Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
Til Hollands | Oddaflug, eignar-
haldsfélag Hannesar Smárasonar,
hefur fært 19,77 prósenta hlut
sinn í FL Group til Oddaflugs BV í
Hollandi vegna hagstæðari skatta-
umhverfis þar.
Greina Kaupþing | Citigroup
hefur birt greiningu á Kaupþingi
og metur bankann á þúsund krón-
ur á hlut. Morgan Stanley hefur
einnig gefið út mat sem hljóðar
upp á 953 krónur á hlut.
Betri afkoma | Handbært fé frá
rekstri ríkissjóðs jókst um 52
milljarða króna á fyrstu ellefu
mánuðum síðasta árs. Þetta er
30,1 milljarði hagstæðari niður-
staða en ári áður.
Evruskráning undirbúin |
Kauphöllin vill að fyrirtæki lands-
ins hafi val um hvort þau skrái
hlutabréf sín í krónum eða evrum.
Vonast er til að svo geti orðið á
seinni hluta þessa árs.
Fyrsta krónubréfið | Bankinn
ABN Amro gaf í vikunni út fyrsta
krónubréf ársins fyrir þrjá millj-
arða króna. Bréfið er með gjald-
daga 11. janúar 2008 og ber fjór-
tán prósenta vexti.
Geysir stofnað | FL Group, Glitnir
og VGK-Hönnun hafa stofnað
fjárfestingarfélagið Geysir Green
Energy. Félagið mun fjárfesta í
verkefnum tengdum sjálfbærri
orkuframleiðslu.
Góð spá | Greining Glitnis spáir
því að úrvalsvísitalan hækki um
fimmtung á árinu. Það er nokkuð
meira en árið 2006 þegar vísitalan
hækkaði um 15,8 prósent.
Forstöðumaður
Hagfræðistofnunar
Heillaður af
hagfræði
14
Hlutabréfaárið 2007
Fjármála-
fyrirtækin
draga vagninn 8
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Skógrækt
Getur breytt
útblæstri í peninga
10-11
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
„Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar,“
segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar-
deildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið
ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyr-
irtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt. Taki
hins vegar mörg fyrirtæki upp á því að gera upp í
evrum segir hann að hlutabréfamarkður hér breyt-
ist og færist undan áhrifavaldi Seðlabankans.
„Það eitt að innlánsstofnun færði eigið fé sitt í
erlenda mynt hefur ekki úrslitaáhrif á miðlun pen-
ingastefnu Seðlabankans,“ segir Ásgeir og bendir
á að ef erlendur banki myndi kaupa íslenskan,
eða hefja starfsemi hér, væri hann með erlent
eigið fé. „Eftir stendur að útlán og innlán ein-
staklinga og fyrirtækja í krónum verða óbreytt.
Vaxtaleiðnin í gegnum bankakerfið, frá stýrivaxta-
ákvörðun Seðlabankans yfir í ákvörðun um útlána-
vexti bankanna verður sú hin sama.“ Að sumu
leyti segir Ásgeir jafnvel gæti peningamálastefna
Seðlabankans virkað betur ef bankarnir væru með
erlent eigið fé vegna samspils gengishreyfinga og
Basel reglna um eiginfjárhlutfall banka. En það
þýðir að í hvert sinn sem krónan hækkar, lækkar
eiginfjárhlutfall bankastofnana mælt í innlendri
mynt og kostnaðurinn við innlend útlán eykst á
eiginfjárgrunni. Við þetta mun eigið fé í erlendri
mynt vinna með peningamálastefnu Seðlabankans
og mögulega auka virkni peningamálaðgerða. Þetta
er algerlega öfugt við það sem nú er, þar eigið féð
er í innlendri mynt en stór hluti efnahagsreiknings
í erlendri. Þannig til að mynda jók gengishækk-
un krónunnar 2004-2005 eiginfjárhlutfall íslenskra
banka og gerði innlend útlán ódýrari.
