Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 26
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Það heyrir til undantekn-
inga að stúlkur leggi fyrir sig
bifvélavirkjun. Inger Birta S.
Pétursdóttir lætur það ekki á
sig fá. Hún starfar á verkstæði
B&L á Krókhálsi.
„Áhugi á bílum hefur blundað í
mér ansi lengi. Pabbi minn, Pétur
Ágústsson, var bílakarl og ég var
oft hjá honum úti í skúr þegar ég
var lítil. Hann var líka duglegur
að taka mig með sér á torfæru-
keppnir,“ segir Inger spurð um
kveikjuna að því að hún fór að fást
við bifvélavirkjun. Hún er langt
komin með fagnámið sem fer fram
í Borgarholtsskóla. „Þetta er fjög-
urra ára nám með eins árs vinnu á
verkstæði. Ég er að ljúka verk-
stæðisþættinum og á eina önn
eftir í skólanum,“ lýsir Inger og
heldur áfram. „Ég lærði auðvitað
ýmis grunnatriði í skólanum en
hér á verkstæðinu opnaðist þetta
allt fyrir mér og ég gat sett hlut-
ina í samhengi.“ Hún segir bæði
starfsmannastjórann og verk-
stæðisstjórann hjá B&L hafa verið
því fylgjandi að fá konu á verk-
stæðið og hún hafi verið sú fyrsta
sem var ráðin. Aðspurð segir hún
þá báða karlkyns en hins vegar sé
forstjóri fyrirtækisins kjarnakon-
an Erna Gísladóttir.
Inger telur bifvélavirkjun vera
að breytast þannig að hún henti
betur konum en áður. „Það eru
komnar svo margar græjur sem
létta störfin og það er minna um
að menn þurfi að rembast eitt-
hvað. Eiginlega er langmest um
rafmagnsbilanir í bílum og tölvu-
tæknin er mikið notuð við lagfær-
ingarnar.“
Hún viðurkennir að stundum
lendi hún í þungum hlutum en þá
séu strákarnir boðnir og búnir að
aðstoða hana. „Herramennirnir
koma líklega upp í strákunum eða
þeir halda að ég missi allt út úr
höndunum. En ég er svo þrjósk að
ég vil gera hlutina sjálf og hlífi mér
ekkert við að taka á,“ segir hún.
Í framhaldinu berst talið að
handstærð. „Það er að mörgu leyti
betra að hafa smáar hendur en
stórar í svona starfi. Ég er að
vinna við Hyundai-inn en strák-
arnir í Renault-deildinni fá mig
stundum til sín því í Renault-inum
er allt mjög þröngt og erfitt að
komast að. Þeim finnst fyndið
hvernig ég get troðið mér undir
mælaborðið og unnið þar,“ segir
Inger hlæjandi.
Spurð hvort hún hafi aldrei
slasað sig á öllu þessu járni sem
hún er að handfjatla svarar hún
kankvís. „Ég hef stundum meitt
mig fyrir klaufaskap en aldrei
neitt alvarlega.“ Kveðst líka alltaf
hafa verið drullug upp fyrir haus
til að byrja með. „Eitt af því sem
lærist með tímanum er að halda
sér hreinni, meðal annars með því
að nota hlífðarföt og hanska.
Strákarnir eru sumir þannig að
þeir gætu verið í jakkafötum við
viðgerðirnar en ég er ekki komin á
það stig að geta mætt í sparikjóln-
um. Reyni nú samt að nota hanska
bæði til að hlífa húðinni og til að
sleppa við sorgarrendurnar.“
Betra að hafa smáar
hendur en stórar
10.000 Toyota bílar seldir á
árinu 2006.
Árið 2006 reyndist vera metár í
bílasölu hjá Toyota á Íslandi. Alls
voru 5.285 nýir Toyota bílar og 159
Lexus bílar afhentir hér á landi á
árinu sem leið. Sala Toyota – betri
notaðra bíla var rúmlega 4.600
bílar og því fór heildarsala ársins
yfir 10.000 bíla. Þessar sölutölur
eru þær mestu í sögu Toyota á
Íslandi og sömuleiðis algjört eins-
dæmi hér á landi. Þessi árangur er
athyglisverður í ljósi þess að
nýskráning bifreiða dróst töluvert
saman á milli ára.
Metár hjá
Toyota
Útlit er fyrir að samdráttur í
nýskráningum bifreiða verði
um 10 prósent á milli ára.
Þrátt fyrir vöxt í nýskráningu á
fyrsta fjórðungi ársins 2006 lítur
út fyrir að samdráttur í innflutn-
ingi bíla verði um 10 prósent á
milli ára. Árið 2005 voru alls tut-
tuguogsex þúsund bílar nýskráðir
hér á landi, samanborið við tut-
tuguogþrjú þúsund nýskráningar
á árinu sem leið. Þetta er í fyrsta
sinn síðan árið 2002 sem samdrátt-
ur er í nýskráningu bifreiða. Þrátt
fyrir þennan samdrátt var bílasal-
an á árinu afar góð því salan var
sú næstmesta frá upphafi eftir
metárið 2005.
Samdráttur
í bílasölu
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!