Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 8
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi Gerið verðsamanburð margar stærðir All Terrain 31” 13.950,- stgr. 33“ 16.980,- stgr. 35” 16.990,- stgr. Er jeppinn tilbúinn fyrir veturinn? Læknaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss ítrekaði á fundi sínum í gær fyrri ályktanir sínar um alvarlegan húsnæðisvanda sjúkrahússins, sem ekki getur beðið óleystur þar til nýtt sjúkrahús hefur verið reist. Segir ráðið vandann „koma niður á sjúklingum og starfs- mönnum“. Jafnframt að nauðsyn- legt sé að yfirvöld fjármála og heilbrigðismála bregðist við þessum vanda með afgerandi hætti í samráði við stjórn og starfsfólk LSH. Ráðið segir húsnæði Heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg geta leyst þennan vanda að hluta. Skorað er á heilbrigðisráðu- neytið að láta þegar í stað fara fram athugun í þeim efnum. Húsnæðisvanda verður að leysa Tölvufyrirtækið Cisco Systems hefur lögsótt Apple fyrir brot á vörumerkjalögum. Fyrirtækið vill meina að notkun Apple á nafninu iPhone brjóti í bága við lög vegna þess að Cisco eigi vörumerkið iPhone. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Apple kynnti í liðinni viku nýjan farsíma sem ber nafnið iPhone. Síminn, sem einnig er tónlistarspilari og lófatölva, kemur á markað í Bandaríkjunum í júní en í lok þessa árs í Evrópu. Apple svaraði lögsókninni með því að kalla hana fáránlega. Fjölmörg fyrirtæki noti nafnið iPhone yfir netsímtæki. Cisco hefur átt vörumerkið iPhone síðan árið 2000. Cisco ætlar í mál við Apple Forseti Súdans, Omar al- Bashir, segir reynslu af friðar- gæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna í heiminum slæma og vill ekki fá það inn í Darfur-hérað. Hann segir hermenn Afríku- sambandsins fullfæra um að halda uppi reglu í þessu stríðshrjáða héraði, fái þeir til þess fjárveitingu. Þessi yfirlýsing forsetans gengur gegn yfirlýsingu súdanskra embættismanna í desember sem sögðu að stjórnvöld myndu samþykkja takmarkað gæslulið á vegum SÞ í héraðinu. Einnig höfðu fulltrúar Afríkusambandsins lagt til að alþjóðasamfélagið tæki yfir friðargæslu í Darfur. Bashir forseti hafnar SÞ-liði Fjárfestingafélaginu Lindberg ehf. var falinn for- kaupsréttur á tíu fasteignum í Örfirisey fyrir um 800 milljónir króna á stjórnarfundi Faxaflóa- hafna á fimmtudagskvöld. Und- anfarið hefur fyrirtækið keypt á þriðja tug fasteigna í Örfirisey að verðmæti næstum þrír millj- arðar króna eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu. Þrír af fjórum eigendum Lind- bergs, Ólafur Garðarsson, Magn- ús Jónatansson og Gísli Steinar Gíslason, mættu á fundinn til viðræðna og gerðu þeir grein fyrir hugmyndum fyrirtækisins í tengslum við kaup eigna í Ör- firisey. Jafnframt lögðu þeir fram yfirlýsingu um að Lindberg sé reiðubúið að selja höfninni einstakar eignir, verði eftir því leitað og skapist fyrir það þörf, á sama verði. Gísli Gíslason hafnarstjóri ítrekar að verið sé að vinna að skipulagsmálum á þessu svæði og vísar þar til sérstaks starfs- hóps á vegum borgarinnar sem Björn Ingi Hrafnsson stýrir. „Í raun má segja að þetta séu óvenjumiklar hreyfingar á þessu svæði þar sem eignir eru að fær- ast á fárra hendur. En aðalatriðið er að það á eftir að vinna úr því hvernig landið verður nýtt og það verður engu breytt fyrr en það liggur fyrir.“ Engar reglur eru til um að ráðuneytum beri að láta nefndir Alþingis fá gögn varðandi mál sem nefndin er að fjalla um sé þess ekki óskað. Þetta kemur fram í svörum frá menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti vegna gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns menntamálanefndar, yfir því að nefndinni var ekki afhentur hluti bréfaskipta milli ráðuneytanna og ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, um RÚV-frumvarpið sem nefndin hefur verið að fjalla um. Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri menntamálaráðuneytisins, telur þetta tilvik tilefni til að end- urskoða hvernig upplýsingagjöf sé háttað milli ráðuneyta og Alþingis. „En það væri eðlilegra að ráðherr- ar og stjórnmálamenn tjáðu sig um þetta.“ Í sama streng tekur Ingvi Már Pálsson, lögfræðingur hjá fjármála- ráðuneytinu, sem segir eðlilegt að fara yfir verkferla ráðuneyta og þingnefnda um hvaða upplýsingar eigi sjálfkrafa að fara inn í nefnd án þess að það sé kallað eftir þeim sérstaklega. