Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 70
N ú byrjar gamanið í Háskóla Íslands. Við erum tilbúin, því við erum búin að greina hvað við teljum okkur þurfa að gera á næstu fimm árum til að ná okkar langtíma- markmiði, sem er að komast í hóp allra bestu háskóla heims. Það er búið að varða þann veg nákvæmlega fyrir skólann í heild og einnig í deildunum hverri fyrir sig,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sem nú getur látið draum sinn um að Háskóli Íslands verði einn af þeim bestu í heimi verða að veruleika. „Við erum tilbú- in en það var alveg ljóst að við myndum ekki eiga möguleika á að ná okkar mark- miðum ef ekki kæmi til aukinna tekna. Þessi samningur er algjört grundvallaratriði fyrir skólann, og mikilvægi hans fyrir skólasamfélagið hér og þjóðfélagið allt er gríðarlegt að mínu mati.“ „Allar greinar innan skólans verða efldar, hvort sem það snertir bankastarfsemi, tækni, raunvísindi að ógleymdu öllu sem lýtur að menningu okkar og samfélags- gerð,“ segir Kristín. „Við styrkjum einnig grunnnámið varðandi kennslu með nýliðun í hópi kennara og starfsfólks. Kennslan er grunnstarfsemi skólans og til að geta boðið upp á afburða framhalds- nám þá er það lykilatriði að kennslan í grunnnámi sé sem best. Stóraukin áhersla verður á doktors- og meistaranám því ef við berum okkur saman við háskóla á Norður- löndum, eða annars staðar í okkar næsta nágrenni, þá á skóli af okkar stærðargráðu að geta útskrifað fimmfalt fleiri og við telj- um okkur hafa faglega burði til þess, að minnsta kosti. En við þurfum til þess stuðn- ing. Við fáum aukinn kraft til að framfylgja stefnu okkar og til þess að standa við okkar hlut. Samningurinn er afkastatengdur, við þurfum að uppfylla viss skilyrði sem tekin eru fram í samningnum og að uppfylla þau er hvatning til að leita út á við.“ „Varðandi atvinnulífið sé ég fram á óteljandi möguleika. Í fyrsta lagi með því að efla kennslu og rannsóknir á öllum sviðum. Betur menntaðir stúdentar útskrifast frá skólanum og það er augljós akkur fyrir samfélagið. Það er líka ávinningur fyrir atvinnulífið að hér sé lögð aukin áhersla á doktors- og meistara- nám því þeir nemendur taka að sér verkefni sem nýtast fyrirtækjum beint. Fyrir okkur er augljóslega mikilvægt að nemendur fái smjörþefinn af atvinnulífinu og að kennarar tengist atvinnulífinu aftur í gegnum verkefni nemenda. Í þriðja lagi kemur fram í samn- ingnum að farið verður af miklum krafti í uppbyggingu Vísindagarða skólans þar sem við sjáum mikla möguleika í fjölbreyttum samskiptum við atvinnulífið í heild.“ Kristín segir skólann fá aukinn kraft til að fram- fylgja stefnu sinni og allir séu fullir orku og tilhlökkunar að hefjast handa. „Samningur- inn er afkastatengdur, við þurfum að upp- fylla viss skilyrði sem tekin eru fram í samn- ingnum, og að uppfylla þau er hvatning til að leita út á við. Tækifærin eru óteljandi og nú höfum við meðbyr til að grípa þau.“ Kristín bendir á þá bláköldu staðreynd að samkeppni milli þjóða á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar eykst með hverju árinu sem líður og að þeir sem ekki hafa burði til að keppa dragist einfaldlega aftur úr. Í því ljósi sé samningurinn ekki síst mik- ilvægur. Eitt af langtímamarkmiðum Háskóla Íslands er að hefja samstarf við átta af 20 bestu háskólum heims á næstu árum. „Þetta er mikilvægt markmið því samskipti við þá bestu eru mikilvæg fyrir innra starf skólans og er einnig mælikvarði á gæði námsins og skólastarfsins í heild. Einnig felast ótal tækifæri í slíku samstarfi. Við höfum tekið upp samstarf við marga virta háskóla að undanförnu og skrifuðum undir samninga árið 2006 við Harvard- og Columbia-háskólana í Bandaríkjunum. Svo er ég er að fara í næstu viku að skrifa undir samning við Kaliforníuháskóla.