Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 34
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Uppgjörstímabilið er í nánd í Kauphöll Íslands og bíða fjárfestar spenntir eftir fyrstu tölum. Greining Glitnis ríður á vaðið með fyrstu afkomuspá ársins en von er á svipuðum skýrslum frá kollegunum í Kaupþingi og Landsbankanum á næstunni. Í afkomuspánni frá Glitni er spáð fyrir um afkomu flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands á fjórða árs- fjórðungi nýliðins árs auk afkomu félaganna árin 2007 og 2008. LANGLEIÐINA Í 8.000 STIG Ekki verður annað sagt en að rífandi gangur sé á hlutabréfamarkaði um þessar mundir en Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 5,6 prósent frá áramótum þegar þetta er ritað. Greining Glitnis áætlar að vísitalan hækki um 21 pró- sent á þessu ári sem yrði öllu meiri hækkun en á síðasta ári þegar Úrvalsvísitalan hækk- aði um 15,8 prósent. Þetta myndi þýða að Úrvalsvísitalan stæði í um 7.750 stigum í lok árs. Aðstæður eru góðar á hlutabréfamarkaði, horfur eru á góðri afkomu fyrir árið í ár og kennitölur félaga eru hagstæðar. „Við teljum að núverandi verðlagning markaðarins sé fjárfestum hagstæð miðað við vænta afkomu og arðsemi ársins 2007,“ segja sérfræðingar Glitnis. Útlit er fyrir frekari útrás og vöxt bæði fjármálafyrirtækja og annarra félaga sem dragi enn frekar úr þýðingu innlends efnahaglífs fyrir rekstur fyrirtækjanna. Að mati greiningardeildarinnar eru það þó fjár- málafyrirtækin sem koma til með að draga vagninn, enda eru mörg rekstrarfélaganna að ná tökum á þeim fyrirtækjakaupum sem þau hafa verið að ráðast í og sýna því lakari ávöxtun. Glitnir telur ennfremur að erlendir fjár- festar verði meira áberandi í eigendahópum fyrirtækjanna en áhugi þeirra hefur farið vax- andi á íslenskum fyrirtækjum. Aukin erlend umræða um hagkerfið og íslensku bankana hefur gert það að verkum að erlend fjármála- fyrirtæki eru farin að greina íslenska banka. Sameining Kauphallar við OMX eykur einnig sýnileika íslenska markaðarins. Helsta hættan, sem hlutabréfamarkaðn- um stafar ógn af, er núverandi ójafnvægi í hagkerfinu. Harkaleg lending þess, til dæmis með skjótri lækkun krónunnar, gæti dregið markaðinn niður en mjúk lending yrði hins vegar jákvæð fyrir hann. KAUPÞING OG FL SLÁ MET Því er spáð að heildarhagnaður þeirra fyr- irtækja sem Glitnir skoðar verði um 250 milljarðar króna fyrir árið 2006, þar af yfir 88 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi. Fjármálafyrirtæki og fjárfestingarfélög taka stærstan skerf sem endranær, enda einkennd- ist árið 2006 af miklum sölu- og gengishagn- aði hjá þeim. Fjögur félög skila yfir þrjátíu milljarða króna hagnaði og það fimmta kemst þar nærri. Rétt er að taka það fram að Glitnir spáir ekki fyrir um eigin afkomu. Arðsemi eigin fjár verður góð fyrir árið 2006 eða um 26 prósent. Kaupþing leiðir listann fyrir árið 2006 sem var mjög viðburðaríkt hjá bankanum. Honum er spáð 11.945 milljóna króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi og yfir 79 milljarða hagn- aði fyrir allt síðasta ár. Þetta yrði langmestur hagnaður í sögu nokkurs íslensks fyrirtækis, en bankinn hafði, sem kunnugt er, slegið árs- metið strax eftir fyrstu níu mánuðina 2006. FL Group skilar næstmestum hagnaði fyrir árið eða yfir 45 milljörðum. Hann fell- ur að mestum hluta til vegna söluhagnaðar á Icelandair Group á síðasta ársfjórðungi. Gangi spá Glitnis eftir um 35.542 milljarða hagnað á fjórða ársfjórðungi er það örlítið meira en methagnaður Kaupþings á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn innleysti mikinn hagnað af sölu bréfa í Exista. ÓVISSA MEÐ LANDSBANKANN Glitnir reiknar með að bæði Landsbankinn og Exista skili yfir þrjátíu milljarða króna hagn- aði fyrir 2006 og Straumur-Burðarás verði með 28 milljarða. Afkoma Landsbankans á síðasta ári hefur verið yfir væntingum Glitnis og er búist við góðum innri vexti í ár. Greining Glitnis gerir ráð fyrir ríflega 7,5 milljarða hagnaði á síðasta ársfjórðungi en óvissa felst í söluhagnaði