Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 36
MARKAÐURINN
H A U S
3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR8
E R L E N D U R A N N Á L L 2 0 0 6
Hæst bar um miðjan júní að samevrópski
flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynnti
að vandræði í rafkerfi nýjustu þotu fyrir-
tækisins, risaþotunnar A380, hefðu valdið
því að afhending vélanna gæti dregist um
allt að sjö mánuði. Reyndar stóð aðeins til
að afhenda eina vél í fyrra til flugfélagsins
Singapore Airlines. Þróun og smíði risa-
þotunnar hafði staðið yfir frá aldamótum
og nam kostnaður við risaþotuna heilum
1.100 milljörðum íslenskra króna. Noel
Forgeard, yfirmaður EADS, móðurfélags
Airbus, sagði allt stefna í að einungis níu
risaþotur yrðu afhentar á þessu ári, 20 til
25 vélar á því næsta en allt að 14 á næstu
tveimur árum eftir það. Forsvarsmenn
fjölda flugfélaga víða um heim, þar á
meðal Singapore Airlines sem hafði pant-
að 10 risaþotur, lýstu yfir vonbrigðum með
tafirnar og nokkrir þeirra hótuðu að krefj-
ast skaðabóta vegna þessa. Tafirnar drógu
mikinn dilk á eftir sér og urðu meðal ann-
ars til þess að gengi bréfa í EADS, móður-
félagi Airbus, féllu um þriðjung sama dag
og tók að hrikta í stoðum samstæðunnar.
Bandaríski auðkýfingurinn Warren
Buffett var hins vegar boðberi óvæntra
gleðitíðinda undir lok mánaðar þegar hann
greindi frá því að hann hygðist gefa 85
prósent af öllum auðæfum sínum til góð-
gerðamála. Talið er að eignir hans nemi
allt að 3.000 milljörðum íslenskra króna.
Stærstur hluti gjafarinnar, 10 milljón hlut-
ir, sem metnir eru á tæplega 2.100 milljarða
íslenskra króna, í Berkshire Hathaway,
fjárfestingasjóði Buffetts, rennur til góð-
gerðastofnunar Bill Gates, stofnanda og
stjórnarformanns bandaríska hugbún-
aðarrisans, og eiginkonu hans. Stofnun
þeirra Gateshjóna, sem ber nafn þeirra
beggja, berst gegn sjúkdómum og vinnur
að aukinni menntun í þróunarríkjunum.
Á síðasta degi sumarmánaðarins bár-
ust þær fréttir vestan Atlantsála, að í
bígerð væru viðræður bílaframleið-
endanna General Motors, Nissan og
Renault um samstarf á sviði bílafram-
leiðslu. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk
Kerkorian átti frumkvæðið að viðræðun-
um en fjárfestingarfélag hans var einn af
stærstu hluthöfum í GM, sem hefur átt við
hallarekstur að stríða og sagt upp þúsund-
um starfsmanna og lokað verksmiðjum
til að snúa afkomunni við. Kerkorian var
bjartsýnn á árangur viðræðna þrátt fyrir
andstöðu æðstu stjórnenda GM og lýsti
því yfir að hann myndi auka við hlut sinn í
GM ef af samstarfinu yrði. Forsvarsmenn
bílaframleiðendanna funduðu sumarið á
enda en bjartsýni þessa aldraða auðkýf-
ings snerist upp í helber vonbrigði þegar
nær dró haustdögum.
Hluthafar Arcelor gáfu sig loksins
skömmu fyrir júnílok eftir að Mittal Steel
hafði hækkað yfirtökutilboð sitt talsvert
frá fyrsta boði. Fyrirtækin skelltu nöfn-
unum saman og úr varð Arcelor-Mittal,
langstærsti stálframleiðandi í heimi.
Ekki er ljóst hvort hinn almenni neyt-
andi var jafn ánægður í Bandaríkjunum en
undir lok mánaðar tilkynnti Ben Bernanke,
seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að ákveð-
ið hefði verið að hækka stýrivexti bankans
enn á ný um fjórðung úr prósenti og fóru
þeir við það í 5,25 prósent. Þetta var 17.
hækkun bankans á tveimur árum og gaf
Bernanke í skyn að nú væri endi bundinn
á hækkanaferlið. Sú varð raunin enda
hreyfðust stýrivextirnir ekkert það sem
eftir lifði árs.
