Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 36
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kol- efni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblást- urs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði um séraðstæður hér. Á móti getur landið ekki tekið þátt í viðskiptum með útblásturskvóta sem hafinn er annars staðar í heiminum. Þetta kann þó að breytast þegar næsta samningstímabil sáttmálans tekur gildi eftir árið 2012. Skógræktarmenn segja að hefja verði strax undirbúning til að vera í kjörstöðu þegar fram í sækir, enda sé skógrækt ára- tugaverkefni. Líklegt er talið að settar verði enn frekari hömlur á losun gróðurhúsaloft- tegunda og þar með verði útblásturskvótar enn verðmætari en nú. Þá sé jafnvel fyrirséð, gangi eftir allar þær álversframkvæmdir sem hér munu vera á teikniborðinu, að landið fari fram úr þeim heimildum sem Kyoto-bók- unin gerir ráð fyrir. GRÓÐI EFTIR 33 ÁR Í grein Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í nýjasta hefti Skógræktarritsins sem Skógræktarfélag Íslands gefur út, er í fyrsta sinn gerð tilraun til að setja verðmiða á skógrækt hér á landi. Í greininni kemur fram að verði nýskóg- rækt hér þrefölduð, þannig að skógur þeki hér um fimm prósent af láglendi árið 2040 megi, miðað við 1.700 króna markaðsverð á kolefnistonni í Evrópu í haust, hafa verulegar tekjur af skógrækt þegar fram í sækir. Árin 2040 til 2080 segir hann tekjur geta numið tveimur milljörðum á ári og þá er búið að gera ráð fyrir kostnaði. Hann segir ljóst að hagnaður vegna kolefnisbindingar geti þannig auðveldlega staðið undir fjárfestingu í nýskógrækt. „Stóri óvissuþátturinn er verðmæti losun- arheimilda. Það verð stýrist mjög af því hve vel þjóðum heims tekst að takast á við vand- ann og draga úr losuninni,“ segir hann en kveður um leið líklegt að í næstu samningum um losunarheimildir verði krafist enn frekari samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem þá muni eflaust skila sér í hærra verði á losunarheimildunum. Aðspurður áréttar Arnór að hvort sem haldið verði áfram að gróðursetja fimm milljónir plantna á ári, eins og nú er, eða farið í aukna gróðursetningu sem áætluð var með landshlutaverkefnum verði hagnaður af nýskógrækt eftir árið 2040. „Við förum þá að hafa hreinar tekjur af þessari starfsemi á hverju ári, út frá þeim forsendum sem liggja að baki greininni. Og það er svo sem ekkert bendir til þess að verð á losunarheimildum lækki. Þrýstingurinn er frekar í hina áttina.“ Arnór áréttar að nægt landrými sé fyrir hendi, enda nemi fimm prósent landrýmis ekki nema 215 þúsund hekturum. „Það er alveg landrými til að halda áfram, spurningin er bara hvað þjóðin vill gera.“ LAGAUMHVERFI VANTAR Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá segir lykilatriði að ræktun nýrra skóga sé samkvæmt Kyoto-bókuninni jafn- gild leið og að draga úr útstreymi gróður- húsalofttegunda. Þá segir hann að hér á landi séu meiri möguleikar á að nýta þá leið en í löndum Evrópu, enda landrými nægt. „Við eigum mikið af illa förnu landi sem nýtist tíl lítils annars en að horfa á það,“ segir hann og bendir á að möguleikarnir til þess að binda kolefni með þessum hætti séu mestir í löndum þar sem ekki er mikill skógur fyrir, þar sem hægt er að rækta hann upp og ekki er mikil samkeppni um nýtingu á landinu til annarra nota. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki sömu möguleikar á að nýta nýskógrækt sem leið til að draga úr losun. Svíþjóð er að 70 prósent- um vaxin skógi, Finnland að 80 prósentum og Noregur vaxinn skógi alls staðar nema í fjöllum og lítið er um láglendi. Danmörk er mjög þéttbýl og mjög þéttbær landbúnaður og þar af leiðandi mikil samkeppni um not á því landi,“ segir hann og bætir við um Suður- Með skógrækt má breyta útblæstr Reiknað hefur verið út að viðskipti með kolefniskvóta kunni að gera skógrækt hér arðbæra á fleiri en einn m málið og komst að því að aðstæður hér eru sagðar hagfelldari en annars staðar til að nýta sér möguleikana í ins leggja áherslu á að reglur um útblástur verði almennar og að samkeppnisstaða fyrirtækja verði ekki skekk um viðskipti með kolefnisbindingu hér, en „íslenska ákvæðið“ í Kyoto-bókuninni útilokar millilandaviðskipti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.