Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 21

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 21
Ranghermt var í Fréttablaðinu sl. laugardag að þeir sem njóta ferðaþjónustu fatlaðra gætu pantað bíl samdægurs. Frestun hefur orðið á gildistöku nýrra reglna um að fatlaðir geti pantað bíl með minnst þriggja tíma fyrirvara. Samkvæmt upp- lýsingum frá Maríu Rúnarsdóttur, verkefnastjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er ekki ljóst á þessari stundu hvenær þær breyt- ingar taka gildi. Fréttablaðið mun fylgjast með því máli en harmar að hafa gefið rangar upplýsingar nú í byrjun árs. Leiðrétting Ný gerð Hyundai Coupé er álitin eiga góða möguleika í Evrópu. Þriðja kynslóð af Hyundai Coupé, sem nefnist ein- faldlega Hyundai Coupé SIII, hefur vakið töluverða athygli. Ekki hvað síst vegna yfirhalningar sem bíll- inn hefur fengið og þykir hafa heppnast einstaklega vel. Gera framleiðendur sér vonir um að hún eigi eftir að auka vegsemd bifreiðarinnar sem fer í sölu á Evrópumarkaði innan skamms. Hinn nýi Hyundai Coupé er mun sportlegri en fyrri gerðir bílsins, en útlitsbreytingarnar taka til ýmissa þátta, þar á meðal bílgrindarinnar, ljósa og felgna. Er þá óupptalið það sem hefur verið breytt í bílnum inn- anverðum, til að mynda mælaborðinu, sem er almennt álitið mun flottara og útbúið fleiri eiginleikum en áður. Þá má velja um svart eða rautt leðuráklæði á sætin, eða eftir því hvernig bíllinn er á litinn. Vélarnar eru hins vegar þær sömu og áður. Minnsta gerðin er 1.6 DOHC 16V, 103 hestafl. Þar næst kemur gerðin 2.0 DOHC 16V 141 hestafl. Sú stærsta er 2.7 V6 DOHC 24V, en hún skilar 165 hestöflum. Eins og fyrr sagði eru framleiðendur Hyundai Coupé SIII vongóðir um að yfirhalningin muni auka sölu á bílnum. Sala á fyrri gerðum hefur ekki gengið sem skyldi og telja sumir að þar spili helst inn í útlit þeirra, sem þótti ekki samrýmast kröfum nútíma- neytenda. Andlitslyfting talin auka sölu Bílasýningin í Detroit hófst 7. janúar síðastliðinn. Bílasýning- in er ein sú mikilvægasta fyrir framleiðendur. Í 99 ár hefur athygli bílaheimsins beinst að Detroit í ársbyrjun. Þá sýna allir helstu bílaframleiðend- ur heims afurðir sínar, bæði þær sem ætlaðar eru fyrir markaðinn sem og hugmyndabíla sem ein- göngu eiga að vekja athygli og umtal. Á síðasta ári sóttu tæplega 800.000 manns sýninguna. 91 framleiðandi sýndi afurðir sínar, 70 bíla og 33 hugmyndabíla. Fjöld- inn er svipaður í ár en ljóst er að áherslan hefur færst í átt að umhverfisvernd og orkusparnaði. Hybryd bílar, dísilvélar og lífræn- ir orkugjafar eru fyrirferðarmikl- ir en inn á milli slæðist staka bens- ínsvelgur með 500 hestafla vél. Síðasta ár var erfitt fyrir marga bílaframleiðendur en þó eru nokkrir sem koma sterkir til leiks í Detroit með fullar hendur fjár. Lamorghini hefur aldrei selt fleiri bíla og Toyota stefnir hraðbyri á að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Bílasýningin í Detroit stendur yfir 7. til 21. janúar en hún verður opnuð almenningi 13. janúar. Ballið byrj- að í Detroit Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl . Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.