Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 21

Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 21
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Kristján Þór Björnsson, 15 ára, og Hjalti Andrés Sigurbjörnsson, 18 ára, náðu langt á Norður- landamóti unglinga í veggjaklifri, nánar tiltek- ið í leiðsluklifri. Bæði Kristján og Hjalti komust á verðlaunapall á mótinu sem haldið var í Noregi. Kristján deildi þar fyrsta sæti í flokki drengja fæddum á árunum 1991-´93 með dönskum keppanda og Hjalti náði þriðja sæti í flokki drengja fæddum á árunum 1987–´88. „Það var óneitanlega góð tilfinning sem fylgdi við- töku verðlaunanna,“ viður- kennir Hjalti, sem átti ekki von á að ná svona langt. Pilt- arnir eru annars yfirvegað- ir vegna útkomunnar, enda báðir æft frá tólf ára aldri og gengið vel hérlendis. Kristján hefur meðal ann- ars náð því að verða einu sinni Íslandsmeistari grjót- glímu, sem er að sögn drengjanna styttra en leiðsluklifur auk þess sem dýna er höfð undir því. Norðurlandamótið er fyrsta erlenda mótið sem þeir taka þátt í. Að sögn drengjanna er aðstöðunni nokkuð ábóta- vant á Íslandi, sem þeir telja stafa af því hversu ung íþrótt veggjaklifur er hér- lendis. „Það er góður grjót- glímuveggur í Klifurhúsinu en enn vantar leiðsluklifur- vegg,“ segir Kristján og Hjalti samsinnir því. Þrátt fyrir að aðstöðu sé ábótavant horfa félagarnir björtum augum til framtíð- ar og nóg er á döfinni. „Ég tek þátt í móti í Þýskalandi um næstu páska,“ segir Kristján og Hjalti mun að eigin sögn hafa nóg fyrir stafni. „Ég er ekki búinn að skipuleggja þátttöku í mótum en held áfram að æfa í Klifurhúsinu.“ Tróndu á toppnum Yfir 100 nýjar bílategundir verða settar á Evrópu- markað á árinu. 104 nýir bílar frá öllum stærstu bílaframleiðendum heims eru væntanlegir á Evrópumarkað á árinu 2007. Þessi fjöldi nýrra bíla á markað er tæplega þriðjungsaukning frá því í fyrra. Samkvæmt spám þýska bílasérfræðings- ins Ferdinands Dudenhoffer munu bílaframleiðendur ein- blína mest á hefðbundna fjölskyldubíla og smábíla á kostnað stærri og bensínfrekari bíla. Meðal nýrra bíla sem væntanlegir eru á þessu ári er nýr Audi A4, nýr Ren- ault Laguna og þriðja kynslóðin af Ford Mondeo. Nokkrir arftakar hafa sömuleiðis verið boðaðir á árinu, til dæmis mun Toyota setja á markað nýjan Auris sem mun leysa Corolla línuna af hólmi. Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi aðeins lækkað upp á síðkastið munu áherslur bílaframleiðanda áfram vera á sparneytna og umhverfis- væna bíla á borð við Toyota Prius. Aldrei fleiri á markað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.