Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 28
Árdís Elíasdóttir stundar doktorsnám í stjarneðlisfræði í Dark Cosmology Center við Niels Bohr-stofnunina í Kaup- mannahöfn. „Ég er að læra um linsuhrif, þegar ljós sveigist vegna mikils massa á leið þess, og er lýst með afstæðis- kenningu Einsteins,“ segir Árdís. Hún hefur þegar lokið tveimur árum af þremur í doktorsnáminu, en áður hafði hún stundað nám í stærðfræði og eðlisfræði við Háskóla Íslands og í stjörnufræði í Bandaríkjunum. „Það er mjög ljúft að vera hér í Kaupmannahöfn og alveg æðis- lega skemmtilegt,“ segir Árdís. Hún er einnig mjög ánægð með aðstöðuna hjá Dark Cosmology Center, sem var nýlega stofnað fyrir styrk frá dönskum stjórn- völdum. „Við erum um þrjátíu sem vinnum saman, ég vinn að mínu eigin verkefni en fæ hjálp og get rætt málin við hina,“ segir Árdís. „Þetta er mjög góður hópur sem vinnur að grunnrannsóknum, það kemur ekkert hagnýtt út úr þeim heldur bara vitneskja og þekk- ing.“ Árdís hefur verið að rannsaka hulduefni og bera saman fjarlæg- ar stjörnuþokur. „Þetta er mjög erfitt að rannsaka því þær eru svo langt í burtu,“ segir hún. Aðrir samstarfsmenn hennar hafa rann- sakað hulduorku, en komið hefur í ljós að stór hluti heimsins er sam- settur úr efnum og orku sem við sjáum ekki beint. Árdís segir námið að mestu leyti snúa að rannsóknum, og hún hefur þegar fengið birta eina vís- indagrein byggða á rannsóknun- um. Hún hefur þó einnig kennslu- skyldu og aðstoðar við kennslu námskeiðs fyrir nemendur í grunnnámi. Í framtíðinni langar hana að starfa áfram við aka- demíu. „Ég ætla að reyna að sækja um stöður í háskólum eftir að námi mínu hér lýkur,“ segir Árdís að lokum. Rannsakar hulduefni og ber saman stjörnuþokur Mörg námskeið sem lúta að hestamennsku verða á vegum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri nú í ársbyrjun. Leiðrétting hestsins er heiti eins af hestamennskunámskeiðunum og hefst það 19. og 20. janúar. Ábyrgðarmaður þess er Reynir Aðalsteinsson tamningameistari. Það er ætlað fyrir hinn almenna hestamann sem vill bæta reið- mennsku sína og reiðhestinn að því er fram kemur á heimasíðu skólans. Námskeiðið er haldið á þremur helgum og er möguleiki á því að taka allar helgarnar eða færri. Kenndar verða undirbún- ingsæfingar við hendi og frekari útfærsla í reið. Helstu verkefni eru að rétta hestinn á taum, móta höfuðburð, gera hest samspora, stilla jafn- vægi og síðast en ekki síst að bæta töltið. Námskeiðið fer fram á Mið- Fossum í Borgarfirði þar sem full- komin aðstaða er til allra þátta hestamennskunnar. Umsóknar- frestur er til 14. janúar. Töltið tekið í gegn F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.