Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 82

Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 82
9 Handboltinn verður sífellt vinsælli á alþjóðavísu og það er ekki á allra vitorði að handboltinn er mjög vinsæll í arabalöndunum. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera hefur gengið frá samningi við mótshaldara HM í Þýskalandi og mun sýna beint frá mótinu í yfir 40 löndum. HM í beinni á Al-Jazeera Það batnar ekki ástandið í herbúðum danska landsliðsins sem beið afhroð á eigin æfingamóti um síðustu helgi. Ein aðalskytta liðsins, Bo Spellerberg, er meiddur og því hefur Ulrik Wilbek landsliðs- þjálfari kallað á Las Möller Madsen, lærisvein Arons Kristjánssonar hjá Skjern, í hópinn. Bo Spellerberg meiddur Leitað að staðgengli á gítarinn fyrir Loga ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar Stjarnan vann mikilvæg- an útisigur á Gróttu í DHL-deild kvenna í gærkvöldi þar sem liðið skoraði jafn mörg mörk í fyrri hálfleik og öllum síðasta leik sínum þar sem liðið tapaði illa fyrir toppliði Vals. Forystan í hálf- leik var níu mörk og fátt sem ógn- aði henni í síðari hálfleik þó svo að leikmenn Gróttu hafi bætt leik sinn heilmikið. Varnarleikur Stjörnunnar skóp fyrst og fremst sigurinn. Bæði lið hófu reyndar leikinn af miklum krafti en sterk vörn og kröftug markvarsla Stjörnunnar í fyrri hálfleik gerði það að verkum að liðið skoraði mikið af hröðum mörkum og dró þar með kjarkinn úr heimamönnum. Það sást best á því að sóknarleikur Gróttumanna var afar tilviljanakenndur fyrir leikhlé og tapaði liðið boltanum í gríð og erg vegna klaufamistaka. Markvarsla var líka sama og engin og ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Íris Björk markvörður fór í gang. Gestirnir fóru reyndar illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu ekki nema þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum. En munurinn var einfaldlega of mik- ill til að heimamenn næðu að ógna forskoti þeirra. „Miðað við síðasta leik er ég mjög ánægður,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. „Varnarleikur okkar var frábær í fyrri hálfleik og við fengum fullt af góðum hraðaupphlaupum upp úr því. Svo létum við boltann ganga vel í sóknarleiknum og skytturnar okkar voru heitar. Kristín Guðmundsdóttir þá sér- staklega í fyrri hálfleik og svo kom Jóna Margrét með mjög mik- ilvæg mörk í þeim síðari. En það var liðsheildin fyrst og fremst sem var frábær. Við vorum lengi í gang í seinni hálfleik en okkar leikmenn sýndu mikinn karakter með því að hleypa þeim aldrei nær en 5-6 mörkum og við kláruðum leikinn að mér fannst mjög skyn- samlega.“ Stjarnan hefur einungis tapað fyrir Val í deildinni, nú síðast á heimavelli og segir Aðalsteinn að ólíkt þeim leik hafi leikmenn Stjörnunnar sýnt gegn Gróttu hvað þær kunna í handbolta. „Okkur er spáð mikilli velgengni og við viljum standa undir þeim væntingum. Það hefði verið slæmt að tapa öðrum leiknum í röð, sér- staklega vegna þess að Valur er búinn að vinna síðustu átta leiki sína fyrir gærkvöldið.“ Frábær fyrri hálfleikur nóg Liverpool tók á móti Ars- enal á Anfield í annað sinn á skömmum tíma þegar liðin mætt- ust í enska deildarbikarnum. Liðin mættust um síðustu helgi í enska bikarnum en þá fór Arsen- al með sætan sigur af hólmi, 1-3. Það voru talsvert breytt lið sem mættu til leiks í gær enda hafa stóru liðin þann siðinn á að gefa minni spámönnum tækifæri í deildarbikarnum sem nýtur ekki sömu virðingar og sjálf bikar- keppnin. Það dró ekki úr skemmt- anagildi leiksins og áhorfendur sáu níu góð mark í 3-6 sigri Ars- enal. Arsenal komst yfir eftir 27. mínútna leik í gær þegar Frakk- inn Jeremie Aliadiere komst einn í gengum vörn Liverpool. Jerzy Dudek varði skot hans en boltinn hrökk aftur fyrir fætur Aliadiere sem var ekki vandræðum með að koma tuðrunni yfir endalínuna. Markið hleypti miklu lífi í leik- inn og aðeins nokkrum mínútum síðar fiskaði Robbie Fowler auka- spyrnu rétt fyrir utan vítateig Arsenal. Hana tók Aurelio og gott skot hans var vel varið af Almun- ia í marki Arsenal. Boltinn hrökk út í teiginn og hann var síðan sendur á Robbie Fowler sem laumaði boltanum laglega yfir línuna með hælnum. Fjörið var svo sannarlega ekki á enda því Brasilíumaðurinn Julio Baptista skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Martröð Jerzy Dudek, markvarðar Liverpool, var fullkomnuð í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar glórulaust úthlaup hans eftir hornspyrnu gerði það að verkum að Alexand- er Song kom boltanum yfir lín- una. Þegar leikmenn voru að gera sig klára fyrir teið í hálfleik kom hreint út sagt frábær sókn hjá Arsenal þar sem vörn Liverpool var leikin sundur og saman og Baptista batt endahnútinn á með því að leggja boltann í netið. 1-4 og Jerzy Dudek búinn að fá sjö mörk á sig í þrem hálfleikjum gegn Arsenal. Ekki batnaði ástandið hjá Liverpool í síðari hálfleik. Jerzy Dudek nældi reyndar í smá sjálfs- traust þegar hann varði víta- spyrnu frá Baptista en það sjálfs- traust fór skömmu síðar þegar Baptista skoraði með langskoti og fullkomnaði þar með þrennuna. Steven Gerrard svaraði með lag- legu marki nokkru síðar. Sami Hyypia, sem hafði átt ömurlegan leik, bætti örlítið fyrir það með marki tíu mínútum fyrir leikslok en Baptista stráði síðan salti í sárin með sínu fjórða marki og sjötta Arsenal eftir frábæra skyndisókn. Arsenal niðurlægði Liverpool á heimavelli þeirra síðarnefndu í gær er liðin mættust í deildarbikarnum. Leikurinn var veisla fyrir stuðningsmenn gest- DHL-deild kvenna: Lýsingarbikar karla: Enski bikarinn:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.