Ef hins vegar ef mörg íslensk fyrirtæki færu
að færa eigið fé sitt í evrur eða aðra erlenda
gjaldmiðla myndi það leiða til þess að hlutabréfa-
markaðurinn lenti utan við áhrifasvið peninga-
málastefnu Seðlabankans að einhverju leyti. Þá
væri hægt að kaupa hlutabréf á móti láni í evrum
og krónan stæði þar alfarið fyrir utan. Ásgeir segir
svo álitamál hversu mikil áhrif peningamálastefna
Seðlabankans hafi á hlutabréfamarkað, enda hafi
hann hækkað í gegn um allt stýrivaxtahækkunar-
ferli bankans. „Hlutabréfamarkaður virðist hins
vegar gríðarlega viðkvæmur fyrir gengi krónunn-
ar. Hann yrði því ef til vill ekki jafnkvikur ef hann
væri ekki undir krónunni.“
Ásgeir segir ljóst að krónan sé orðin mjög óvin-
sæl en er afar vantrúaður á að hér verði tekin upp
evra með einhliða aðgerð vegna þess hversu mikill
kostnaður yrði því samfara. „Ef við ætluðum að
taka upp evruna einhliða yrði íslenska ríkið að taka
erlent lán fyrir að minnsta kosti. nokkur hundruð
milljarða króna, til þess að skipta út peningamagn-
inu sem er í umferð sem væri fremur dýr aðgerð
auk þess sem erfitt væri að vera án lánveitenda til
þrautavara. Það er efalaust að gengisóstöðuleiki
krónunnar er að verða mjög þung byrði á íslensku
atvinnulífi sem virðist ætla að þyngjast eftir því
sem útrásinni vindur áfram. Hins vegar hefur
krónan að einhverju leyti verið gerð að blóraböggli
því óstöðuleiki hennar er aðeins endurvarpið af
þeirri þenslu sem ríkir í atvinnulífinu.“
Frásagnir af andláti
krónunnar eru ýktar
Miðlun peningastefnu Seðlabankans kynni að verða skil-
virkari ef bankar færðu eigið fé yfir í erlenda mynt. Hluta-
bréfamarkaður færist hins vegar undan áhrifasviði bankans.
Gangi spá Greiningar Glitnis
eftir um 21 prósenta hækk-
un Úrvalsvísitölunnar á árinu
2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig.
Samanlagður hagnaður þeirra
félaga sem Glitnir spáir fyrir um
verður um 250 milljarðar króna á
árinu sem var að líða, þar af nam
hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88
milljörðum króna. Sem fyrr eru
það fjármálafyrirtæki og fjárfest-
ingafélög sem taka stærstan hluta
af hagnaðarkökunni.
Kaupþing, FL Group,
Landsbankinn og Exista högn-
uðust öll yfir þrjátíu milljarða
króna á síðasta ári miðað við
spár Glitnis og Straumur var þar
nálægt. Heildarhagnaður mun
dragast saman á árinu 2007 frá
nýliðnu ári sem einkenndist af
miklum gengis- og söluhagnaði.
Að mati Glitnis skila rekstrar-
félögin lakari ávöxtun en fjár-
málafyrirtækin í ár. Aðstæður
eru samt sem áður ágætar í árs-
byrjun, frekari ytri vöxtur fyrir-
tækja er í sjónmáli sem verður
studdur með góðu aðgengi að
fjármagni og auknum sýnileika
íslenskra fyrirtækja erlendis.
Spáð er hagnaðaraukningu á árinu
2008 frá árinu 2006. - eþa/ sjá bls. 8
Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu
Greining Glitnis spáir fjórum félögum yfir 30 milljarða hagnaði árið 2006.
Nettóstaða viðskiptabankanna
í erlendum gjaldeyri jókst um
rúmlega 80 milljarða króna í
desember og var 188,5 milljarðar
króna í árslok, að því er fram
kemur í morgunkorni Glitnis.
Gjaldeyrisstaðan er sögð jafn-
gilda tæplega 23 prósentum af
eigin fé bankanna. „Og hefur
það hlutfall ekki áður verið jafn
hátt,“ segir Glitnir. Samkvæmt
reglum Seðlabankans má nettó-
staða hvers banka ekki fara yfir
30 prósent af eigin fé nema til-
gangurinn sé að verja eiginfjár-
hlutfall bankans. „Líklegt er að
slík undanþága hafi verið veitt
einhverjum bankanna þriggja
og má telja líklegast að það sé
Kaupþing.“
Í morgunkorninu er velt
upp þeirri spuringu hvort fleiri
bankar kunni að fylgja fordæmi
Straums-Burðaráss og færa eigið
fé sitt yfir í evru. „Þróun gjald-
eyrisjafnaðarins gæti gefið vís-
bendingu um að slíkt ferli sé í
gangi hjá einhverjum bankanna.“
- óká
Bættu við gjald-
eyri í lok árs
Verðbólga mældist 2,1 prósent á
ársgrundvelli innan aðildarríkja
Efnahags - og framfarastofnun-
arinnar (OECD) í nóvember á
síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentu-
stiga hækkun frá sama tímabili
árið áður.
