Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 48
12 Árið 1890 gerðu tveir menn hvor hjá sínu fyrirtækinu í Bandaríkj- unum, Benjamin Holt og Daniel Best, framúrstefnulegar tilraunir með ýmsar gerðir af gufuknún- um vinnuvélum í landbúnaði. Má segja að þar hafi öld vinnuvélanna fyrir alvöru hafist. Árið 1904 setti framleiðslu- fyrirtæki Holts fyrsta gufuknúna beltatraktorinn á markað. Næstu 20 ár urðu stór- stígar framfarir í þróun landbúnaðarvinnu- véla. Fyrri heims- styrjöldin markaði tímamót í þróun landbúnaðarvéla, því þörfin eftir þeim var mikil, banda- menn notuðu vélar frá Holt í hernaðaraðgerð- um sínum. Samkeppn in á milli Benjamins Holt og Dani- els Best harðnaði mikið á næstu árum, en fyrirtæk- in tvö sameinuðust að lokum undir merkjum Caterp- illar Tractor Co. árið 1925. Seinna sama ár setti fyrirtækið á mark- að fyrsta traktorinn sem knúinn var áfram af díselvél. Framfarir í vélbúnaði Caterpillar urðu hraðar á næstu árum og árið 1942 valdi bandaríski herinn að nota Caterp- illar vélar í M4-skriðdreka sína sem komu að miklum notum í erfiðum landhernaði þeirra í Evrópu. Árið 1950 urðu enn önnur tímamót í sögu fyrirtækisins þegar Caterpillar færði út kvíarnar og opnaði útibú í Bretlandi, það fyrsta á erlendri grundu. Með því opnað- ist stór Evrópumarkaður sem fyrir- tækið hefur verið fyrirferðarmikið á allar götur síðan. Þrettán árum síðar leiddu Caterpillar og japanski risinn Mitsubishi saman hesta sína á Japansmarkaði. Shin Caterpillar Mitsubishi eins og fyrirtækið heitir í Japan, er annar stærsti framleiðandi á þunga- vinnuvélum á Asíumarkaði. Í upphafi 9. áratugarins ramb- aði fyrirtækið á barmi gjaldþrots og á tímabili á árunum 1981-1983 var áætlað tap fyrirtækisins um það bil ein milljón dollara á dag. Árið 1986 breytti fyrirtækið nafni sínu í Caterpillar Inc. Fyrirtækið fór að styrkjast aftur á ofanverð- um 9. áratugnum og lagði um það bil 1,8 milljarð dollara í áætlun sem miðaði að því að nútímavæða vörumerkið fyrir alheimsmarkað. Áætlunin heppnaðist með ágætum og Caterpillar vegnaði vel á tíunda áratug tuttugustu aldar. Um alda- mótin fagnaði Caterpill- ar 75 ára afmæli sínu og í upphafi 21. aldar fór f y r i r t æ k i ð að stefna að því að gera þungavinnu- vélar sínar umhver f i s - vænni en áður hafði þekkst. Árið 2005 vakti Cat- erpillar svo athygli þegar fyrirtækið gaf fjölmargar vinnuvélar til íbúa á hamfarasvæðum í Asíu eftir að flóðbylgjan reið yfir í lok ársins. Um þessar mundir er Caterpillar áfram einn allra sterk- asti og öflugasti framleiðandi á vélbúnaði og þungavinnuvélum á alheimsvísu, fyrirtækið framleiðir um það bil 300 mismunandi vöru- flokka fyrir vinnuvélar, bifreiðar og herbúnað. Í fyrra var Benjamin Holt tekinn inn í frægðarhöll upp- finningamanna í Bandaríkjunum fyrir frumkvöðlastarfssemi sína á sviði vinnuvéla í upphafi 20. aldar. -vör Caterpillar í rúm 80 ár Caterpillar er eitt stærsta vörumerki heims á sviði vinnuvéla. Upphaf Caterpillar má rekja 117 ár aftur í tímann og í dag má hluti frá Caterpillar finna jafnt í traktorum sem þungum hernaðartækjum. { vélar og tæki } BAWER VARÚÐARLJÓS • LJÓSKASTARAR • DÍÓÐULJÓS • KELSA LJÓSAGRINDUR Á FLESTA VÖRUBÍLA Holland dráttarstólar 25 og 36 tonna • Undirvagnsvarnir með ljósum NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.