á eignarhlutum LÍ í CRa og Gretti. Undirstaða hagnaðar Exista á síðasta ári byggist á gengishagnaði af hlutabréfum, einkum í Kaupþingi og Bakkavör. Horfur á þessu ári og því næsta eru góðar þar sem Glitnir gerir ráð fyrir hækkunum á eignarhlut í Kaupþingi og batnandi reksturs rekstrarfélaga eins og VÍS. Exista er því eina fyrirtækið tengt fjármálaþjónustu sem mun auka hagnað sinn á milli 2006 og 2007, Glitnir reiknar með 46 milljarða hagnaði Exista á árinu og að aðeins Kaupþing skili hærri tölum í hús. Afkoma Straums var nokkuð sveiflu- kennd á síðasta ári. Gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi skapaði meginhluta hagnaðar síðasta árs. Fjórði árs- fjórðungur gæti einnig orðið ágætur en félagið hefur eflt mjög tekju- þætti er snúa að vaxta- og þóknunartekjum. Afkoma Actavis og Bakkavarar fyrir árið 2006 slagar hátt í tíu milljarða og verð- ur góður hagnaður hjá félögunum á fjórða ársfjórðungi. Í forsend- um Glitnis er gert ráð fyrir að Bakkavör fái tryggingabætur vegna bruna frá árinu 2004 en bæturnar eru hærri en bókfært virði eigna. Þá skilar Alfesca miklum hagnaði fyrir fjórða árs- fjórðung. Hf. Eimskipafélagið verður með yfir tíu milljarða hagnað á síð- asta ársfjórðungi gangi spáin eftir. Þar er um að ræða mikinn söluhagnað af eignum í Avion Group, en næsta ár mun einkennast af mikilli samþættingu. Í vel dreifðum eignasöfnum er mælt með yfirvogun á bréfum í Eimskipafélaginu sem þýðir að félagið muni skila betri ávöxtun en markaðurinn til næstu þriggja til sex mánaða. Aðeins eitt annað félag er sett í yfirvogun en það er Kaupþing. SÖLUHAGNAÐUR LÆKKAR Glitnir setur sig í völvustelling- ar og spáir fyrir um árið 2007 og ennfremur árið 2008 sem er nýmæli þar á bæ. Býst hann við því að hagnaður fyrir yfirstand- andi rekstrarár lækki á milli ára sem skýrist aðallega af því að árið 2006 einkenndist af miklum söluhagnaði fyrirtækja. Vænt V/H gildi markaðarins hækkar þannig úr 10,4 í 11,8 fyrir árið 2007 og vænt arðsemi eigin fjár fer úr 26 prósentum í 17,7 prósent. Hins vegar er gert ráð fyrir að samanlagður hagnaður ársins 2008 verði meiri en fyrir árið 2006. „Við gerum því ráð fyrir að vöxtur stöðugra rekstrartekna nái á tveimur árum að yfirvinna hinn mikla söluhagnað af eign- um og aðra einskiptis hagnaðarliði frá árinu 2006,“ segja sérfræðingar Glitnis. Fjármálafyrirtækin draga áfram vagninn Útlit er fyrir að hlutabréfaárið 2007 verði betra en það síðasta að mati greiningar Glitnis sem reiknar með því að hagnaður fyrirtækja verði um 88 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi og yfir 250 milljarðar fyrir nýliðið ár. Hagnaður á yfirstandandi rekstrarári lækkar frá 2006 vegna minni söluhagnaðar en mun aukast á ný árið 2008 þegar rekstrartekjur yfirvinna söluhagn- að. Eggert Þór Aðalsteinsson gluggaði í spána. S P Á G L I T N I S U M A F K O M U K A U P H A L L A R F É L A G A 2 0 0 6 O G Á 4 . Á R S F J . * Afkoma 2006 4. ársfj. 2006 365 hf. Spá ekki -7 Actavis 9.726 3.188 Alfesca 1.637 1.807 Atorka Group 6.143 716 Bakkavör 9.587 4.511 Exista 31.043 6.748 FL Group 46.519 35.542 Hf. Eimskipafélagið 5.172 10.128 Icelandic Group -672 -984 Kaupþing 79.170 11.945 Landsbankinn 32.800 7.557 Marel 104 38 Mosaic Fashions 1.974 705 Straumur-Burðarás 28.005 7.167 Vinnslustöðin 15 -73 Össur 287 -359 251.510 88.629 * Bankinn spáir ekki fyrir um eigin afkomu. Allar tölur í milljónum króna S P Á G L I T N I S U M A F K O M U F J Á R M Á L A - O G F J Á R F E S T I N G A R F É L A G A 2 0 0 6 - 2 0 0 8 2006 2007 2008 Kaupþing 79.170 57.879 66.886 FL Group 46.519 28.664 31.393 Landsbankinn 32.800 24.184 28.958 Exista 31.043 45.988 54.289 Straumur-Burðarás 28.005 19.750 22.108 Alls 217.537 176.465 203.634 Allar tölur í mlljónum króna Helsta hættan, sem hlutabréfa- markaðnum stafar ógn af, er núver- andi ójafnvægi í hagkerfinu. Harkaleg lending þess, til dæmis með skjótri lækkun krónunn- ar, gæti dregið markaðinn niður en mjúk lending yrði hins vegar jákvæð fyrir hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.