Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 54
„Ég er kominn ósköp vel á veg
og veit í hjarta mér að sjái ég
trippi eða folald fara um haga
á það fleiri daga
framundan en ég.“
Marteinn Lúther bannfærður
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð-
borgarsvæðisins, fór í fyrstu eftirlits-
göngu sína í nýju umdæmi í gær.
Höfuðborgarumdæmið hóf starfsemi
sína á nýársdag þegar lögregluemb-
ættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafn-
arfirði voru sameinuð, en fyrsti virki
starfsdagurinn var í gær. „Svona hefð-
bundin starfsemi á virkum dögum fór
öll í gang núna,“ sagði Stefán í samtali
við Fréttablaðið í gær.
Hann sagði breytingarnar hafa
gengið ótrúlega vel, en þær hafa verið
í undirbúningi í hálft ár. „Öll kerfi
virkuðu og allir starfsmenn taka full-
an og virkan þátt í þessu og mæta þess-
um breytingum með jákvæðni og brosi
á vör. Það er lykillinn að góðum
árangri,“ sagði Stefán. Hann sagði
embættið þó ekki vera fullskapað á
öðrum degi. „Við erum ekki með allt
saman klárt og tilbúið og mótað upp í
topp – enda væri það óeðlilegt, því lög-
reglan á að þróast í takt við það
umhverfi sem hún býr í og þjónar,“
bætti hann við.
Eitt markmiðið með sameiningunni
var að gera löggæslu sýnilegri, og
sagði Stefán eftirlitsgönguna um
miðbæ Reykjavíkur hafa verið lið í
því. „Þetta er það sem við munum
gera, ekki bara ég, heldur allir yfir-
menn hjá þessu nýja embætti. Þetta er
mikilvægt fyrir sýnilegu löggæsluna,
og einnig mikilvægt fyrir yfirmenn til
að vera í tengslum við íbúana og það
sem er að gerast í umdæminu,“ sagði
Stefán. „Við þurfum nú einhverjum
tíma að eyða fyrir aftan skrifborðin
líka, en við ætlum að taka virkan þátt í
þessari starfsemi,“ bætti hann við.
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,
Kjartan Stefánsson Keen
listmálari, Lundi, Skagaströnd,
lést 22. desember.
Örn Smári Kjartansson Bjarney Vala Steingrímsdóttir
Árdís Kjartansdóttir Hjörleifur Jóhannesson
Kristín Þóra Kjartansdóttir Hlynur Hallsson
Guðlaug Ásta Stefánsdóttir Vazquez
og barnabörn.
Sambýlismaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
Ólafur Jónsson
fyrrverandi formaður Landssambands
eldri borgara,
lést í Sunnuhlíð í Kópavogi á gamlársdag.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir
Bjarni Ólafsson Kristín Indriðadóttir
Anna Ólafsdóttir Björn Jónsson
Hafdís Ólafsdóttir Guðmundur Einarsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús E. Baldvinsson
úrsmíðameistari, Hvassaleiti 58, Reykjavík,
lést þann 30. desember síðastliðinn á Landspítalanum
í Fossvogi. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 5. janúar kl. 11.00.
Unnur H. Benediktsdóttir
Erla Magnúsdóttir Örn Þórhallsson
Guðrún Magnúsdóttir Jón Sveinsson
Þuríður Magnúsdóttir Björn Á. Ágústsson
barnabörn og langafabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
Svavar Sigurðsson
vélvirki, Völvufelli 14, Reykjavík,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn
23. desember. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju
föstudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Ellen Ingibjörg Árnadóttir
Gunnar Svavarsson Lára Sveinsdóttir
Örn Svavarsson Anna Kristín Sigurjónsdóttir
Guðmundur Sigurðsson Ólöf Jóhannsdóttir
Hinrik Þór Harðarson Guðbjörg Óskarsdóttir
Árni Már Harðarson
Gerður Björk Harðardóttir Kjartan Ólafsson
Björg Gunnarsdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir
Lilja Gunnarsdóttir María Gunnarsdóttir
Viktor Örn Arnarson Daníel Sigþór Arnarson
Aron Gunnar Halldórsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir
og amma,
Sigrún J. Jóhannsdóttir
Mávahlíð 36, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 29.
desember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast
afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karítas, sími 551
5606 milli kl. 9 og 10.
Sigurður J. Stefánsson
Jóhann Kristján Kristjánsson Anna B. Gunnarsdóttir
Ingólfur Davíð Sigurðsson Rósa Árnadóttir
og barnabörn.
Elskuleg systir okkar,
Jóhanna María
Jóhannsdóttir
andaðist á sjúkrahúsi Neskaupstaðar 22. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 4. janúar kl 14.
Sigríður Jóhannsdóttir Ármann Jóhannsson
og aðrir aðstandendur.
Útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Rögnu Björnsson
Ásvallagötu 24, Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. janúar
kl. 15.00.
Jón Ásgeir Sigurðsson Margrét Oddsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Þórir Haraldsson
Björn Sigurðsson Hekla Smith
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Olga Gísladóttir
Kirkjulundi 8, Garðabæ, áður Heiðragerði
90, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn
1. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Sigurðsson
Erla Fríður Sigurðardóttir Ingvar Friðriksson
Fríður Sigurðardóttir Ari Guðmundsson
Guðmundur Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað í dag, 3. janúar, vegna jarðarfarar Maríu Sigmundsdóttur.
STOFNAÐ 1956