Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 28
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 3% 3% Actavis 5% 5% Alfesca -2% -2% Atlantic Petroleum 2% 2% Atorka Group 3% 3% Bakkavör 1% 1% FL Group 8% 8% Glitnir 4% 4% Hf. Eimskipafélagið 0% 0% Kaupþing 8% 8% Landsbankinn 8% 8% Marel 1% 1% Mosaic Fashions -2% -2% Straumur 3% 3% Össur 0% 0% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Bandarísku fjárfestingasjoðirnir Centaurus og Paulson hafa fyrir Viðskiptaráði Áfrýjunardómstóls Amsterdam í Hollandi farið fram á lögbann á aðgerðir sem stjónr fyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gripið til vegna hluthafa- fundar 18. þessa mánaðar. Þá hafa sjóðirnir farið fram á að rannsakaðir verðir stjórnunar- hættir innan samstæðunnar. Stjórn Stork samstæðunnar gafm 19. desember síðastliðinn út hlutabréf til Stichting Stork sem jafngilda 50 prósentum kosningabærra hluta í félaginu, að undanskildu einu atkvæði. Með því segja sjóðirnir að búið sé að taka frá hluthöfum í Stork allt ákvörðunarvald og fer fram á að tekið verði fyrir notkun hlutanna við atkvæðagreiðslu á hluthafa- fundinum síðar í mánuðinum. Sjóðirnir segjast harma að þurfa að leita til dómstóla í viðleitni til að vernda rétt hluthafa, en heim- ildin til sértækrar hlutabréfaút- gáfu líkt og stjórn Stork greip til er einungis sögð hafa verið til að verjast fjandsamlegri yfirtöku. Hluthafar Stork og stjórn samstæðunnar hafa deilt síðan í haust þegar samþykkt var á hlut- hafafundi að selja frá samstæð- unni hliðarstarfsemi, en stjórnin er á móti þeirri stefnu. Hér heima bíður Marel nið- urstöðu í deilunni, en auk þess að vera í hópi hluthafa, hefur félagið hug á að kaupa matvæla- vinnsluvélahlutann Stork Food Systems. - óká Fjárfestingarsjóðir kæra stjórn Stork Gefin voru út hlutabréf til að eyða áhrifum hluthafa. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Afkoma tískuverslanakeðjunnar Mosaic Fashions var langt undir væntingum greiningardeilda bank- anna á þriðja ársfjórðungi. Mosaic skilaði 1,4 millj- óna punda tapi (195 milljónum króna) á tímabilinu en til samanburðar gerði meðaltalsspá bankanna út frá upphaflegum spám ráð fyrir að hagnaður félagins yrði 7,8 milljónir punda eða 1,1 milljarður króna. Greiningardeild Kaupþings telur að full ástæða hefði verið fyrir félagið að senda frá sér afkomuviðvörun til Kauphallarinnar. Bréf í Mosaic lækkuðu um nítján prósent á síðasta ári, þar af um þrettán prósent á fjórða ársfjórðungi og um 4,4 prósent á síðasta viðskiptadeginum 2006. Richard Glanville, fjármálastjóri Mosaic, sagði í samtali við Markaðinn að ekki hefði þótt ástæða til að gefa út afkomuviðvörun að fenginni ráðgjöf íslenskra ráðgjafa sem er Kaupþing. Bæði töldu menn að íslenski markaðurinn hefði verið vel upp- lýstur um erfiðar aðstæður í breskri smásölu út frá skrifum sérfræðinga og fjölmiðla og auk þess birti félagið reikninga sína fjórum sinnum á ári sem eigi að gefa góða mynd af stöðu félagsins á hverjum tíma. „Ég tel að í Bretlandi þar sem menn tilkynna um afkomu félaga með sex mánaða millibili verði þetta mun mikilvægara. Þar sem við greinum frá afkomu okkar á þriggja mánaða fresti voru skil- yrði fyrir afkomuviðvörun ekki til staðar að okkar mati.“ Bent hefur verið á að mikil hlýindi í Bretlandi í haust hafi dregið úr sölu á fatnaði og þá á Oasis, stærsta vörulínan sem skapar 40-45 prósentum af heildartekjum félagsins, í vandræðum. Þótt vel gangi í erlendri útrás félagsins verða 80 prósent af tekjum Mosaic til á heimaslóðum. