Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 18
É g var búinn að ráða mig sem skipstjóri á togbát frá Hrísey þegar ég sótti um bæjarstjórastarfið fyrir áeggjan félaga minna sem ég hafði aðstoðað í kosningabaráttunni,“ svarar Kristján Þór spurður um aðdrag- anda þess að hann varð bæjar- stjóri á Dalvík árið 1996. „Þetta gekk eftir, ég var ráðinn og sagði mig frá skipstjórastarfinu. Ég var meira að segja byrjaður að dytta að trollinu og allt hvað heit- ir.“ Kristján var aðeins 28 ára þegar hann varð bæjarstjóri en fram að því hafði hann stundað sjóinn og kennt í heimabænum auk þess að nema við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Kristján segir að sér hafi, svona á heildina litið, verið vel tekið af bæjarbúum en í fyrstu hafi þetta verið erfitt. „Allir höfðu skoðun á mér af því að þeir þekktu mig frá því að ég var grislingur. Og einn gamall og góður vinur minn sem nú er genginn sagði víst að þessi drengur yrði aldrei almennilegur bæjarstjóri því hann hafði ein- hvern tíma komið að mér þar sem ég hafði klifrað upp í ljósastaur og var eitthvað að fíflast.“ Nokkur umskipti urðu í bæjarlíf- inu á Dalvík í bæjarstjóratíð Kristjáns. Hann segir gjörbreyt- ingu hafa orðið á útgerðarmynstr- inu því hin svokallaða millistærð í útgerð „fór öll fjandans til vegna breytinga í sjávarútvegskerfinu“. Bæjaryfirvöld gengu þá í að selja hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Dalvíkinga og telur Kristján það hafa verið farsæla ákvörðun. „Við gerum þetta í samstarfi við Kaup- félagið og Samherja og frá þeim tíma hefur Samherji komið mjög sterkur inn og er í raun burðar- ásinn í atvinnulífi bæjarins í dag.“ Meðal annarra minnisstæðra verkefna á Dalvíkurárunum nefn- ir Kristján nýja vatnsveitu sem var stórt mál á sínum tíma og ekki síður bygging sundlaugarinnar. Það er sviptivindasamt í stjórn- málunum og eftir að Kristján hafði gegnt starfi bæjarstjóra í tvö kjör- tímabil féll meirihlutinn í kosning- unum 1994. „Okkur sjálfstæðis- mönnum stóð til boða að mynda meirihluta með framsóknarmönn- um en við höfnuðum því. Við töld- um að miðað við málflutninginn í kosningabaráttunni bæri að leita leiða til að mynda annars konar meirihluta og sátum því hjá – hversu vitlegt sem mönnum kann nú að þykja það.“ Í kjölfar þess var haft samband við Kristján víða að af landinu og honum boðin vinna sem bæjar- stjóri. „Mér leist vel á Ísafjörð og fannst spennandi og skemmtilegt að takast á við verkefnin þar. Sem það og varð.“ Kristján segir að talsverður munur hafi verið á Ísafirði og Dalvík og viðfangsefnin ólík. Ísfirðingarnir voru jú fleiri og auk þess lá fyrir sameining sveitarfélaga vestra með tilheyrandi verkefnum. Þá hafi atvinnuástandið verið ólíkt verra á Ísafirði. „Það var mikið að gerast á Dalvík og bullandi gangur í hlutunum og því var það áskorun að takast á við að stýra sveitarfé- lagi sem lá undir meiri áföllum.“ Ísfirðingar tóku Kristjáni og fjölskyldu opnum örmum og þar mynduðust vinabönd sem enn standa. „Þetta var reglulega ánægjulegur tími, verkefnin voru mikil að vöxtum og maður lærði mjög mikið á sjálfan sig og aðra.“ Vitaskuld eru snjóflóðin í Súða- vík og á Flateyri veturinn 1995 Kristjáni hvað minnisstæðust frá Ísafjarðarárunum. Hann segist reyndari og þroskaðri á eftir. „Maður horfir öðruvísi til verk- efna og viðfangsefna eftir að hafa horft upp á og tekið þátt í því starfi sem fylgir atburðum eins og þarna urðu. Þar sem heil byggðarlög lögðust í rúst í einu vetfangi.