Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 56

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 56
Mér leiðast flest mót. Sérstaklega íþrótta- mót, mannamót en fyrst og fremst mót mánaða og ára. Þessi tímamót virðast hafa þann tilgang einan að afmarka þjáning- ar og leiðindi á lífs- leiðinni og auðvelda lánadrottnum að halda utan um skuldir vorar, reikna vexti og dráttarvexti ofan á þær og inn- heimta eftirstöðvar fortíðarsukks, sem væri auðvitað bara nútíðar- sukk ef það þyrfti ekki alltaf að vera að rjúfa þá sögulegu sam- fellu, sem fábreytileg tilveran er, með mánaða- og áramótum. Áramótin eru stærri og því verri en mánaðamótin en þá þykir tilefni til að staldra við, þakka fyrir liðið ár og óska fólki velfarn- aðar á því næsta. Allt frekar inni- haldslaust enda orðin tóm. Sú iðja að standa eins og glópur á áramótum, líta um öxl og reyna um leið að spá fyrir um hið óorðna er fánýt en lýsandi fyrir það hversu mikinn óþarfa ys og þys við erum með út af einhverju jafn sjálfsögðu og að 1. janúar taki við af 31. desember. Þetta er alltaf í meginatriðum eins, ár eftir ár og dag eftir dag, ef því er að skipta. Íslendingar eru enn sem fyrr grobbnir vitleysingar og oflátung- ar og í útlöndum er saklaust fólk brytjað niður af einbeittum vilja og geðveiki. Stundum meira að segja með sérstakri blessun Íslendinga. Það er ekki mikið varið í að staldra við og rifja þetta upp, sérstaklega í ljósi þess að það eina sem annálar gera er að færa manni heim sanninn um að mannkyninu er fyrirmunað að læra af sögunni og reynslunni. Á nýliðnu ári voru framin mögnuð umhverfishryðjuverk og harðstjóri var hengdur. Þessi ill- virki sem og mörg önnur voru framin í skjóli þess að þau væru Íslendingum og mannkyni öllu til heilla en samt verður árið 2007 ekkert betra en árin á undan enda á enn eftir að sökkva miklu landi, drepa fullt af fólki og nota for- dæmd meðul illvirkja á þá sjálfa. Vituð þér enn eða hvað?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.