Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 48
12
Árið 1890 gerðu tveir menn hvor
hjá sínu fyrirtækinu í Bandaríkj-
unum, Benjamin Holt og Daniel
Best, framúrstefnulegar tilraunir
með ýmsar gerðir af gufuknún-
um vinnuvélum í landbúnaði. Má
segja að þar hafi öld vinnuvélanna
fyrir alvöru hafist.
Árið 1904 setti framleiðslu-
fyrirtæki Holts fyrsta gufuknúna
beltatraktorinn á markað.
Næstu 20 ár urðu stór-
stígar framfarir í þróun
landbúnaðarvinnu-
véla. Fyrri heims-
styrjöldin markaði
tímamót í þróun
landbúnaðarvéla,
því þörfin eftir þeim
var mikil, banda-
menn notuðu
vélar frá Holt í
hernaðaraðgerð-
um sínum.
Samkeppn in
á milli Benjamins
Holt og Dani-
els Best harðnaði
mikið á næstu
árum, en fyrirtæk-
in tvö sameinuðust
að lokum undir merkjum Caterp-
illar Tractor Co. árið 1925. Seinna
sama ár setti fyrirtækið á mark-
að fyrsta traktorinn sem knúinn
var áfram af díselvél. Framfarir í
vélbúnaði Caterpillar urðu hraðar
á næstu árum og árið 1942 valdi
bandaríski herinn að nota Caterp-
illar vélar í M4-skriðdreka sína sem
komu að miklum notum í erfiðum
landhernaði þeirra í Evrópu.
Árið 1950 urðu enn önnur
tímamót í sögu fyrirtækisins þegar
Caterpillar færði út kvíarnar og
opnaði útibú í Bretlandi, það fyrsta
á erlendri grundu. Með því opnað-
ist stór Evrópumarkaður sem fyrir-
tækið hefur verið fyrirferðarmikið
á allar götur síðan. Þrettán árum
síðar leiddu Caterpillar og
japanski risinn Mitsubishi
saman hesta sína á Japansmarkaði.
Shin Caterpillar Mitsubishi eins og
fyrirtækið heitir í Japan, er annar
stærsti framleiðandi á þunga-
vinnuvélum á Asíumarkaði.
Í upphafi 9. áratugarins ramb-
aði fyrirtækið á barmi gjaldþrots
og á tímabili á árunum 1981-1983
var áætlað tap fyrirtækisins um
það bil ein milljón dollara á dag.
Árið 1986 breytti fyrirtækið nafni
sínu í Caterpillar Inc. Fyrirtækið
fór að styrkjast aftur á ofanverð-
um 9. áratugnum og lagði um það
bil 1,8 milljarð dollara í áætlun
sem miðaði að því að nútímavæða
vörumerkið fyrir alheimsmarkað.
Áætlunin heppnaðist með ágætum
og Caterpillar vegnaði vel á tíunda
áratug tuttugustu aldar. Um alda-
mótin fagnaði Caterpill-
ar 75 ára afmæli sínu
og í upphafi
21. aldar fór
f y r i r t æ k i ð
að stefna að
því að gera
þungavinnu-
vélar sínar
umhver f i s -
vænni en
áður hafði
þekkst. Árið
2005 vakti Cat-
erpillar svo athygli
þegar fyrirtækið gaf
fjölmargar vinnuvélar
til íbúa á hamfarasvæðum
í Asíu eftir að flóðbylgjan reið yfir
í lok ársins. Um þessar mundir er
Caterpillar áfram einn allra sterk-
asti og öflugasti framleiðandi á
vélbúnaði og þungavinnuvélum á
alheimsvísu, fyrirtækið framleiðir
um það bil 300 mismunandi vöru-
flokka fyrir vinnuvélar, bifreiðar
og herbúnað. Í fyrra var Benjamin
Holt tekinn inn í frægðarhöll upp-
finningamanna í Bandaríkjunum
fyrir frumkvöðlastarfssemi sína
á sviði vinnuvéla í upphafi 20.
aldar.
-vör
Caterpillar í rúm 80 ár
Caterpillar er eitt stærsta vörumerki heims á sviði vinnuvéla. Upphaf Caterpillar má
rekja 117 ár aftur í tímann og í dag má hluti frá Caterpillar finna jafnt í traktorum sem
þungum hernaðartækjum.
{ vélar og tæki }
BAWER
VARÚÐARLJÓS • LJÓSKASTARAR • DÍÓÐULJÓS • KELSA LJÓSAGRINDUR Á FLESTA VÖRUBÍLA
Holland dráttarstólar 25 og 36 tonna • Undirvagnsvarnir með ljósum
NÝTT
NÝTT NÝTT
NÝTT