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, hjá greiningu Landsbankans, vill ekki taka svo sterkt til orða að þörf hefði verið á afkomuviðvörun þótt uppgjörið hefði klárlega verið undir væntingum. Áætlanir stjórnenda Mosaic hafa verið að lækka jafnt og þétt yfir reikningsárið í kjölfar uppgjöra. „Það hefur verðmyndandi áhrif á Mosaic að þeir eru ekki að ná markmiðum sínum.“ Guðmunda Ósk segir að stjórnendur Mosaic sjái ekki fram á viðsnúning hjá stærstu vörulínu félags- ins fyrr en um næstu páska. Smásöluverslun í Bretlandi er í lægð og bendir hún á að breskir smá- salar hafi verið að greina frá dræmum sölutölum í aðdraganda jólanna. Nóvembersalan gekk illa hjá Mosaic í Bretlandi en samkvæmt forsvarsmönnum Mosaic var viðsnúningur í kringum jólasöluna sem Glanville staðfestir. Glanville segir ennfremur að janúar hafi farið vel af stað hjá keðjunni. „Eftir langt tímabil af nið- urstöðum sem hafa verið undir væntingum erum við bjartsýnir á framhaldið. En því má ekki gleyma að hlutirnir breytast hratt á þremur til fjórum vikum hjá okkur í smásölunni.“ Ráðlagt að senda ekki frá sér afkomuviðvörun Greiningardeild Kaupþings taldi að Mosaic hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun eftir að afkoma félagsins var langt frá spám. Ráðgjafar Mosaic úr Kaupþingi voru á öðru máli. Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mán- uðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé. Stjórnin fengi þá heimild félagsins til að taka lán að upphæð allt að fimm milljörðum króna til fimm ára. Lánveitanda er heimilt að breyta höfuðstól skuldarinn- ar að viðbættum vöxtum í hluti í Icelandic í desember 2011. Þá getur hann einnig á vaxtagjald- dögum, þeim fyrsta 31. desember 2007, breytt öllu láninu eða hluta þess, að lágmarki tuttugu prósent- um höfuðstólsins, í hlutafé. - eþa Vill víkjandi lán Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Félögin fjögur eru FL Group, Glitnir, Landsbankinn og Straumur-Burðarás. Mesta aukn- ingin varð hjá Straumi á milli ára þar sem hlutfallið var tæplega 1,8. Almennt var veltuhraði hluta- bréfa svipaður og árið 2005. Veltuhraði er mikið notaður til að meta seljanleika hlutabréfa og þar með hversu góð verðmyndun bréfanna er. Hann er reiknaður sem hlutfall milli veltu og hluta- fjár félaga. - eþa Mestur seljanleiki bréfa í Straumi Skuldabréfaútgáfa Landsbankans á Bandaríkjamarkaði upp á jafn- virði 158 milljarða íslenskra króna í ágúst í fyrra er á lista fagtímaritsins Credit Magazine, einu stærsta tímariti heims um fjármála- og skuldabréfamark- aði, yfir bestu lántökur síðasta árs. Í rökstuðningi tímaritsins fyrir útnefningunni segir að skuldabréfaútgáfa bankans hafi boðað breytta tíma fyrir íslenska banka sem fyrr á árinu hafi sætt neikvæðri gagnrýni matsaðila. Ennfremur segir í rökstuðningn- um að tímaritið hafi valið lán- tökur, sem hafi verið vinsælar á meðal fjárfesta, sem gengu vel á erfiðum mörkuðum og hafi vald- ið straumhvörfum. Þá er bent á að lántakan hafi borið vott um gott aðgengi Landsbankans að fjármálamörk- uðum þrátt fyrir umrót í umhverfi íslensku bankanna í fyrra og staðfest mikið traust skulda- bréfafjárfesta á Landsbankanum og langtímastefnu hans. Í tilkynningu frá Lands- bankanum segir að skuldabréfa- útgáfan, sem var hluti af reglu- legri endurfjármögnun bankans, hafi verið í samvinnu við Bank of America, Citigroup og Deutsche Bank. Upphaflega hafi staðið til að gefa út skuldabréf fyrir einn milljarð dala en vegna mikillar eftirspurnar hafi fjárhæðin verið aukin í 2.250 milljónir dala. - jab Lán Landsbankans meðal þeirra bestu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.