“ Kristín segir auknar tekjur auka möguleika á sam- starfi við fleiri af bestu háskólum heims því nú sé hægt að bjóða nemendum frá öðrum löndum að nema við Háskóla Íslands, tíma- bundið eða alfarið, og koma til samstarfs á jafnréttisgrundvelli við stórar mennta- stofnanir erlendis.“ Tæplega 50 rannsóknastofnanir eru innan Háskóla Íslands. Með samn- ingi menntamálaráðuneytis- ins eykst rannsóknafé skólans um þrjá milljarða króna á næstu fimm árum og leikur mörgum forvitni á að vita hvernig þessum miklu fjár- munum verður skipt niður á milli einstakra rannsókna- sviða. „Það er eftir að taka ákvarðanir um hvernig þess- um fjármunum verður varið. Það verður vandasamt því við þurfum að finna leið til að umbuna þeim sem standa sig vel en líka til að styrkja þær einingar sem í dag eru ekki nægilega öflugar.“ „Þjóðir eins og Finnar og Írar gerðu svipað átak á sínum tíma og á tíu árum skilaði það þeim miklum efnahagslegum ávinningi. Ég sé fyrir mér að eitthvað viðlíka gæti gerst hér á landi og eftir áratug, eða jafnvel fyrr, komi í ljós að þessi framsýni stjórnvalda mun skila sér margfalt til baka,“ segir Kristín. Hún segir að þakka beri öllum innan Háskóla Íslands því samningurinn hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði komið til sameiginlegt átak. Þ etta er mikil- vægt skref. Háskóli Íslands spilar aðalhlut- verkið hjá okkur í vísindasamfé- laginu. Ef við ætlum að kom- ast þangað sem við viljum vera verðum við að hlúa að skólanum en um leið má líka segja að samningurinn sé eðli- leg afleiðing af þeirri vinnu sem hefur verið í gangi á vegum ríkisstjórnarinnar með samvinnu við háskóla- fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra innt eftir viðbrögð- um velunnara háskólans sem fylltu hátíðarsal skól- ans og hylltu hana með dynj- andi lófataki við undirritun. „Við höfum oft verið gagnrýnd. Það hafa verið háværar raddir um stóriðju- stefnuna en ég tel að við séum búin að marka mjög merkileg spor þar. Við fórum í að efla hátækniiðn- aðinn og áliðnaðinn en um leið höfum við gert svo miklu meira. Það halda margir að við höfum ekki haft menntun, vísindi og rannsóknir í brennidepli en það er ekki staðreynd máls- ins. Það má frekar gagnrýna okkur fyrir að framkalla þessa hljóðlátu byltingu án þess að vekja nægilega mikla athygli á henni,“ segir Þorgerður og minnir á að aukin menntun hafi skilað þjóðarbúinu áþreifanlegum ávinningi á síðustu árum. Fjármálafyrirtæki séu til dæmis orðin jafn umfangs- mikil atvinnustarfsemi og sjávarútvegur. „Það hefði aldrei gerst nema að tvennt hefði komið til. Einkavæð- ing bankanna og fjölgun á menntuðu fólki með þekk- ingu sem hafa gert bönkun- um kleift að fara í útrás. Þeir þurftu ekki að leita annað, kunnáttufólkið var til staðar hérna heima.“ „Fyrir fimmtán árum síðan hefði fólk hlegið ef maður hefði haldið því fram að Íslendingar yrðu samkeppn- ishæfasta þjóð í heimi. Að hér yrðu bestu lífskjör í heimi með alla þá velferð sem við njótum nú. Á sama hátt var efast um það að við ættum að stefna að því að koma Háskóla Íslands í hóp þeirra bestu en ég tel þetta raunhæft markmið og nú hefur skólinn verkfærin til að uppfylla þessar kröfur. Ekki bara stjórnvalda held- ur samfélagsins alls.