“ Þótt íslenska þjóðin sé fámenn greinir Kristján mun á fólki, eftir því hvort það býr við Eyjafjörð eða Skutulsfjörð. Það hugsi öðru- vísi. „Hugsunin vestra var meira bundin vertíðarstemningunni; þegar gefur á sjó þá sækja menn. Það var hins vegar meiri landbún- aðarhugsun í Eyjafirði þar sem menn setja niður á vorin og taka ekki upp fyrr en á haustin. Þar var lengri tíma hugsun og háttalag. Þetta er munurinn í grófum drátt- um en í grunninn og smærri atrið- um eru þetta mjög áþekk samfé- lög þar sem allir þekkja alla og kýta þegar það á við og taka á saman þegar það á við.“ Kristjáni og fjölskyldu líkaði vel á Ísafirði en pólitískar vend- ingar leiddu til þess að þau fluttu aftur til Eyjafjarðar og að þessu sinni til Akureyrar, sem jafnan er nefnd höfuðstaður Norðurlands. „Meirihlutinn á Ísafirði sprakk í lok nóvember 1997. Uppi var grundvallarágreiningur um hvert bæri að stefna í uppbyggingu skólamannvirkja og hvort og þá hvernig sveitarfélagið þyldi kostn- aðinn við það. Menn náðu ekki saman og nýr meirihluti myndað- ist.“ Í kjölfar þess höfðu sjálf- stæðismenn á Akureyri samband við Kristján og föluðust eftir kröftum hans. Í kosningunum 1998 á Akureyri fór Kristján fyrir lista Sjálfstæðis- flokksins og var bæjarstjóraefni. Það var nýbreytni, því á Dalvík og Ísafirði sat Kristján ekki í bæj- arstjórn. Sjálfstæðismenn fengu góða kosningu og Kristján tók við stjórntaumum bæjarfélagsins. Hann segir því ólíku saman að jafna að vera kjörinn fulltrúi bæj- arbúa auk þess að vera bæjar- stjóri. „Það er allt annað. Umboðið til að vinna mál sem kjörinn full- trúi og bæjarstjóri er meira og þú vinnur verkið með öðrum hætti.“ Akureyringar eru heimsfrægir fyrir að halda utanaðkomandi í hæfilegri fjarlægð, í það minnsta þarf að líða góður tími þar til litið er á komumenn sem Akureyringa. Kristján hlær og jánkar þegar hann er spurður hvort honum hafi ekki verið tekið sem utanbæjar- manni. „Mér hefur alls staðar verið tekið sem utanbæjarmanni. Ég var bara litli strákurinn úr Hólaveginum á Dalvík, ég var Norðlendingurinn á Ísafirði og ég var Dalvíkingurinn á Akureyri. Það ber alltaf á þessum röddum en ég gef aldrei neitt fyrir þær. Ég held að eitt af því sem hefur gert Svarfaðardalinn jafn góðan og hann er sé þetta gegnumstreymi fólks. Það eykur þekkingu og víkk- ar sjóndeildarhring þeirra sem fyrir eru að eiga samneyti við fólk af öðrum uppruna heldur en bara úr þorpinu. Það sama á við um Akureyri og það sama á líka við um litla þorpið við Faxaflóa sem heitir Reykjavík. Það er byggt upp af utanbæjarmönnum.“ Í bæjarstjóratíð Kristjáns var Akureyrarbær nokkrum sinnum snupraður fyrir að standa illa að jafnréttismálum. Sjálfur kveðst Kristján saklaus af öllu því sem kalla má fjandskap í garð jafnrétt- is en segist sitja uppi með þá dóma og þau álit sem fallið hafa. „Þetta eru allt saman mál sem eiga upp- runa sinn frá því löngu áður en ég kom til starfa. Ég lenti bara í því að þurfa að reka þau mál fyrir dómstólum fyrir hönd bæjarkerf- isins. En ef við horfum á verk mín, á það sem ég hef getað haft áhrif á, þá fullyrði ég að það hafa aldrei verið stigin stærri skref í jafnrétt- ismálum í sögu sveitarfélags á Íslandi. Við réðum jafnréttisráð- gjafa í fullt starf og erum með jafnt kynjahlutfall meðal æðstu stjórnenda og í öllum nefndum og ég fullyrði að eftir breytingar sem við gerðum er launamunur milli kynja með því minnsta sem gerist. Þetta hefur ekki komist að í umræðunni því mönnum hefur þótt svo ægilega gott að hafa ein- hvern blóraböggul fyrir allt það sem þeir sjálfir eru að reyna að breiða yfir.