Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 44
123 120 195B A N K A H Ó L F I Ð
Hlutabréfavelta á síðasta við-
skiptadegi ársins 2006 slagaði
hátt upp í alla veltu ársins 2001
á innlendum hlutabréfamarkaði.
Veltan síðastliðinn föstudag nam
tæpum 113 milljörðum króna
sem mestmegnis var tilkomin
vegna færslu á eignarhlut FL
Group í Glitni frá Íslandi til
Hollands.
Til samanburðar nam heildar-
veltan á Verðbréfaþingi Íslands,
forvera Kauphallarinnar, 137
milljörðum króna árið 2001.
Þetta var annað versta ár sem
fjárfestar hafa upplifað á inn-
lendum hlutabréfamarkaði en
Úrvalsvísitalan féll um ellefu
prósent frá árinu áður.
Breyttir tímar
Sterkur orðrómur er í gangi
um að Árvakur, útgáfufélag
Morgunblaðsins, komi til með að
taka að fullu yfir Ár og Dag og
þar með Blaðið.
Nokkur óróleiki er sagð-
ur hafa farið í gang yfir sam-
starfi Sigurðar G. Guðjónssonar,
stjórnarformanns Árs og dags,
við Baug á tímaritamarkaði, en
hann var einnig í forsvari fyrir
Birtíng, sem að stærstum hluta
var seldur til Hjálms, sem er í
eigu Baugs.
Samkvæmt heimildum
Markaðarins hefur sú hugmynd
að Árvakur taki alveg yfir Blaðið
verið rædd í eigendahópnum, en
sé samt ekki lengra komin en
það.
Ljóst er að Árvakur hefur
áhuga á Blaðinu, enda keypti
félagið sig inn í það. Spurning
er bara hver er í kjörstöðu til að
selja hverjum.
Milli steins
og sleggju
Ekki þarf sérfræðinga til að
gera sér grein fyrir því að
aldrei hefur fleiri flugeldum
verið skotið á loft eins og síðasta
gamlárskvöld.
Sérfræðingar áætla að
Íslendingar hafi varið um hálf-
um milljarði í flugeldakaup
þessi áramótin. Það er í takt
við annað að slíkar fjárhæðir
séu nefndar í slíku samhengi.
Hér á árum áður var slík fjár-
hæð talin þokkalegur hagnaður
stærstu fyrirtækja landsins. Nú
er öldin önnur og hálfur millj-
arður þykir ekki tilefni stórra
yfirlýsinga eða tíðinda, en það
verður að segjast eins og er að
hann er býsna fallegur þegar
hann brennur.
Hálfur milljarður
á lofti
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
AUGL†SINGASÍMI
550 5000