Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 38
2
Rétt við Ingólfsgarð þar sem varð-
skipin lágu áður fyrr og Faxaskáli
vitnaði um veldi Eimskips er hafin
bygging tónlistarhúss. Niðri í djúp-
um grunni er unnið að þéttri bind-
ingu járna og þótt mannshöndin sé
þar að verki þá kemur krani líka að
góðum notum við að færa járnin
til. Aðeins austar með ströndinni er
verið að stækka landið með stórgrýti
sem sturtað er í sjóinn og malarpúði
lagður ofan á. Þar eiga vinnubúðir
Íslenskra aðalverktaka að standa en
þeir hafa byggingu tónlistarhússins
með höndum. Grjótið kemur upp
úr grunni í Borgartúninu þar sem
sprengt er og grafið fyrir enn einu
stórhýsinu. Öflugir bílar eru svo í
förum eftir Sæbrautinni með hnull-
ungana.
Pétur Pétursson er að jafna úr
grjóthlössum á glænýrri Hyundai-
gröfu sem hann segir með þeim
stærri og betri á landinu. Hann
hefur stjórnað gröfum í átta ár og
hefur því samanburðinn. Meðal
annars kveðst hann hafa verið upp
við Kárahnjúka í eitt ár við að fleyga
inni í göngum og fleira sem til féll
og ekki viljað missa af þeirri reynslu.
Nú starfar hann hjá fyrirtækinu Ísar
sem er verktakafyrirtæki í bryggju-
framkvæmdum. Hann er að spjalla
við Bjarna Ástvaldsson sem vinnur
hjá Íslenskum aðalverktökum og
hefur gert frá árinu 1973. Lengst af
kveðst Bjarni hafa verið í steypustöð
á Keflavíkurflugvelli en nú hafa fært
sig til borgarinnar. Spurður hvort
hann búist við að verða við tónlist-
arhússbygginguna næstu mánuði
og ár svarar hann brosandi. „Ég veit
ekkert hvar ég verð eftir morgun-
daginn. Þá gæti ég verið kominn
austur á land.“ -gun
Vélar á vettvangi
framkvæmdanna
Hvarvetna þar sem framkvæmdir standa yfir blasa við vinnuvélar, stórar og smáar.
Liðstýrðu Schäffer Lader liðlétt-
ingarnir hafa verið framleiddir í
meira en 50 ár. Fjörutgerðir eru
fáanlegar og þær minnstu eru
innan við 80 sm á breidd.
Liðstýring Lader gerir þeim
kleift að smjúga um í miklum
þrengslum, um leið og þeir hafa
þann kost að hlífa undirlaginu. Þó
að liðléttingur taki krappa beygju
á grasfleti veldur hann litlum
skemmdum, en snúningsradíus-
inn á minnstu vélinni er 55 sm.
Vegna þess hve vel liðléttingur-
inn fer með landið hafa til dæmis
Kirkjugarðarnir í Reykjavík keypt
nokkrar vélar og Egilshöllin notar
liðlétting við vinnu á gervigrasinu
þar. Allar vélarnar eru fjórhjóla-
drifnar og er lyftigeta minnstu
vélanna um tonn en þrjú tonn á
þeim stærstu.
Umboðsaðili Schäffer Lader á
Íslandi er Jötunn Vélar ehf á Sel-
fossi sem einnig flytja inn Valtra
og Massey Ferguson dráttarvél-
arnar ásamt ýmsum öðrum vél-
búnaði.
Schäffer Lader
„smá“hjólaskóflur
Vélar og þjónusta er fyrirtæki sem
byggir á gömlum merg, með sölu-
umboð fyrir fjölda merkja í þunga-
vinnuvélum, lyfturum og landbúnað-
artækjum.
Af þungavinnuvélunum má nefna
HYDREMA sem hafa staðið sig vel
við íslenskar aðstæður. Nú hafa Vélar
og þjónusta flutt inn fyrstu belta-
gröfurnar frá HYDREMA og fyrstu
hjólagröfurnar koma í febrúar.
Vélar og þjónusta er einn-
ig með umboð fyrir hinar
kínversku YUCHAI-
þ u n g a v i n n u -
vélar. Þessar
vélar eru útbúnar CUMMINGS- eða
PERKINS-mótorum, glussakerfi og
dælum frá Toshiba og beltagangifrá
Bridgestone. Einnig er Vélar og þjón-
usta með umboð fyrir VENIERI sem
framleiðir traktorsgröfur og hjóla-
skóflur í ýmsum stærðum.
Meðal fleiri merkja sem boðið er
upp á eru Hyster-lyftarar, McCormik-
dráttarvélarnar, og hey-
vinnslutæki frá CRONE,
McHale og fleirum.
Fjölmörg merki í boði
{ vélar og tæki }
VERKTAKAR
KYNNIÐ YKKUR KEESTRACK
MALARHÖRPURNAR
Sterkbyggðar og afkastamiklar hörpur frá
Belgíu. Auðveldar í flutningi og notkun.
Stærðir frá 16 - 30 tonna.
B.M.M. Sími 894-3836