Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 27
Bílafyrirtækið Lotus var stofnað árið 1952. Fyrsta verksmiðja fyrirtækisins var í gömlu hesthúsi í Hornsey í Bretlandi. Stofnandi Lotus var Anthony Colin Bruce Chapman, en upphafsstafi hans má enn sjá í merki fyrirtæk- isins. Velgengni Lotus byrjaði snemma og árið 1958 hófu bílar frá Lotus að keppa í Formúlu 1 keppninni. Á 36 ára ferli Lotus í keppninni vannst heimsmeistara- titill sjö sinnum. Lotus var fyrst til að smíða bíl með vél í miðjunni, og einnig fyrst til að smíða bíl með vindskeið og vængi sem bættu aksturseiginleikana mikið. Þrátt fyrir velgengni sína í For- múlu 1 og öðrum keppnum er Lotus mun þekktara í dag fyrir götubíla sína. Allt frá byrjun hvatti fyrirtækið viðskiptavini sína til að keppa á bílunum, enda sérhæfði það sig í gerð léttra og kraftmikilla sportbíla. Þekktastur þeirra er án efa Lotus Esprit en þegar hönnun hans leit dagsins ljós árið 1976 þótti hún væg- ast sagt framúrstefnu- leg. Bíllinn varð fljót- lega vinsæll og gerði Lotus að einu stærsta nafninu á ofurbílasen- unni. Ekki skemmdi að Esprit var Bond-bíll Rogers Moore í The spy who loved me árið 1977. Tíundi áratugurinn var einnig notadrjúg- ur og aftur greip Hollywood tæki- færið og setti Ritchard Gere undir stýri á Esprit í Pretty Woman. Framleiðslu Lotus Esprit var loks hætt árið 2004. Þetta markar þó ekki endalok Esprit því nú er verið að endurhanna hann og er áætlað að hefja fram- leiðslu á nýrri gerð á næsta ári. Þær týpur sem nú eru fram- leiddar af Lotus eru Elise, Exige, Exige S, og Europa S. Flestir þess- ara bíla eru ekki mjög kraftmiklir, fæstir ná 200 hestöflum óbreyttir. Þeir eru hins vegar mjög liprir og hraðskreiðir vegna þess hversu léttir þeir eru og skilar það sér í gríðarlega hagkvæmu hlutfalli á krafti og þyngd. Þetta hefur alltaf verið aðalsmerki Lotus, hraði og frábærir aksturseiginleikar fyrir tilstuðlan léttleika og hátækni, í bland við framúrskarandi hönnun. Fyrstir með vængi í F1 ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.