„Við teljum að Renault
og Nissan séu opin fyrir
því að starfa með General
Motors.“
Úr bréfi frá Kirks Kerkorian til stjórnenda General Motors í júní.
Nokkuð hafði hitnað undir æðstu stjórn-
endum EADS og dótturfélagi þess, Airbus,
vegna tafa á afhendingu A380 risaþotn-
anna. Úr varð að Noel Forgeard, aðstoð-
arframkvæmdastjóri EADS og Gustav
Humbert, forstjóri Airbus, sögðu upp
störfum sínum á öðrum degi júlímánaðar.
Þá var sala á hlutabréfum þeirra í flug-
vélasmiðjunum rannsökuð en þeir voru
taldir hafa komið bréfunum í verð áður en
greint var frá töfum á afhendingunni.
Og enn af Enron því Kenneth Lay, fyrr-
um forstjóri og stjórnarformaður fyrir-
tækisins, lést af völdum hjartaáfalls í sum-
arhúsi sínu í Colorado í Bandaríkjunum
að morgni dags 5. júlí. Hann var 64 ára
að aldri. Fregnin kom flatt upp á marga
enda hafði dómur fallið í Enronmálinu
rúmum mánuði áður og átti Lay yfir höfði
sér áratuga fangelsisdóm fyrir stórfelld
fjársvik og fyrir að falsa afkomutölur
fyrirtækisins.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í
hæstu hæðir um miðjan mánuðinn þegar
Ísraelsher gerði innrás gegn liðsmönn-
um Hizbollah-samtakanna í suðurhluta
Líbanon. Vart var á bætandi stöðu mála
í Mið-Austurlöndum. Hráolíuverðið tók
stórt stökk upp á við í 78 dali á tunnu og
hafði það aldrei verið hærra. Hækkanirnar
höfðu mikil áhrif víða um heim, ekki síst á
afkomu bílaframleiðenda í Bandaríkjunum,
sem höfðu átt við rekstrarvanda að stríða
um langt bil. Olíuverðshækkanirnar bættu
ekki úr skák enda sneri margur bíleigand-
inn baki við bensínfrekum risajeppanum
og festi kaup á sparneytnum og umhverf-
isvænum bílum frá Japan.
Japanski seðlabankinn spilaði fram
nokkuð óvæntu trompi á sama tíma
með 25 punkta hækkun stýrivaxta.
Greiningaraðilar voru á einu máli um
að þetta hefði verið söguleg stund því
stýrivextir bankans höfðu staðið í núll
prósentum frá því í ágúst árið 2000 en þá
voru þeir núllstilltir til að bregðast við
efnahagslægð sem reið yfir Asíu þremur
árum fyrr.
Undir lok mánaðar birtu svo bandarísku
bílaframleiðendurnir afkomutölur sínar
fyrir annan ársfjórðung. Niðurstöðurnar
voru síður en svo jákvæðar og urðu til
þess að fyrirtækin urðu að herða sultar-
ólina enn frekar og segja fleirum upp auk
þess sem gripið var til ýmissa leiða til að
hagræða í rekstrinum.
„Með ákvörðuninni í dag
er horft til þess að við-
halda stöðugleika og hag-
vexti til langs tíma.“
Tilkynning frá Seðlabanka Japans þegar stjórn hans
hækkaði stýrivexti um 25 punkta 14. júlí 2006.
Ágústmánuður var nokkuð tíðindalít-
ill. Í annarri viku mánaðar ákvað stjórn
Seðlabanka Bandaríkjanna að halda stýri-
vöxtum óbreyttum í 5,25 prósent. Þetta
var nokkuð sögulegur áfangi, því þar með
var endi bundinn á samfelldar hækkanir
á stýrivöxtum bankans síðastliðin tvö ár
á undan.
