Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 22
Þeir sem strengja þess heit að
hætta að reykja á nýja árinu
geta fengið aðstoð sérfróðra.
Einn þeirra er Valgeir Skag-
fjörð sem bæði heldur nám-
skeið og hefur skrifað bók um
málið.
Valgeir kemur hálf hóstandi í sím-
ann. Spurður hvort það sé reyk-
ingahósti svarar hann því til að
um aðkenningu að lungnabólgu sé
að ræða sem hafi komið upp úr
flensu. „Ástæðan kann að vera sú
að eftir 25 ára reykingar sé ég
næmari fyrir því að fá lungna-
bólgu en aðrir. Það veit maður
ekki. En það eru ellefu ár síðan ég
hætti.“
Var erfitt að hætta?
„Nei, loksins þegar ég var
búinn að fatta hvernig ég átti að
fara að því þá var það ekki erfitt,“
segir hann og kveðst sannfærður
um að allir geti hætt, enda heiti
bókin hans um þetta efni Fyrst ég
gat hætt getur þú það líka. „Gald-
urinn er að gera sér grein fyrir
því að vandamálið býr í höfðinu á
manni og hvergi annars staðar,“
segir Valgeir „Reykingamaðurinn
er að taka inn hraðvirkt eiturlyf
sem heitir nikótín og það er engin
lausn að fá sér plástur eða annað
form af lyfjum í apótekunum því
nikótínið hættir ekki að vera fíkni-
efni þó að það sé komið í plástra.
Þegar ég hjálpa fólki að hætta að
reykja legg ég áherslu á að það
losni við nikótínfíknina.“
Þegar Valgeiri er bent á að
plásturinn frelsi að minnsta kosti
lungun frá reyknum svarar hann
að bragði:
„Reykingar snúast minnst um
lungun. Flestir reykingamenn eru
með góð lungu, annars gætu þeir
ekki reykt. Þeir sem eru með við-
kvæm lungu en halda áfram að
pína reykinn ofan í sig verða mjög
fljótt veikir og fá einkenni lungna-
þembu snemma. En eitrið hefur
áhrif á allan líkamann, meðal ann-
ars á æðakerfið.“
Valgeir segir lykilinn við að
hætta vera þann að losa sig við
venjurnar sem reykingunum fylgi.
„Reykingamaðurinn veður í þeirri
villu að tóbakið geri eitthvað fyrir
hann. Það er sú blekking sem ég
legg ofuráherslu á að uppræta og
þegar menn eru lausir við hana þá
fatta þeir að þetta er ekkert mál.“
Hann þvertekur fyrir að það kosti
vítiskvalir að hætta. „Óttinn við
vítiskvalirnar verður líka til í
höfðinu á fólki og hann viðheldur
reykingunum. Sá ótti er líka það
sem tóbaksfyrirtækin og lyfja-
fyrirtækin lifa á.“
Í huga Valgeirs er aðferðin ein-
föld. „Menn taka ákvörðun um að
hætta og trúa því og treysta að það
verði allt í lagi. Þá er allt hægt. Ég
kannast við mann sem vaknaði á
þriggja tíma fresti alla nóttina til
að reykja og hann gat hætt. Hann
þurfti bara að losna við þá blekk-
ingu að sígaretturnar væru honum
lífsnauðsynlegar og þeim tækjum
búa allir yfir.“
Að uppræta blekkinguna
Það er ekki óalgengt að þreytan segi til sín eftir frítímann yfir jól og
áramót. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga vilji maður
hafa næga orku allan daginn.
Fáðu þér göngutúr í hádegishléinu. Hreyfingin er hressandi og þótt
þú gangir ekki nema í fimmtán mínútur finnur þú strax muninn.
Drekktu vel. Vökvatap getur lýst sér í þreytu og slappleika.
Notaðu skynsemina þegar þú velur þér hádegismat. Feitur og kol-
vetnaríkur matur getur haft sljóvgandi áhrif og valdið syfju.
Fáðu þér nasl í eftirmiðdaginn. Lágur
blóðsykur getur verið ástæða orkuleys-
is. Veldu nasl sem er hollt og gott og
inniheldur lítinn sykur.
Fáðu þér blund. Slökun í fimmt-
án til tuttugu mínútur er góð leið
til að endurheimta orku.
Farðu út. Ferska loftið getur
gert kraftaverk þegar þreytan
segir til sín.
Fáðu einhvern til að nudda þig
meðan þú situr. Tíu til fimmtán
mínútna nudd kemur blóðinu á
hreyfingu og losar um spennu.
Aukin orka
Sextíu og sjö ára gömul kona
fæðir tvíbura á Spáni.
Konan sem eignaðist tvíburana á
Sant Pau-spítala fyrir skemmstu
varð elsta móðir í heimi þegar tví-
burarnir fæddust.
Hún sló þar með fyrra met
hinnar sextíu og sex ára gömlu
Adriönu Iliescu frá Rúmeníu, sem
fæddi stúlku í janúar árið 2005. Sú
varð einnig barnshafandi af tví-
burum en missti annan þeirra á
meðgöngu.
Að sögn starfsmanna spítalans
var þetta fyrsta fæðing móður,
sem varð ófrísk eftir tæknifrjóvg-
un. Voru börnin tekin með keis-
araskurði og komið fyrir í hita-
kassa.
Á máli sérfræðings í áhættu-
sömum fæðingum mátti skilja að
bæði móður og börnum heilsist
vel, en þau munu verja nokkrum
dögum á spítalanum.
Nafn hennar hefur ekki verið
gefið upp að svo stöddu.
Frá þessu er greint á fréttavef
BBC, www.bbc.co.uk.
Elsta móðir
í heimi
STAFGANGA Í LAUGARDAL
– áhrifarík lei› til líkamsræktarwww.stafganga.is
5 vikna námskeið fyrir byrjendur (10 tímar)
hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 17:30
Tímar fyrir lengra komna á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30
Skráning og nánari upplýsingar á www.stafganga.is
eða í símum 616 8595 / Guðný Aradóttir - stafgönguþjálfari
694 3571 / Jóna Hildur Bjarnadóttir - stafgönguþjálfari
Kennari:
Sigríður Guðjohnsen
www.sigga.is
ROPE YOGA
Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga
Fagralundi við Furugrund í Kópavogi
8 vikna námskeið
hefjast 8. janúar
Skráning í síma 891-7190
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
og kraftyoga
Allir yoga unnendur velkomnir
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is