Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 41

Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 41
Nýr Renault Midlum Renault Midlum er kominn í nýrri útgáfu með aflmeiri og sparneytnari vélum og aðgengi- legri innréttingu. Í grunninn er að sögn Bjarna Þ. Sigurðsson- ar, sölustjóra B&L atvinnubíla, um tvær nýjar vélar að ræða sem koma í stað annars vegar 4 lítra og hins vegar 6,2 lítra véla og eru breytingarnar það miklar að tala má um kynslóðaskipti í þessu sambandi. „Stærri vélin er 6 strokka 7 lítra vél sem verður fáanleg bæði í 240 hestafla og 280 hestafla útgáfu.” Smærri vélin er 4 strokka 5 lítra vél í 160, 190 eða 220 hestafla útgáfum, þar sem sú síðastnefnda togar 800 Nm við 1200-1700 sn.m. og er það mun meira tog en gamla 6 lítra vélin skilaði í þeirri útfærslu. Við þetta má svo bæta að þrátt fyrir aflmeiri vélar eru þær ekki síður sparneytnari. Samhliða nýju vélunum er Midlum kominn með nýja inn- réttingu. „Hönnunin tekur algjör- lega mið af þeirri vinnuaðstöðu sem stýrishúsið þarf að bjóða. Þá er gírstöngin orðin áföst mæla- borðinu og í hárréttri lengd frá stýrinu.“ Midlum er að grunni til 4x4 eða 4x2 grindarbíll og fáan- legur í fjölmörgum útfærslum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.