Þetta er nokkur viðsnúningur
frá fyrri verðbólgutölum á fjórða
ársfjórðungi innan aðildarríkja
OECD en verðbólgan lækkaði um
0,2 prósent í september en hélst
óbreytt í október.
Verðbólgan í nóvember var
eftir sem áður hæst í Tyrklandi
eða 9,9 prósent en næstmest hér-
lendis eða 7,3 prósent. Minnsta
verðbólgan mældist líkt og fyrr
í Japan eða 0,3 prósent og í Sviss
en þar mældist hún 0,5 prósent.
- jab
Næstmest
verðbólga hér
G
O
TT
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr.
30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af
Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er
vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar-
sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en
ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar
muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s-
l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa
á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar
EUR
3,2%*
GBP
5,7%*
ISK
13,3%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,3%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007.
Smáauglýsingasími
Þorvaldur Guðjónsson lærir tómstundafræði
við Háskóla Íslands. Samhliða náminuvinnur hann hjá Íþrótta- og tómstundReykjavík
fyrsta veturinn minn í félagsmiðstöð og e
búinn að vera að vin
Lærir tómstunda-
fræði
Vélar og tæki
[ SÉRBLAÐ UM VINNUVÉLAR – MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 ]
EFNISYFIRLIT
VÉLAR Á VETTVANGIFRAMKVÆMDANNAVélarnar við höfnina BLS. 2
DREKI SEM HEGGUR OGPLANTAR TRJÁM
Nýjung í landbúnaði BLS. 4
GEISLASPILARINN GERIRGÆFUMUNINN
Andri Stefánsson ekur lyftara
BLS.4
VINNUVÉLAR SÍFELLTUMHVERFISVÆNNINýr Evrópustaðall BLS. 6
ÞÆGILEGUR OGSPARNEYTINN
Reynsluakstur á RenaultT
Vélar á vettvangi
framkvæmdanna
Oliver sagður styðja Orkuátakið
Hafrannsókna-
skipin Árni Friðriksson og Bjarni
Sæmundsson hafa fundið loðnu á
Kolbeinseyjarsvæðinu djúpt norð-
ur af landinu. Um hrygningar-
loðnu er að ræða af þeim árgangi
sem á að halda uppi veiðunum á
þessari vertíð. Hingað til hefur
aldrei tekist að mæla þennan
árgang, hvorki sem seiði, ungloðnu
eða fullorðna loðnu, þrátt fyrir
margítrekaða leitarleiðangra Haf-
rannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunar, segir að vart hafi
orðið við loðnu á föstudag en skipin
þurft að leita vars við Grímsey
vegna veðurs. „Það er ekkert hægt
að segja um hversu mikið þetta er
enn þá en skipin vinna nú að mæl-
ingum á torfunni. Það kemur vænt-
anlega í ljós á næstu tveimur sólar-
hringum hversu mikið magnið er.“
Mælingar á loðnutorfunni eru
gerðar með sérstakri bergmáls-
tækni og þegar hafrannsóknaskip-
in hafa lokið bráðabirgðamælingu
er tekin ákvörðun um hvort ástæða
sé til nákvæmari mælinga. „Ef í
ljós kemur að torfan er stór þá
tekur stuttan tíma að gefa út bráða-
birgðakvóta út frá fyrstu mæling-
um. Það er þó alltof snemmt að
hugsa um það núna.“
Tvö loðnuskip voru einnig við
leit út af Langanesi í gær, á sigl-
ingu til móts við hafrannsókna-
skipin. Þriðja skipið er á leiðinni á
svæðið. Veður var þá ekki hagstætt
og töluverð ísingarhætta, sem
tefur fyrir skipunum við leit.
Veiðistofninn loksins fundinn
Vinna er langt komin
innan Framsóknarflokksins í
mótun samningsmarkmiða í
hugsanlegum aðildarviðræðum
við Evrópusambandið.
Sérstök Evrópunefnd flokks-
ins, undir formennsku Orra
Hlöðverssonar, hefur verið að
störfum frá hausti 2005 og mun
skila niðurstöðum á flokksþingi
Framsóknar í mars.
