Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 83
Martin Thuesen mun
spila með Snæfelli í Iceland
Express-deild karla og spilar sinn
fyrsta leik með liðinu gegn Þór í
Þorlákshöfn 1. febrúar næstkom-
andi. Thuesen stóðst læknisskoð-
un í gær og er væntanlegur til
Íslands í næstu viku. Þetta er
gleðiefni fyrir Hólmara en
þjálfari liðsins, Geof Kotila, og
Martin unnu saman þrjá stóra
titla með Bakken Bears, danska
meistaratitilinn 2004 og 2005 og
danska bikarmeistaratitilinn
2005.
„Ég sé fram á að fá að spila
aftur og vonast til að geta hjálpað
mínu liði í lokaúrslitin líkt og þrjú
sl. ár. Þegar ég fékk aftur tæki-
færi til að spila undir mínum fv.
þjálfara, Geof Kotila, þurfti ég
ekki langan umhugsunarfrest,“
sagði Martin Thuesen í gær í
samtali við heimasíðuna danskba-
sket.dk.
Ekki lengi að
ákveða sig
Kvennalið Hamars
hefur fengið til sín norska
landsliðsbakvörðinn Anne
Flesland sem er 24 ára gömul og
174 cm á hæð. Flesland er þrátt
fyrir ungan aldur orðin sjötta
leikjahæsta landsliðskona Noregs
en hún á að baki 38 leiki og hefur
gegnt stöðu fyrirliða landsliðsins
í nokkrum þeirra.
Flesland hefur aflað sér
mikillar reynslu undanfarin þrjú
ár en Hamar verður sjötta liðið í
sjötta landinu sem hún spilar með
síðan haustið 2004.
Sjötta landið á
þremur árum
Íshokkímaðurinn
Brynjar Freyr Þórðarson,
leikmaður Bjarnarins, hefur
verið dæmdur í tveggja ára bann
eftir að hafa fallið á lyfjaprófi
sem var tekið að loknum leik SR
og Bjarnarins í ísknattleik í
október síðastliðnum.
Bann Brynjars gildir til og
með 28. nóvember 2008. Sýni
Brynjars innihélt bæði afleiðu
vefaukandi sterans Nandrolons
og örvandi fíkniefnið amfetamín.
Íshokkímaður
féll á lyfjaprófi
Graeme Souness
staðfesti í gær að hann væri
búinn að gera 20 milljóna punda
tilboð í Wolves, eða Úlfana eins
og liðið er iðulega kallað hér á
landi.
Félagið neitar því að hafa
fengið tilboð frá Souness sem
skilur ekkert í þeim viðbrögðum.
„Ég veit ekki af hverju þeir hafna
þessum fréttum. Ég gerði tilboð í
síðustu viku með fyrirvara um
skoðun á bókhaldi félagsins en
það tilboð er í kringum 20
milljónir punda,“ sagði fyrrum
leikmaðurinn og knattspyrnu-
stjórinn.
Reynir að
kaupa Úlfana
Það var hart barist í
Seljaskóla í gærkvöldi þegar
Skallagrímur sótti ÍR heim í Lýs-
ingarbikarnum. ÍR sýndi klærnar
í síðari hálfleik og vann sætan
sigur, 92-88.
Fyrri hálfleikur var bráðfjör-
ugur þar sem góð sóknartilþrif
sáust frá báðum liðum. Heima-
menn leiddu með einu stigi, 27-26,
eftir fyrsta leikhluta en gestirnir
voru komnir með eins stigs for-
ystu í leikhléi, 50-51.
Darrell Flake var sprækur í
fyrri hálfleiknum og skoraði 17
stig og Axel Kárason byrjaði vel
með 10 stig í fyrsta leikhluta.
Hreggviður Magnússon skoraði
13 stig fyrir ÍR í fyrri hálfleik þar
sem Steinar Arason fór mikinn er
hann skoraði 4 þriggja stiga
körfur.
Vendipunktur varð í upphafi
síðari hálfleiks þegar Darrel Flake
fékk sína fjórðu villu og varð að
hvíla. Meðan hann sat utan vallar
skoraði ÍR 16 stig gegn 6 stigum
Skallanna og náði yfirhöndinni.
Hreggviður fór mikinn í 3. leik-
hluta og skoraði 17 stig en allt lið
Skallagríms skoraði 13 stig á sama
tíma. Staðan var 73-64 þegar einn
leikhluti var eftir.
Þar kom fyrirliði ÍR, Eiríkur
Önundarson, sterkur til leiks er
hann skoraði átta síðustu stig ÍR
en það voru hans einu stig í leikn-
um. Skallarnir sóttu að heima-
mönnum en náðu aldrei að klóra
almennilega í bakkann.
„Við erum búnir að spila topp-
bolta síðan við Nate Brown komum
inn af fullum krafti og höfum sýnt
að við getum sigrað hvaða lið sem
er. Ef við höldum uppteknum hætti
þá getum við hæglega skilað tveim
dollum í Breiðholtið,“ sagði maður
leiksins, Hreggviður Magnússon.
Getum unnið öll lið í deildinni