“ Þor- gerður segist vera þeirrar skoðunar að Íslendingar þurfi að eiga einn alhliða háskóla og í ljósi þess að aðrar Norður- landaþjóðir eru færar um það þá geti Íslend- ingar það einnig. „Stærðin hefur ekki háð okkur í því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og það sama á við um að eignast einn af afburða háskólum heims.“ „Við höfum séð það ítrekað að þegar fyrir- tæki eða stofnun gengur vel þá byrjar allt umhverfið að vaxa og dafna og hafa áhuga. Áhugaleysi og skoðanaleysi er það versta sem kemur fyrir samfélag en núna skynjar maður vakningu í kringum háskólann. Hann hefur alla burði til að gera góða hluti og vera nútíma- legur en um leið fagmannlegur þegar kemur að kunnáttu og reynslu.“ Þorgerður segir að þegar hún tók við sem menntamálaráðherra árið 2003 hafi henni orðið ljóst að aðkallandi væri að svara kalli erlendis frá um auknar kröfur og samstarf háskóla um allan heim. Nauðsynlegt hafi verið að setja af stað umfangsmikla vinnu til að finna grundvöll að stefnumótun til lengri tíma, til þess að háskól- ar landsins gætu svarað kalli tímans og verið leiðandi afl í samfélaginu og staðist alþjóðleg- an samanburð. „Ég er viss um það að samfé- lagið allt mun taka við sér og njóta ávaxtanna. Það er mjög hvetjandi í öllum skilningi að háskólinn er styrktur á þennan hátt og auð- veldar samvinnu háskólafólks við fyrirtæki og rannsóknastofnanir og laðar að skólanum spennandi verkefni og hæfileikaríkt fólk.“ „Það sem undirstrikar sérstöðu Háskóla Íslands er tungan, bókmenntirnar, sagan og svo framvegis. það er þetta sem við viljum ýta undir með samningi um aukið rannsókna- fé til skólans. Menningararfurinn og það sem gerir okkur að þjóð er svið sem ekki síst þarf að styrkja með frekari rannsóknum.“ Þor- gerður minnir á að fram til þessa hefur mik- ilvægur hluti af því starfi farið fram innan fimm ólíkra en tengdra stofnana í íslenskum fræðum, sem nú hafa verið sameinaðar til nýrrar sóknar. „Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ný háskólastofnun byggð á gömlum merg sem mun án efa þjóna þessu hlutverki af kostgæfni. Sameiningin hjálpar stofnuninni til að takast á við alþjóða- væðingu. Hún er ekki neikvæð en við megum ekki gleyma sérkennum okkar því til þess að geta tekið þátt í alþjóðavæðingu verðum við að vita hvað við erum. Þess vegna verða allar stofnanir sem fara með menningararfinn að vinna vel. Háskóli Íslands á að vera skóli í fremstu röð en hann má aldrei missa teng- inguna við þjóðina sem á hann. Ég er sann- færð um að við erum að gera rétta hluti og við eigum að vera bjartsýn. Svo tökumst við á við það sem að höndum ber með þekking- una að vopni.“ Háskóli Íslands í meðbyr Þessi samningur er algjört grund- vallaratriði fyrir skólann, og mik- ilvægi hans fyrir skólasamfélagið hér og þjóðfélagið allt er gríðarlegt að mínu mati. Ég er sannfærð um að við erum að gera rétta hluti og við eigum að vera bjartsýn. Svo tökumst við á við það sem að höndum ber með þekkinguna að vopni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, undirrituðu í vikunni samning til fimm ára um rannsóknir og kennslu. Samning- urinn tryggir skólanum stóraukið fé til skiptanna og ganga menn svo langt að segja að stigið hafi verið eitt stærsta skref í skólasögu þjóðarinnar. Svavar Hávarðsson spurði þær stöllur um þýðingu samningsins fyrir skólann og íslenskt samfélag í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.