“ Kristján segist að auki stoltur af að eiga þátt í að ráða Sigrúnu Björk Jakobsdóttur sem eftir- mann sinn í bæjarstjóraembættið. „Ég er afskaplega ánægður með þann áfangasigur í jafnréttisbar- áttunni,“ segir hann en Sigrún Björk er fyrst kvenna til að gegna bæjarstjórastarfinu á Akureyri. Kristján Þór er mikill sjálfstæðis- maður og hefur verið í Sjálfstæð- isflokknum um árabil. Nú í vik- unni rifjaði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, á heimasíðu sinni upp orð sem Kristján lét falla í samtali við dagblaðið Dag árið 1988 á þá leið að hann væri ekki bundinn flokkspólitískum böndum enda hald hans að hann myndi þrífast ákaflega illa í flokki. Kristján segir tilskrifin sýna hve vel framsóknarmenn geyma söguna. „Björn Ingi hefur ein- hverja þörf fyrir þetta en ég segi bara að sem betur fer hef ég vitk- ast með árunum og kosið að verja kröftum mínum í þágu sjálfstæð- isstefnunnar. Ætli Björn Ingi sé ekki bara að reyna að beina athygl- inni frá þessum 80 framsóknar- mönnum sem hann er að vinna með í Reykjavík?“ Kristján bætir við að sér þyki óstjórnlega gaman af að hlæja að mönnum sem eyða tíma sínum í svona vitleysu. Að öllu óbreyttu tekur Kristján sæti á Alþingi í vor en hann fer fyrir lista sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi í þingkosn- ingunum í maí. Af orðum hans má merkja að hann hyggist verða sér- legur talsmaður landsbyggðarinn- ar á þingi. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég er landsbyggðar- maður og ég held að það sé meira en full þörf fyrir þá rödd inni á Alþingi. Það verður sífellt meira bil á milli þess sem við köllum landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Landsbyggðin þykir ekki hipp og kúl, svo maður sletti, og ég held að það sé bráðnauðsynlegt fyrir þetta örsamfélag 300 þúsund manna að vinna gegn svona aðskilnaði.“ Alþingi starfar í Reykjavík og þingsetunni fylgja því flutningar til Reykjavíkur. Eða hvað? „Nei, nei. Ég þarf ekkert að búa í Reykja- vík. Ég bara mótmæli því. Ég bý á Akureyri og á mína fjölskyldu sem gengur hér í skóla og nýtur þess að búa í bæjarfélagi sem býður upp á öll lífsins gæði. Á meðan Reykjavíkurflugvöllur er enn þá í Reykjavík eru samgöngur með þeim hætti að ég er ekkert lengur í vinnuna frá Akureyri heldur en ef ég byggi í Hvera- gerði, Reykjanesbæ eða þess vegna uppi í Mosfellsbæ,“ segir Kristján. Spurður hvort hann hyggist fljúga á milli morgna og kvölds segist Kristján ekki vita hvernig hann komi til með að hátta málum en minnir á að auk góðra samgangna hafi fjarskiptatækn- inni fleygt fram. „Við Íslendingar rekum fyrirtæki í útlöndum án þess að búa þar og ég spyr hvort nauðsynlegt sé að allir sem taka þátt í störfum sem þjóna allri þjóð- inni búi á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef svarað því neitandi og vil fá tækifæri til að láta á það reyna.“ Alls staðar utanbæjarmaður Tuttugu ára ferli Kristjáns Þórs Júlíussonar sem bæjarstjóra lauk í vikunni þegar hann lét af starfi bæjarstjóra Akureyrar. Sagan hófst í heimabæn- um Dalvík vorið 1986 þar sem sumum leist ekki nema mátulega vel á að grislingurinn úr Hólaveg- inum tæki við þessu mikilvæga embætti. Kristján sest, að öllu óbreyttu, á þing í vor en ætlar að búa áfram á Akureyri. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við hann. Ég hef aldrei dregið dul á það að ég er landsbyggðarmaður og ég held að það sé meira en full þörf fyrir þá rödd inni á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.