Aðrir seðlabankar fylgdu í kjölfarið
en undir lok mánaðarins ákvað evrópski
seðlabankastjórinn Jean-Claude Trichet
að grípa til sömu aðgerða og kollegi hans
vestanhafs og halda vöxtunum óbreyttum.
Hátt eldsneytisverð jók enn á vandræði
og hallarekstur bandarískra bílaframleið-
enda. Neytendur virtust alfarið hafa snúið
baki við stórum bensínhákum og sátu
framleiðendur á borð við General Motors,
Ford og Chrysler uppi með talsvert meira
af óseldum sportjeppum en áætlanir höfðu
gert ráð fyrir. Fyrirtækin gripu til frekari
aðgerða til að draga saman í rekstrinum,
seldu frá sér dótturfélög og skáru niður
í mannahaldi. Þá skipti Ford um mann í
brúnni en Bill Ford, forstjóri og afkom-
andi stofnanda fyrirtækisins, fór út fyrir
Alan Mulally, fyrrum forstjóra Boeing.
Og meira af aðhaldi því samstarfsviðræð-
ur bílaframleiðendanna GM, Nissan og
Renault sigldu í strand í upphafi mánaðar
og var þeim slitið í kjölfarið eftir fjög-
urra mánaða fundahöld. Þrátt fyrir bága
fjárhagsstöðu GM taldi félagið sig leggja
meira af mörkum til samstarfs og náðust
ekki sættir um málið. Kirk Kerkorian lýsti
yfir sárum vonbrigðum með niðurstöðuna
og losaði hann sig við um helming bréfa
sinna í bandaríska bílaframleiðandanum í
mótmælaskyni.
Fjárfestar víða um heim brostu hins
vegar út í eitt um miðjan mánuðinn enda
ruku hlutabréfavísitölur víðs vegar í áður
óþekktar methæðir. Indverska hlutabréfa-
vísitalan Sensex náði sömu hæðum undir
lok september í kjölfar birtingar hagtalna,
sem bentu til ágæts hagvaxtar í land-
inu. Fjárfestar þar í landi kættust enda
stefndi allt í að hlutabréfavísitalan væri
BARIST UM BRETLAND
Yfirtökutilraunir og samrunar kauphalla í Evrópu settu
mark sitt á viðskiptafréttir liðins árs. Árið hófst með
áframhaldandi tilraunum kauphalla til að sameinast
Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Í janúar end-
urtók ástralski fjárfestingabankinn Macquire leikinn frá
því í desember árið áður og gerði ríflega 166 milljarða
króna yfirtökutilboð í öll hlutabréf LSE. Tilraunin tókst
ekki enda stóð Carla Furse, forstjóri LSE, fast á sínu að
tilboðið væri of lágt og endurspeglaði ekki raunverulegt
virði markaðarins, sem hún taldi víst að myndi stækka á
næstu árum.
Furse sat við sama keip þegar bandaríski hlutabréfa-
markaðurinn Nasdaq lagði fram 336 milljarða króna
yfirtökutilboð í markaðinn í marsmánuði. Lítið lá hins
vegar fyrir um framtíðarhorfur LSE, einnar elstu kaup-
hallar Evrópu. Ákvörðun Furse að skella skollaeyrum við
gylliboðum annarra kauphalla gladdi hins vegar hluthafa
bresku kauphallarinnar því þráfaldleg tilboð í hana hefur
keyrt gengi hennar upp á við.
Stjórn Nasdaq ákvað að draga tilboðið til baka undir
lok mars. Um hálfum mánuði síðar lagði bandaríski sjóð-
urinn svo fram trompið er hann greindi frá því að hann
hefði gert samkomulag við einn stærsta hluthafa LSE og
tryggt sér rétt rúma 38 milljón hluti í markaðnum sem
jafngildir 15 prósent hlutabréfaeignar. Hlutafjáreignin
í LSE jókst hægum skrefum og undir lok nóvember
hafði Nasdaq nælt sér í 28,75 prósent hlutafjár í LSE.
Markmiðið með kaupunum var af tvennum toga. Í fyrsta
Síðasta ár einkenndist af tilraunum hlutabréfamarkaða til að renna saman í eina sæng.