Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 45
Heilsuefling verður stór liður í
starfsemi nýs hótels sem opnað
verður á morgun 4. janúar að
Efri-Vík í Landbroti. Það heitir
Hótel Laki.
„Það er erfitt að ná mér í rúminu
því nóg er að gera og nú flýgur
tíminn,“ segir Eva Björk Harðar-
dóttir í Efri- Vík glaðlega þegar
slegið er á þráðinn til hennar á
tíunda tímanum einn morguninn
og spurt hvort verið sé að vekja.
„Við erum á lokasprettinum með
fyrsta áfanga hótelsins af þrem-
ur. Þar eru 16 herbergi, matsalur,
nýtt eldhús og bar. Svo erum við
búin að breyta gamla íbúðarhús-
inu í stórt lobbý, brjóta niður
veggi og breyta.“
Samhliða hefðbundnum rekstri
í gistingu, veitingasölu, ráð-
stefnuhaldi og veislum verður
svokölluð Heilsulind stór þáttur í
starfsemi Hótel Laka að sögn Evu
Bjarkar. „Við erum að setja upp
dagskrá með heilsutengdum við-
burðum og höfum fengið í lið með
okkur um 20 bestu sérfræðinga
landsins í mataræði, líkamsrækt
og hvers kyns heilsueflingu. Þar
má nefna Nataliu B. Sirenko, Sól-
veigu Eiríksdóttur, Þorbjörgu
Hafsteinsdóttur, Goran yfirþjálf-
ara hjá Nordica Spa, Ester Guð-
mundsdóttur sem unnið hefur
með matarfíkla og lithimnufræð-
inginn Lilju Oddsdóttur. Einnig
verðum við með spákonu sem
rýnir í framtíðina og miðla, rope
joga-meistara og heilun, fyrir
utan heita potta og sauna sem við
höfum boðið uppá lengi. Þannig
að nú getur fólk gefið heilsubótar-
helgi á Hótel Laka í tækifæris-
gjafir!“
Efri-Vík er um fimm kílómetr-
um sunnan við Kirkjubæjar-
klaustur. Margir hafa notið þess
að dvelja þar í heimagistingu og
smáhýsum því ferðaþjónusta
hefur verið rekin þar í áratugi af
foreldrum Evu Bjarkar, Herði
Davíðssyni og Salóme Ragnars-
dóttur. Síðustu ár hafa þau Eva
Björk og Þorsteinn Kristinsson
maður hennar tekið fullan þátt í
rekstrinum og nú mun nafnið á
fyrirtækinu breytast. Eva Björk
er spurð út í það. „Laki er þekkt
örnefni í nágrenni okkar og því
fylgir mikil orka. Það bendir til
hræringa og breytinga, hita og
krafts. Við ætlum að reyna að
starfa þannig. Það má líka geta
þess að golfklúbburinn hér heitir
Laki og golfvöllurinn er á gamla
túninu okkar.“
Heimasíða hótelsins er þó enn
sem komið er www.efrivik.is.
Lífsstílshótelið Laki
KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA
Heimagisting á besta stað í bænum.
Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905
Chitralada-höllin í Bangkok er heimili Bhum-
ibol Adulyadej konungs og Sirikit drottningar
Taílands. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari
Fréttablaðsins, heimsótti konungshöllina ný-
lega.
Höfuðborgin Bangkok er stærsta og fjölmennasta
borg Taílands. Í borginni, sem er þekkt á máli heima-
manna sem Krung Thep, búa samkvæmt opinberum
tölum um það bil 6,4 milljónir manna. Sannleikurinn
er hins vegar sá að í borginni búa og starfa allt upp í
15 milljónir manna.
Straumur ferðamanna til borgarinnar hefur aukist
jafnt og þétt síðustu ár og er borgin nú vinsælasti ferða-
mannastaður í Asíu. Eitt helsta aðdráttarafl ferða-
manna í borginni er Chitralada-konungshöllin sem er
ein af þremur höllum konungsfjölskyldunnar í borg-
inni. Höllin og umhverfi hennar eru sveipuð sannköll-
uðum ævintýraljóma, girðingin umhverfis hallargarð-
inn þykir vera einstaklega falleg smíði og innan hennar
eru gylltir þaktoppar, íburðarmiklar styttur og glæsi-
legir listmunir sem gnæfa yfir gesti hallargarðsins.
Bhumibol konungur, sem nú situr að krúnunni, er fyrsti
konungurinn af ætt sinni til þess að búa í höllinni, en
hann fluttist í höllina eftir að eldri bróðir hans, Rama
VIII konungur, lét lífið með dularfullum hætti í annarri
konungshöll í borginni.
Íburðarmikið
listasafn konungs