Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 34

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 34
MARKAÐURINN 3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR6 E R L E N D U R A N N Á L L 2 0 0 6 Árið byrjaði ekki efnilega fyrir Úkraínumenn sem höfðu deilt um fjór- földun á gasverði frá rússneska ríkisgas- fyrirtækinu Gazprom allan jólamánuðinn. Viðræður fulltrúa landanna sigldu í strand skömmu fyrir áramót og skrúfuðu Rússar fyrir gas- leiðsluna til Úkraínu á nýársdag. Jarðgas sem fer um Úkraínu fer einnig til nokk- urra landa í Evrópu þar sem gasskorts varð vart. Eftir að Evrópusambandið skarst í leikinn hét Alexei Miller, framkvæmdastjóri Gazprom, því að gas- flutningur til Úkraínu yrði með eðlilegum hætti um miðjan mánuðinn. . Þá settu stýrivextir mark sitt á erlend- ar fjármálafréttir á árinu. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivextina nokkrum sinnum þrátt fyrir fregnir um að senn lyki um tveggja ára vaxtahækkun- arferli bankans en vextir á evrusvæðinu og í Bretlandi ýmist lækkuðu, stóðu í stað eða hækkuðu af ótta við að verðbólgu- draugurinn léti á sér kræla. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína jafnt og þétt út árið en Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað framan af ári að halda þeim óbreyttum. Ekki var ein- hugur um ákvörðunina í röðum meðlima í peningamálanefnd bankans. Fjárfestar í Bandaríkjunum glöddust hins vegar þegar Dow Jones hlutabréfa- vísitalan rauf 11.000 stiga múrinn en slíkt hafði ekki gerst í rétt rúm fimm ár. Hlutabréfavísitölur í fleiri löndum ruku í methæðir, þar á meðal í Kauphöll Íslands. Fjárfestar í Japan voru hins vegar ekki jafn glaðir þegar loka varð fyrir viðskipti í Kauphöllinni í Tókýó 20 mínútum fyrr en venja var hinn 18. janúar vegna ótta við verðhrun. Ástæðan var söluæði sem rann á fjárfesta í kauphöllinni vegna frétta af rannsókn sem fjármálayfirvöld þar í landi stóðu fyrir hjá netfyrirtækinu Livedoor. Lokun kauphallarinnar í Tókýó var söguleg stund með ákveðnum formerkjum enda hafði henni aldrei áður verið lokað fyrr en venjulega. Rannsókn á starfsemi Livedoor leiddi í ljós að stjórnendur fyrirtækisins hefðu stundað ólögleg hlutabréfaviðskipti og falsað afkomutölur tveimur árum fyrr með það fyrir augum að láta sem fyr- irtækið skilaði hagnaði þegar reyndin var önnur. Takafumie Horie, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var handtekinn nokkrum dögum síðar ásamt nokkrum af æðstu stjórnendum fyrirtæk- isins og standa réttar- höld í málinu enn yfir. Undir lok mánaðar- ins lagði stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska auð- kýfingsins Lakshmi Mittals, sem sam- kvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, fram yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðaði upp á jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Hluthafar Arcelor voru hins vegar mótfallnir tilboðinu og var Mittal Steel að betrumbæta boðið talsvert áður en yfir lauk. „Það er óábyrgt að velta vöngum yfir því hvort ég ætli að segja af mér eða ekki þar sem við höfum ekki áttað okkur almenni- lega á stöðunni.“ Takafumi Horie, fyrrum forstjóri Livedoor. 18. janúar 2006. Annað fyrirtæki þar sem stjórnend- ur höfðu falsað afkomutölur var öðru hverju í fréttum á árinu allt fram á haust. Fyrirtækið hét Enron en réttarhöld hófust í Houston í Texas yfir æðstu stjórnendum þessa fyrrum bandaríska orkusölurisa, sem varð gjaldþrota árið 2001. Nokkrar af helstu lykilpersónum í málinu voru Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum for- stjóri fyrirtækisins, Jeffrey Skilling, fyrr- um yfirframkvæmdastjóri orkurisans og Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri þess, en þeir voru ásamt öðrum sakaðir um stórfelld fjársvik og fölsun afkomu- talna til að láta sem fyrirtækið sýndi hagn- að í stað taps. Þegar orkusölurisinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2001 misstu 21.000 manns vinnuna auk þess sem í ljós kom skuldahali upp á 21.000 milljarða íslenskra króna sem gerir gjaldþrotið eitt af þeim stærri í sögunni. Réttarhöldin drógust fram eftir ári en úrskurður um sekt í málinu féll ekki fyrr en um mitt ár. „Við verðum að bregðast við viðamiklum breyting- um í bílaiðnaði.