Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 29
Varaði við | Seðlabanki Íslands
varaði Straum-Burðarás við því
að nýta sér heimild ársreikninga-
skrár til að færa bókhald og semja
ársreikning sinn í evrum.
Viðskiptahallinn eykst | Vöru-
skiptahallinn jókst til muna á
fyrstu ellefu mánuðum ársins
miðað við árið í fyrra. Vöruskiptin
voru neikvæð um 13,5 milljarða
króna í nóvember.
Úr landi | FL Group, stærsti hlut-
hafinn í Glitni, hefur fært stærstan
hluta af eign sinni í bankanum til
tveggja dótturfélaga í Hollandi.
Selja Sterling | FL Group hefur
selt allan hlut sinn í Sterling til
Northern Travel Holding, nýs
félags í ferðaþjónustu, fyrir tut-
tugu milljarða króna.
Nýr risi | Sterling, Iceland
Express, Astraeus og Ticket renna
inn í Northern Travel Holding
sem FL Group, Sund og Fons hafa
stofnað.
Renna saman | Um áramótin
urðu að fullu frágengin kaup
Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfu-
félaginu Birtíngi sem gefur út
fjölda tímarita.
Nýr sæstrengur | Undirbúningur
að lagningu nýs sæstrengs hefst
á næstu dögum og er áætlað að
hann verði tekinn í notkun seint á
árinu 2008. Stofnkostnaður verður
á bilinu þrír til fjórir milljarðar.
Verða Stafir | Lífiðn og Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn hafa sameinast
undir nafninu Stafir lífeyrissjóð-
ur. Við það aukast aldurstengd
lífeyrisréttindi sjóðsfélaga um 16
til 20 prósent.
Samkeppni hafin | Tíðnisviðum
þriðju kynslóðar farsímakerfa
verður úthlutað í vor. Að minnsta
kosti þrír stefna á uppbyggingu
þriðju kynslóðar nets.
Friðrik Jóhannsson
Spennandi ár
fram undan
10
Kauphöllin skiptir um nafn
Fyrsta skrefið í
samþættingarátt
4
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 3. janúar 2007 – 1. tölublað – 3. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Erlendur viðskiptaannáll 2006
Samrunar og yfirtökur
einkenndu árið
6
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Velta á hlutabréfamarkaði nam 2.192 milljörðum
króna á árinu sem var að enda. Þetta var algjört
metár í sögu innlends hlutabréfamarkaðar. Veltan
hefur ellefufaldast frá aldamótaárinu þegar hún
nam tæpum tvö hundruð milljörðum króna og var
82 prósentum meiri en árið 2005. Mestur þunginn
lá í viðskiptum með bréf í bönkum og fjármála-
tengdum fyrirtækjum, eða alls fyrir 1.580 milljarða
króna.
Velta í hlutabréfum í desember var um 357
milljarðar króna sem er metmánuður í sögu
Kauphallarinnar. Áður höfðu mest viðskipti átt sér
stað í janúar 2006 eða 334 milljarðar króna.
Úrvalsvísitalan hækkaði fimmta árið í röð, eða
um 15,8 prósent, sem er svipuð hækkun og árið
2002. Var lokagildi hennar 6.410 stig í árslok en fór
hæst í tæp sjö þúsund stig á mjög sveiflukenndu
ári. Árið 2006 hófst með miklum látum sem komu
í framhaldi af miklum hækkunum í árslok 2005.
Eftir að Fitch breytti horfum á íslenska hagkerf-
inu úr stöðugum í neikvæðar tóku hlutabréf og
krónan að falla og hélst sú lækkun fram á sumar.
Hlutabréfamarkaðurinn tók svo að rétta úr kútnum
í ágúst og hækkaði hratt á þriðja ársfjórðungi.
Hækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári er þó
ekkert í líkingu við hækkunarárin 2003-2005 þegar
Úrvalsvísitalan rauk upp um meira en 56 prósent
á hverju ári, þar af um rúm 64 prósent metárið
2005. Frá ársbyrjun 2002 hefur Úrvalsvísitalan því
hækkað um 460 prósent.
Í fyrsta skipti á síðustu árum hækkaði ekkert
félag um eitt hundrað prósent innan ársins. TM
hækkaði mest allra félaga á nýliðnu ári, eða um
39,6 prósent. HB Grandi, Glitnir og FL Group sýndu
einnig yfir þrjátíu prósenta ávöxtun. Til saman-
burðar tvöfaldaðist gengi þriggja Kauphallarfélaga
á árinu 2005 en þetta voru Landsbankinn, Bakkavör
og FL Group. Árið 2002 hækkuðu mest bréf í
Flugleiðum um 174 prósent og Pharmaco var
hástökkvarinn árið 2003 með 182 prósenta ávöxtun.