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði spurð- ur um þennan brest á upplýsingaflæði frá fjármála- ráðuneytinu, hvaðan bréfin voru send til ESA, að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu og vildi ekkert tjá sig um þetta „smámál“. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Engar reglur um upplýsingar Hvað hét hinn 38 vetra gamli hestur sem drapst í Kelduhverfi í byrjun nýs árs? Hvað heitir fráfarandi kanslari Austurríkis sem ljóst er að verður ekki ráðherra í nýrri ríkisstjórn? Hvaða viðskiptamaður hefur ákveðið að gefa kost á sér sem formaður KSÍ? Mjög rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt að sögn lögreglu. Komst varð- stjóri svo að orði að kvöldið og nóttin hefði verið eins og „á venjulegu þriðjudagskvöldi“. Rólegheitin má sennilega rekja að miklu leyti til veðurs, en í fyrrakvöld var mjög köflótt veður, kalt og hríðir á köflum. Fimm manns voru teknir fyrir ölvunarakstur frá morgni föstudags fram að laugardags- morgni, sem þykir fremur lítið á þeim tíma vikunnar. Þá var tilkynnt um tæplega 50 umferðar- óhöpp á sama tímabili, nær öll minni háttar. Nær tíðinda- laus helgarnótt Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir að hagstjórn ríkisstjórn- arinnar hafi verið óábyrg á kjörtímabilinu. Hún vísar gagn- rýni Geirs H. Haarde forsætisráð- herra til föðurhúsanna. Í kvöld- fréttum Sjónvarpsins á föstudag sagði Geir að tal þingmanna Sam- fylkingarinnar um upptöku evr- unnar grafi undan krónunni. „Ríkisstjórn Geirs ber ábyrgð á því ójafnvægi sem er hér á landi á mörgum sviðum. Íslenskur almenn- ingur þarf að greiða hæstu vexti af lánum á vesturhveli jarðar, býr við hæsta matarverð sem þekkist á byggðu bóli. Hér eru verðtryggð lán á verðbólgutímum og krónan er afar óstöðug,“ segir Ingibjörg. Helstu mistökin í hagstjórninni að mati Ingibjargar var tímasetn- ingin á skattalækkunum og þær breytingar sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði sem hún segir að hafi verið afar þensluhvetjandi. Að hennar mati reyna íslensk fyrirtæki að leita sér skjóls í erlendum gjaldmiðlum til að losna undan afleiðingum hagstjórnar ríkisstjórnarinnar. „Íslenskur almenningur og smáfyrirtæki koma litlum vörnum við og þurfa að búa við þetta ástand. Geir H. Haarde á að líta sér nær og axla ábyrgð í stað þess að gagnrýna þá sem benda á hversu slæm hag- stjórnin hefur verið. Hann getur ekki komið sér undan ábyrgð með því að nota Samfylkinguna sem blóraböggul,“ segir Ingibjörg. Hún segir að til þess að við- halda jafnvægi á Íslandi í framtíð- inni þurfi Íslendingar að ganga í Evrópusambandið (ESB) sem er skilyrði fyrir því að evran verði tekin upp. Ingibjörg bendir hins vegar á að til þess þurfi hagstjórn- in að batna. „Eins og er þá getur Ísland ekki orðið aðili að Mynt- bandalagi Evrópusambandsins því við uppfyllum ekki þau skilyrði sem gerð eru til aðildarþjóðanna vegna þeirrar stöðu sem er hér í efnahagsmálum. Við þurfum að ná niður verðbólgunni, draga úr gengissveiflum og náum vöxtun- um niður til þess að uppfylla þess- ar kröfur. Þess vegna þurfum við að byrja á að undirbúa inngöngu í ESB núna því það mun taka tíma að breyta þessum þáttum,“ segir Ingbjörg, og bætir því við ef farið verði út í allar þær stórfram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru hér á landi, til dæmis byggingu álvers í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík muni þetta jafnvægi ekki nást því fram- kvæmdirnar muni auka þenslu. Ingibjörg segir að ef Íslending- ar setji sér það skýra stefnumið að verða aðili að Myntbandalaginu þá muni það aga hagstjórnina og veita stjórnvöldum aðhald. Formaðurinn talar um að skapa þurfi víðtæka sátt um það í samfé- laginu að ná jafnvægi í hagstjórn- ina og uppfylla skilyrði Mynt- bandalagsins. „Það þurfa allir að leggjast á árárnar til þetta mark- mið náist: stjórnvöld, atvinnurek- endur, verkalýðshreyfingin, bændasamtök og öflug almanna- samtök. Þetta var gert með þjóð- arsáttinni í lok níunda áratugarins sem kvað niður verðbólguna sem var hér á landi. Hún stuðlaði að jafnvægi í samfélaginu og það er hægt að endurtaka leikinn.“ Segir hagstjórnina hafa verið óábyrga Formaður Samfylkingarinnar vísar gagnrýni Geirs H. Haarde til föðurhúsanna. Segir fyrirtæki leita sér skjóls undan hagstjórn ríkisstjórnarinnar og krónunni. Telur Ísland þurfa að ganga í Evrópusambandið til að stuðla að jafnvægi. Íslenskur almenningur þarf að greiða hæstu vexti af lánum á vesturhveli jarðar, býr við hæsta matarverð sem þekkist á byggðu bóli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.