“ Rick Wagoner, forstjóri General Motors, eftir að hann sættist á helmingi minni laun til að draga úr launaútgjöld- um í febrúar. Mars var tiltölulega rólegur í saman- burði við aðra mánuði ársins. Bjartsýni hafði aukist nokkuð allt frá því Angela Merkel varð kanslari landsins ári áður auk þess sem sérfræðingar spáðu aukn- um hagvexti í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins vegna heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu, sem haldin var í júní þrátt fyrir hækkun á virðisauka- skatti nú um áramótin. Stjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði stýrivexti bankans um fjórðung úr pró- sent í byrjun mánaðar og fóru vextir bankans í 2,5 prósent. Þetta var önnur stýrivaxtahækkun bankans á árinu en ekki sú síðasta. Seðlabankastjórar fleiri landa vöruðu sömuleiðis við verðbólgu- drauginum, þar á meðal Ben Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sem ákvað að hækka stýrivexti í landinu um 25 punkta undir lok mánaðar og stóðu vextirnir eftir það í 4,75 prósentum. Þetta var fyrsta stýrivaxtahækkun Bernankes eftir að hann tók við af Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, en Bernanke hafði lagt áherslu á nauðsyn aðgerða til að loka á verðbólgudrauginn. Þá var þetta jafnframt 15. hækkun bank- ans eftir samfellt hækkanaferli frá miðju ári 2004. Stýrivextir bankans hækkuðu svo á ný í maí og virtist fátt benda til að hækkanaferlið væri á enda. Stjórnendur Gazprom héldu enn að herja á nágranna sína og kúnna en í byrjun mánaðar ákvað ríkisfyrirtækið að hækka verð á jarðgasi til Hvít-Rússa. Rússar og Hvít-Rússar hafa fram til þessa bundist vinaböndum og greiddu þeir lágmarksverð fyrir gasið. Stjórnendur Gazprom hótuðu að grípa til svipaðra aðgerða og í deilunni við Úkraínustjórn fyrr á árinu. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en nú um áramótin eftir þráfelldar hótanir og sættust Hvít-Rússar á að greiða rúmlega tvöfalt meira fyrir gasið eða 100 dali, rúmar 7.000 krónur, fyrir hvern kúbikmetra, sem var nokkuð lægra en Rússar höfðu upphaflega farið fram á. Rétt fyrir miðjan mánuðinn hóf stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq að kaupa hlutabréf í LSE og nældi sér á tiltölulega skömmum tíma í 15 prósent hlutafjár í bresku kauphöllinni frá tveimur stórum hluthöfum. Kaupin héldu áfram næstu mánuði og þegar fram liðu stundir hafði Nasdaq náð í rétt rúman fjórðung bréfa bresku kauphallarinnar. Baráttunni um bresku höllina var hins vegar hvergi nærri lokið því Carla Furse, forstjóri LSE, hefur allt fram til þessa hent öllum til- boðstilraunum Roberts Greifeld, forstjóra Nasdaq, út í hafsauga á þeim forsendum að það væri of lágt og endurspegli ekki raun- verulegt virði markaðarins. Þótt hlutabréfavísitölur víða um heim hefðu vaxið hratt í fyrra heyrði það ekki um þær allar. Um miðjan maí fór ind- verska hlutabréfavísitalan Sensex nefni- lega á hliðina og féll úr tæpum 10.000 stig- um um rúm fjögur prósent tvo daga í röð og endaði undir 9.000 stigum. Ástæðan var slæleg afkoma fyrirtækja í landinu. Gengi hlutabréfa átti hins vegar eftir að jafna sig og vel það því vísitalan sló met hvern mánuðinn á fætur öðrum á haustdögum og virðist fátt benda til að henni ætli að skrika fótur á nýjan leik. Endalok nálguðust í Enron-málinu 25. maí þessa mánaðar þegar Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins, og Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri þess, voru fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu Skilling eiga yfir höfði sér allt að 185 ára fangelsisdóm en töldu Lay geta undirbúið sig fyrir allt að 65 ára fangelsivist. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron hafi dregið mik- inn dilk á eftir sér héldu tvímenningarnir ætíð fram sakleysi sínu og hneyksluðust á dómnum. Breytingar á stýrivöxtum, samdráttur í rekstri fyrirtækja, vinveittar og óvinveittar yfirtökutilraunir og samruni fyrirtækja og hlutabréfamarkaða einkenndi síðasta ár. Fastlega má búast við því að fréttir síðasta árs lifi framhaldslífi langt fram á þetta ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.