Orri segir það ekki í verka-
hring nefndarinnar að kveða upp
úr um framtíðarstefnu Framsókn-
arflokksins í Evrópumálum.
Unnið sé samkvæmt ályktun
flokksþingsins 2005 sem kveður á
um upplýsingaöflun og mótun
samningsmarkmiða.
Mótar markmið
í ESB viðræðum
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra telur sjálfsagt að
ræða um hvernig beri að haga
lögum og reglum um skipan veð-
málastarfsemi á netinu hér á landi í
framtíðinni. Hann segist ekki hafa
tekið afstöðu í málinu.
Björn segir að því hafi verið
hreyft við sig óformlega hvort veita
beri íslenskum aðilum leyfi til að
reka veðmálaþjónustu á netinu.
Hann segir að rökin sem nefnd hafi
verið því til stuðnings séu að þá
renni spilaféð ekki alfarið til
erlendra fyrirtækja. Auk þess væri
með því hægt að setja reglur til að
takmarka áhættu fjárhættuspilar-
anna þannig að þeir geti einungis
spilað fyrir ákveðna upphæð.
Júlíus Þór Júlíusson, formaður
Samtaka áhugafólks um spilafíkn,
sat fund með Birni Bjarnasyni fyrir
jól þar sem þeir ræddu þessi mál,
Hann segir að 60 til 70 prósent
þeirra sem leiti til samtakanna spili
á netinu. Hann segist vita til þess
að fólk hafi tapað milljónum í fjár-
hættuspilum þar og nefnir sem
dæmi konu sem eyddi á þriðju
milljón króna á tíu dögum.
Óvirkur spilafíkill á þrítugsaldri
segist hafa eytt fimm milljónum í
fjárhættuspil á netinu á tveimur
árum. Hann byrjaði í spilakössun-
um en fór svo að spila á netinu því
honum fannst fólkið sem stundaði
spilasalina vera „ógeðslegt“. Að
sögn mannsins eru spilakassarnir
stökkpallur yfir í fjárhættuspil á
netinu.
Júlíus undirbýr greinargerð
sem hann ætlar að senda dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu. Inntak
hennar er að Alþingi þurfi að setja
lög til að koma í veg fyrir að Íslend-
ingar misnoti fjárhættuspil. Sam-
kvæmt hugmyndum Júlíusar mun
fólk þá ekki geta notað kreditkortin
sín á erlendum síðum þar sem hægt
er að spila fjárhættuspil.
Vill ræða framtíð
veðmála á netinu
Dómsmálaráðherra nefnir möguleika til úrbóta í veðmálastarfsemi á netinu.
Um 60 til 70 prósent spilafíkla spila á netinu. Formaður Samtaka áhugafólks
um spilafíkn segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk spili á erlendum netsíðum.
Við upphaf nýs sex
ára kjörtímabils síns sem forseti
Venesúela kynnti Hugo Chavez í
gær áform um að þjóðnýta
raforku- og fjarskiptafyrirtæki
landsins og fleiri róttækar
aðgerðir til að gera landið að
hrein-sósíalísku hagkerfi.
Chavez, sem sver í dag
embættiseið forseta í þriðja sinn,
boðaði jafnframt að hann vildi
breyta stjórnarskránni til að geta
svipt seðlabanka landsins
sjálfstæði sínu. Hann myndi enn
fremur fela þjóðþinginu, þar sem
samherjar hans hafa tögl og
hagldir, að samþykkja „röð
byltingarlaga“ í formi forsetatil-
skipana.
Boðar nýtt þjóð-
nýtingarátak
Lögmenn Einars
Benediktssonar, Geirs Magnús-
sonar og Kristins Björnssonar,
forstjóra olíufélaganna á árunum
1993 til 2001, krefjast þess að
máli ákæruvaldsins gegn
þremenningunum verði vísað frá.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Einar er enn forstjóri Olís en
Geir og Kristinn hafa látið af
störfum sem forstjórar Olíufé-
lagsins hf., nú Kers, og Skeljungs.
Ákæran á hendur Einari,
Kristni og Geir er í 27 liðum en
ákært er vegna almenns samráðs,
markaðsskiptingar og samráðs
við ákvörðun verðs á söluvörum,
afsláttar, álagningar og viðskipta-
kjara.
Krefjast frávís-
unar málsins