Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 72
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má senda á
netfangið timamot@fret-
tabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
„Að halda tónleika er eins
og að fá ótrúlega fullnæg-
ingu. Síðan er allt búið og
þú veist ekkert hvað þú átt
að gera næst.“
Fyrsti fundur SÞ
Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
Jóhanna Björnsdóttir
læknir, Bergþórugötu 9, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 30. desember, verður jarðsungin
frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. janúar klukkan
15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð líknardeildar LSH, sími 543-1159.
Ásta Ásbjörnsdóttir Hulda Ásbjörnsdóttir
Jónína Ósk Pétursdóttir
Pétur Björnsson Margrét Þorvaldsdóttir
Hólmsteinn Björnsson Þorgerður Ása Tryggvadóttir
Guðrún R. Björnsdóttir
Lilja V. Björnsdóttir Jón Ómar Finnsson
Birna Björnsdóttir Ríkharður Reynisson
og fjölskyldur.
Ástkær bróðir okkar og mágur,
Sævar Níelsson
Melgerði, Fáskrúðsfirði,
lést 5. janúar sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu
í Neskaupstað. Jarðsungið verður frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 14.00 föstudaginn 12. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalbjörg Níelsdóttir Georg Einarsson
Guðrún Níelsdóttir Eiríkur ÓlafssonÁstkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ásgerður Alda Guðmundsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
lést á heimili sínu 6. janúar síðastliðinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Páll Gunnar Halldórsson
Erla Benediktsdóttir Friðbjörn Sveinbjörnsson
Halldór Pálsson
Sigurlaug Pálsdóttir
Lára Margrét Pálsdóttir Svanur Tómasson
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ingibjörg Þórhallsdóttir
frá Sauðadalsá,
sem lést á Heilbrigðisstofnunni á Hvammstanga
1. janúar, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 12. janúar kl. 14.00.
Elín Þormóðsdóttir Þórður Skúlason
Þóra Þormóðsdóttir Heimir Ágústsson
Eggert Óskar Þormóðsson Arndís Helland
Guðbjörg Erna Þormóðsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ólafur Jónsson
Grænutungu 7, Kópavogi,
sem lést 31. desember verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hjúkrunarheimili aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir
Bjarni Ólafsson Kristín Indriðadóttir
Anna Ólafsdóttir Björn Jónsson
Hafdís Ólafsdóttir Guðmundur Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sæunn Þuríður Gísladóttir
til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík,
lést föstudaginn 5. janúar.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Margrét Kjartansdóttir Sólberg Vigfússon
Gísli Kjartansson Júlíana Aradóttir
Svava Kjartansdóttir
Ingibjörg Kjartansdóttir
börn og barnabörn.
Okkar ástkæri,
Jón Ægisson
Tunguvegi 6, Njarðvík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
12. janúar kl. 14.00.
Susana Valsdóttir
Ástþór Ingi Jónsson Berglind Jónsdóttir
Ægir Guðlaugsson Stefán Ægisson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Helgason
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
sunnudaginn 7. janúar. Jarðsungið verður frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00.
Sigurlaug Jónsdóttir
Jón Júlíusson
Helgi Dagur Gunnarsson Kristín Jóhannesdóttir
Gunnar Gunnarsson Helga Sigurðardóttir
Þorgeir Gunnarsson Elín Steingrímsdóttir
Anna María Gunnarsdóttir Þorleifur Konráðsson
Elísabet Jóna Gunnarsdóttir
og afabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
Hólmfríður Gísladóttir
fyrrverandi talsímakona frá Seyðisfirði, síð-
ast til heimilis að Brekkugötu 14, Vogum,
andaðist 4. janúar á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 12.
janúar kl. 13.00.
Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Dagbjört Sigurðardóttir
Gísli Örn, Guðmundur Rúnar, Sveinn Gumi, Sigurður
Hólmar og Elísabet Rósa.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Guðbjörn Jónsson
Grandavegi 1,
sem lést þriðjudaginn 2. janúar sl. verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 12. janúar kl. 15.00.
Sigríður María Sigmarsdóttir
Sigmar Guðbjörnsson Jóhanna Ingibjörg Ástvaldsdóttir
Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir Kristinn Svavarsson
Björgvin Guðbjörnsson Kristín Jónsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir Örn Valdimarsson
og barnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
tók við embætti bæjarstjóra
Akureyrar af Kristjáni Þór
Júlíussyni seinnipartinn í
gær. Sigrún Björk hefur
setið í bæjarstjórn Akureyr-
ar síðan 2002, og hefur verið
forseti bæjarstjórnar frá
kosningunum á síðasta ári.
Hún sagði tímamótin leggj-
ast mjög vel í sig þegar
Fréttablaðið náði tali af
henni í gær. „Ég er bara
mjög spennt að takast á við
þetta,“ sagði Sigrún, sem
sagði breytinguna vissulega
vera mikla. „Þetta er auðvit-
að stór breyting og mikil
tímamót bæði fyrir mig og
bæinn,“ sagði Sigrún, sem
er fyrsta konan til að gegna
embætti bæjarstjóra á
Akureyri. Sigrún segist þó
ekki geta spáð fyrir um
hvaða áhrif sú tímamót eigi
eftir að hafa. „Það er ann-
arra að dæma um það, það
er ekki hægt að segja neitt
annað svona í upphafi máls.
Ég ætla að vinna þetta starf
eins vel og ég get og vonast
til þess að þess sjáist merki,“
sagði hún.
Sigrún boðar engar stór-
breytingar á stefnu bæjar-
ins á næstunni. „Akureyrar-
bær er með mjög góða
stefnu í flestum sínum
málum, og við vinnum eftir
henni og eins eftir málefna-
samningi meirihlutaflokk-
anna. Ég held því starfi bara
ótrauð áfram,“ sagði hún.
Sigrún hefur verið búsett á
Akureyri frá 1997. Aðspurð
hvort hún sé komin til að
vera svarar Sigrún ákveðin:
„Hiklaust.“