Atorka var svo sigurvegarinn árið 2004 með yfir
238 prósenta ávöxtun.
Flaga Group var það fyrirtæki sem lækkaði mest
á síðasta ári, eða um 43,2 prósent.
Hlutabréfavelta ellefu-
faldast frá árinu 2000
Yfir 80 prósenta veltuaukning var á hlutabréfum á milli
áranna 2005 og 2006. Úrvalsvísitalan hefur stigið upp um
460 prósent frá ársbyrjun 2002.
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
199 137
321
554
721
1.202
2.192
HLUTABRÉFAVELTA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS
Í MILLJÖRÐUM KRÓNA
Nafni bankans Fischer Partners
í Svíþjóð hefur verið breytt í
nafnið Glitnir. Nýtt vörumerki
og yfirbragð var tekið í notkun
frá og með fyrsta viðskiptadegi
nýja ársins.
Bankinn segir að Glitnir hafi
á níu mánuðum orðið vel þekkt
vörumerki á norrænu mark-
aðssvæði sem og á heimsvísu.
Stefnan er að nota vörumerki
Glitnis til að auðkenna öll dótt-
urfélög og skrifstofur. Á föstu-
daginn næsta breytist svo auð-
kenni Fischer Partners sem nú
heitir Glitnir í kauphöllum og
verður eftirleiðis GLI. Í Kauphöll
Íslands verður auðkenni Glitnis
samt áfram GLB.
Glitnir er með starfsemi í
Osló, Álasundi og Þrándheimi í
Noregi, í Stokkhólmi í Svíþjóð,
Kaupmannahöfn í Danmörku,
Lundúnum í Bretlandi, Halifax
í Kanada, Sjanghaí í Kína og í
Lúxemborg, auk starfsemi hér á
landi. - óká
Glitnir í
stað Fischer
Partners
NÝR STJÓRI Anders Holmgren, nýr yfir-
maður Glitnis í Svíþjóð, segir styrk felast í
að starfa undir merkjum Glitnis.
Heildarafli íslenska fiskiskipa-
flotans nam 1,3 milljónum lesta
á síðasta ári en hann hefur ekki
verið minni síðan árið 1991 þegar
hann var rétt rúm milljón lest-
ir, samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskistofu.
Botnfiskaflinn jókst um 9.000
lestir frá síðasta ári en uppsjáv-
artegundir minnkuðu samtals um
345.000 lestir.
Þá nam rækjuaflinn í fyrra
einungis 3.000 lestum og hefur
hann ekki verið minni í tæp 40
ár. Þá nam humaraflinn 2 þús-
undum lesta og er hann óbreyttur
síðastliðin þrjú ár. Engar hörpu-
diskveiðar voru á árinu, að sögn
Fiskistofu. - jab
Lítill afli
Heimild: Kauphöll Íslands
Kaupþing í Færeyjum sér
fram á að tvöfalda hjá
sér starfsmannafjölda
með auknum umsvifum.
Færeyska útvarpið greindi
frá því að bankinn hafi
fengið leyfi til að reka þar
bankastarfsemi, en hingað
til hefur Kaupþing rekið
þar verðbréfamiðlun.
Bankinn ætlar að þjóna
atvinnulífinu en með lánum
sem móðurfélagið hefur
þegar veitt færeyskum fyr-
irtækjum nemur markaðs-
hlutdeild hans þegar 20 til
25 prósentum. Peter Holm,
forstjóri Kaupþings í Færeyjum,
svaraði því til þegar færeyska
útvarpið spurði hann hvernig
náðst hefði jafnstór hlutdeild
af markaðnum, að bankinn hafi
lagt sig eftir því að ná til
stærri viðskiptavina.
Samningur milli Íslands
og Færeyja sem gengið
var frá í vetur greiðir leið
margvíslegum viðskipt-
um og fólksflutningum
milli landanna og því geta
íslenskir bankar hafið
starfsemi í Færeyjum og
öfugt, ef því er að skipta.
Líklegt er að fyrirætl-
anir Kaupþings, sem er
meðal 100 stærstu banka í
Evrópu og mun stærri en
færeysku bankarnir, valdi
nokkrum titringi á banka-
markaði þar og fyrirsjáanleg er
hörð samkeppni. - óká
AUGLÝSING KAUPÞINGS Í FÆREYJUM Kaupþing hefur
lengi stundað verðbréfamiðlun í Færeyjum, en með nýfengnu
bankaleyfi verður öll starfsemin sameinuð í höfuðstöðvum
bankans við Bókbindaragötu í Þórshöfn.
Kaupþing má reka banka í Færeyjum
Bankinn sér fram á að tvöfölda fjölda starfsmanna sinna í Þórshöfn.