Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 25
Óðinn Andrason þriggja ára hefur mikinn áhuga á traktor- um. „Við þurftum að setja traktorinn saman,“ segir Óðinn Andrason þriggja ára skýr strákur á Akur- eyri sem að sögn foreldra sinna hefur mikinn áhuga á bílum, trakt- orum og öðrum stórum vélum. Óðinn á mikið safn af alls kyns traktorum og bílum auk þess sem hann fékk stóran flottan traktor í jólagjöf frá mömmu sinni og pabba. Auður, mamma hans, segir að aðrar gjafir hafi ekki fengið mikla athygli þegar traktorinn hafi komið í ljós undan jólapapp- írnum. „Fyrsta orðið sem hann sagði var Toyota,“ segir mamma hans hlæjandi og bætir við að Óðinn sakni jeppans sem þau hafi nú selt. Óðinn segist kannski ætla að verða bóndi svo hann geti keyrt traktora og gröfur allan daginn. „Við erum með stóran traktor í sveitinni og það er gaman að leika sér á honum,“ segir hann en mamma hans bætir inn í að um gamlan ónýtan traktor sé að ræða. Litlu bræður Óðins, tvíburarnir Askur Freyr og Ás Teitur, hafa einnig gaman af að leika sér með traktorana og Óðinn leyfir þeim að leika með sér. „Þeir sitja oft í kerrunni og láta Óðinn keyra sig um stofuna,“ segir mamma þeirra. Fyrsta orðið var Toyota Smábarnaskólinn við Ránar- grund er fyrir börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Hjallastefnan í leikskólamálum er mörgum að góðu kunn og nú hefur verið opnaður smábarnaskóli í Garðabæ undir sömu merkjum. Hulda Hákonardóttir veitir skól- anum forstöðu en hann er ætlaður börnum á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. „Skólinn var opnaður í nóvember síðastliðnum og hefur vakið mikla athygli og góð við- brögð,“ segir Hulda og bætir því við að börnin sem eru í skólanum núna séu öll orðin eða alveg að verða eins árs vegna biðlista. Hjallastefnunni er fylgt en ekki út í ystu æsar. „Í venjulegum Hjallastefnuskóla er ekki mikið af leikföngum heldur áherslan lögð á sköpunargleði og samskipti en svona lítil börn eru lítið að spá í hvert annað. Þau læra mest á því sem þau hafa í höndunum. Svo það skiptir máli hvað það er. Krakkar á þessum aldri læra af efniviðnum sem þau hafa í höndunum og umhverfinu og hér erum við að þjálfa skynjun og lána þeim hluti með mismunandi lit, lögun og áferð til að læra af. “ Í smábarnaskólanum eru tutt- ugu og tvö börn og dvalarlengd er eins og foreldrar óska eftir, frá fjórum og upp í átta og hálfan tíma eða bara hefðbundinn leikskóla- dagur. „Húsnæðið sem við erum í er mjög sérstakt,“ segir Hulda. „Þetta er gamalt einbýlishús niðri við sjó sem var lagað að starfsem- inni og gert barnvænna. Það sem við höfum umfram alla leikskóla er að við erum með bílskúr þar sem er vagnageymsla svo börnin geta sofið úti í fersku lofti en eru samt alveg í skjóli. En auðvitað geta börnin líka sofið inni ef for- eldrarnir vilja.“ Bílskúrinn er tví- skiptur og í hinum endanum er leiksvæði þar sem meðal annars má finna innisandkassa og litla rennibraut. „Innileikvöllurinn er ætlaður til að brúa bilið yfir í það að fara út að leika,“ segir Hulda. „Mörg börnin eru svo nýfarin að labba að þau hafa kannski aldrei labbað í skóm. Þau eru klædd í útiföt og æfa sig að fara út að leika án þess að lenda í vindhviðum og regni sem auðveldlega feykja smáfólki um koll.“ Annað sem markar Smábarna- skólanum við Ránargrund sér- stöðu er næðið. „Það að vera með svona lítil börn gerir það að verk- um að það er mikil ró í húsinu. Á svefntíma er algjör kyrrð í húsinu því allir eru í sama takti.“ Matur er sendur frá Hjallastefnuskólan- um Ásum. „Reglulegar og örar máltíðir eru geysilega mikilvægar fyrir svona lítil börn svo það eru ávaxtatímar milli máltíða. Ef þau fá vel að borða og drekka vatn á meðan þau leika sér þá una þau sér svo miklu betur.“ Það er líka hægt að sameina þetta á skemmti- legan hátt. „Meðan við bíðum eftir sandkassanum fylltum við stóran bala af haframjöli og leyfðum börnunum að moka og leika sér með það. Þau borðuðu haframjölið fyrst og töluvert meira af því en sandinum núna,“ segir Hulda og hlær. „En haframjöl er bara hollt, sérstaklega ef maður passar að þau fái nóg vatn með.“ Nánari upplýsingar um smá- barnaskólann Ránargrund og Hjallastefnuna má finna á www. hjalli.is. Haframjölið vin- sælla en sandur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.