Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 23

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 23
Menntamálaráðherra hefur ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2007. Alls bárust þrjár umsóknir um samstarfssamninga og sóttu 38 aðilar um styrki til 69 verkefna. Á fjárlögum 2007 eru 51,1 milljón króna til atvinnuleikhópa. Til ann- arra atvinnuleikhópa en Hafnar- fjarðarleikhússins komu nú til úthlutunar samtals 34,4 milljónir króna. Brilljantín / Halldóra Malin Pét- ursdóttir o.fl., 800 þús. kr. til upp- setningar á leikverkinu Power of Love eftir Halldóru Malin Péturs- dóttur. Kómedíuleikhúsið / Elfar Logi Hannesson o.fl., 900 þús. kr. vegna leiklistarhátíðarinnar Act alone sem er helguð einleikjum. Möguleikhúsið / Pétur Eggerz o. fl., 4 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Í gær og á morgun eftir Svein Einarsson. Nútímadanshátíð í Reykjavík / Ólöf Ingólfsdóttir o.fl., 4 millj. kr. vegna nútímadanshátíðar í Reykjavík. Vatnadansmeyjafélagið Hrafn- hildur / Halla Margrét Jóhannes- dóttir o.fl., 5,6 millj. kr. vegna verkefnisins Draugaskipið. Draumasmiðjan / Margrét Péturs- dóttir o.fl., 4,5 millj. kr. til upp- setningar á leikverkinu Óþelló, Desdemóna og Jagó. Sokkabandið / Elma Lísa Gunnars- dóttir o.fl., 5,2 millj. kr. uppsetn- ingar á nútímasöngleiknum Hér og nú. Stoppleikhópurinn / Eggert Kaab- er o.fl., 2,4 millj. kr. til uppsetning- ar á leikritinu Hvar er tindurinn? eftir Þorvald Þorsteinsson. Artbox/Evrópa kvikmyndir / Rakel Garðarsdóttir o.fl., 7 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Faust. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð- ur og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi. Styrkir til leik- listarstarfsemi Nigel Watson mun halda fyrir- lestur í húsi Sögufélagsins við Fischersund um menningar- eign og munnlegar frásagnir. Fyrirlesturinn fer fram 11. janúar kl. 20.00. Watson kýs að útskýra umfjöllun- arefni fyrirlestursins með nokkr- um spurningum. Mega flytjendur tileinka sér frásagnir og söngva úr hvaða hefð sem er? Eru í því fólgnar gripdeildir á óáþreifan- legum menningararfi annarra eða er þess háttar tileinkun einmitt frjó rót skapandi misskilnings? Í heimi þar sem alþjóðleg valda- og viðskiptatengsl minna enn mjög á nýlendutímann krefst saga alþjóðlegra menningartengsla nánari rannsóknar sem og sam- bandið milli ritaðrar og munnlegr- ar sagnahefðar. „Get ég sem sögu- maður frá Wales gert þess háttar tilkall til Mabinogi, hins velska sagnakvæðis?“ spyr Watson. Watson hefur starfað sem flytj- andi, leikhúsmaður, tónlistarfræð- ingur, kennari og kennismiður hér og þar í heiminum í fjóra áratugi. Hann bjó á Íslandi 1975 og hefur sótt landið heim reglulega síðan, flutt einleiki og sagnakvæði hér og kennir nú í janúarmánuði hrað- námskeið um blústónlist og sam- berandi tónlistarfræði við mann- fræði- og þjóðfræðiskor Háskóla Íslands. Má syngja á hvaða tungumáli sem er? Mímir símenntun býður upp á fjölbreytt námskeið, bæði hagnýt og til skemmtunar, nú á vorönn. Skráning á námskeið vorannar stendur yfir en hún fer fram bæði í gegnum síma og á vef- síðu Mímis, www.mimir.is. Námskeiðum Mímis er skipt niður í fjóra flokka. Þeir eru gagn og gaman, menning og listir, tungumál og íslenska fyrir útlendinga. Námskeiðin innan hvers flokks fyrir sig eru fjölbreytt, en sem dæmi má taka námskeiðin Lífsstíll og markmiðasetning, Skrautritun, Feng shui fyrir heimilið, Manga – meira en bara myndir og orð – japanskar myndasögur, og auðvitað ýmis tölvunámskeið og námskeið fyrir börn og ungl- inga. Skráning hafin Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvöldskóli FB Bóknám - Verknám 130 áfangar í boði Stafræn myndvinnsla - Stafræn myndvinnsla fyrir byrjendur og lengra komna Raungreinar - Náttúrufræði, efnafræði, eðlisfræði, landfræði og stærðfræði Fjölmiðlafræði - Greinaskrif, myndvinnsla, ljósmyndun o.fl. Rafmagnsfræði - Heiti og hugtök, útreikningar og raflagnir Hjúkrun - Almenn aðhlynning, skyndihjálp og næringarfræði Viðskiptagreinar - Bókfærsla, lögfræði og markaðsfræði Myndlist - Teikning, skúlptúr og menningarsaga Tungumál - Danska, enska, spænska og þýska Tölvugreinar - Upplýsingatækni og ritvinnsla Húsasmíði - Uppbygging, smíði og burðarvirki Lögfræði - Réttarfar, viðskiptalögfræði Íþrótt ir - Fjallgöngur Innritun í FB Miðvikudagur 10. janúar frá kl. 17:00 til 19:00 Fimmtudagur 11. janúar frá kl. 17:00 til 19:00 Netinnritun á www.fb.is (kvöldskóli)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.