnarfirði, segir að frekar lítið hafi borið á fyrirtækinu Alcan, sem rekur verksmiðjuna, í bæjar- lífinu, en að þetta hafi breyst mikið á síðastliðnu ári. „Alcan hefur aldrei verið eins áberandi og núna, þeir hafa aldrei áður boðið Hafnfirðingum á íþrótta- leiki, tónleika eða sent þeim gjaf- ir,“ segir Guðrún og bætir því við að sér virðist sem fyrirtækið sé í ímyndarstríði um þessar mundir til að reyna að keyra það í gegn að íbúar Hafnarfjarðar samþykki fyrirhugaða stækkun álversins, en þeir munu líklega kjósa um hana á næstu mánuðum. Með stækkuninni mun árleg fram- leiðslugeta álversins aukast úr 180 þúsund tonnum upp í 460 þúsund tonn. Alcan hefur styrkt íþróttastarf barna og unglinga í Hafnarfirði frá árinu 2002. Styrkurinn hljóðar upp á 5 milljónir á ári og gildir út árið 2007. Í honum kemur fram að íþróttafélög sem njóta styrkjanna skuli birta merki Alcan á vefsíðu sinni, bréfsefni og öllu kynningar- efni, sem og setningu sem segir að fyrirtækið styðji barna- og ungl- ingastarf félagsins. Einnig er kveðið á um það í sumum tilfellum að keppnisbúningar félagsins skuli merktir með fyrirtækis- merki Alcan, þegar það er heimilt, auk þess sem skilti og fánar með merkinu skuli settir í og við íþróttamiðstöðvar. „Þetta er ekki styrktarsamn- ingur, heldur auglýsingasamning- ur. Ástæðan fyrir því að Alcan ákveður að styrkja barna- og ungl- ingastarf er að með því vill fyrir- tækið reyna að höfða til kvenna, sem hafa haft hvað mesta andúð á álverinu í gegnum tíðina,“ segir Pétur Óskarsson hjá Sól í Straumi, þverpólitískum hópi áhugafólks um stækkun álversins í Straums- vík. „Samningurinn er kynntur sem styrktarsamningur en er í raun- inni íþyngjandi auglýsingasamn- ingur,“ segir Sigurður P. Sig- mundsson, sem situr í stjórn frjálsíþróttadeildar FH, og bætir því við að samningurinn hafi ekki verið gerður á réttum forsendum. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort haldið verður áfram að styrkja íþróttastarf í Hafnarfirði með nákvæmlega þessum hætti þegar samningstíminn er liðinn. „Alcan ætlar sér að halda áfram að starfa í þessum anda og koma að samfélagslegum verkefnum,“ segir Hrannar. Alcan byrjaði að veita fé úr svo- kölluðum samfélagssjóði fyrirtæk- isins árið 2005. Síðan þá hefur verið veitt þrisvar sinnum úr sjóðnum til aðila og félaga, nú síðast á föstu- daginn þegar rúmum níu milljón- um var veitt úr honum. Hæstu styrkina, að upphæð eina milljón króna, hlutu Vímulaus æska og verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Að sögn Hrannars er hlutverk sjóðsins að leggja góðum málefn- um í samfélaginu lið og að setja ákveðinn ramma utan um styrk- veitingar frá Alcan. Alcan hefur auk styrkveitinga gefið Hafnfirðingum ýmsar gjafir og veitt þeim fríðindi á síðustu mánuðum. Í september bauð fyrir- tækið Hafnfirðingum á tónleika með Björgvini Halldórssyni og Sin- fóníuhljómsveit Íslands og í desem- ber bauð það þeim á bikarleik Hauka og FH í Hafnarfirði. Í lok ársins sendi fyrirtækið svo mynd- og geisladisk með upptöku frá tón- leikum Björgvins inn á hvert heim- ili í Hafnarfirði, alls 7.200 eintök. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcans, ætlar fyrirtækið á næstunni að senda almanak með myndum af verkum eftir hafnfirska listamenn inn á hvert heimili í Hafnarfirði. Aðspurður segir Hrannar að ástæðan fyrir því að fyrirtækið veiti Hafnfirðingum þessar gjafir og fríðindi sé sú að fyrirtækið hafi átt 40 ára afmæli á liðnu ári og fyr- irtækið vilji minna á sig því stækk- un álversins sé mikið hagsmuna- mál fyrir fyrirtækið. Hann vill ekki tjá sig um hversu mikið þess- ar gjafir og fríðindi kostuðu Alcan, né hversu mikið sjónvarpsauglýs- ing frá fyrirtækinu sem sýnd var yfir hátíðarnar kostaði í fram- leiðslu. „Það hefur orðið mikil breyting á liðnum árum á því hvernig fyrir- tæki koma að samfélagsmálum og það á líka við um aðkomu Alcan. Fyrirtæki taka meiri þátt í samfélagslegum verkefnum núna en fyrir tíu árum,“ segir Hrannar og bætir því við að álverið hafi byrjað að veita meiri styrki eftir að það varð hluti af Alcan-sam- steypunni árið 2000, en á árunum þegar svissneska fyrirtækið Alusuisse rak álverið. Spurningin er sú hvort og hvernig Alcan muni halda áfram að gera eins vel við Hafnfirðinga og Íslendinga með gjöfum og styrkveitingum ef Hafnfirðingar kjósa gegn stækkuninni, og eins ef þeir samþykkja hana. Þá mun hugurinn sem hvílir á bak við aðgerðir fyrirtækisins líklega koma í ljós: hvort fyrirtækið telji sig bera samfélagslega ábyrgð sem það sýnir í verki, eins og Hrannar Pétursson segir, eða hvort fyrirtækið hafi verið að reyna að kaupa sér atkvæði Hafn- firðinga svo álverið verði stækk- að eins og sumir Hafnfirðingar vilja meina. Samfélagsleg ábyrgð eða mútur? – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.