Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 31
Rafmagnstæknifræðingur / Iðnfræðingur
Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða rafmagns-
tæknifræðing eða iðnfræðing í tækni og
þjónustudeild félagsins í Reykjavík.
Starfið felst í hönnun raflagna, rafbúnaðar og
stýringa, gerð verklýsinga kostnaðaráætlana
og útboðsgagna ásamt umsjón og eftirliti
með verkum.
Einnig tæknileg aðstoð við starfsmenn
þjónustudeildar varðandi uppsetningar og
viðhald búnaðar.
Leitað er að þjónustu-og samstarfsliprum
einstaklingi með reynslu á ofangreindu sviði
og getur starfað sjálfstætt.
Um er að ræða framtíðarstarf sem stendur
báðum kynjum jafnt til boða.
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður:
Árni Ingimundarson.
Sími 550-9940
arni@odr.is
Oliudreifing ehf
www.odr.is
Laus störf hjá
Olíudreifingu ehf.
Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir
Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf.
Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996.
Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is
www.toyota.is
Toyota á Íslandi
Nýbýlavegi 8
200 Kópavogur
Sími: 570-5070
Komdu og keyrðu með okkur
Toyota á Íslandi er innflytjandi
Toyota bifreiða, vara- og aukahluta.
Starfsmenn fyrirtækisins byggja
gildi sín og viðmið í starfi á The
Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu-
og mannauðsstefnu Toyota.
Gagnkvæm virðing og náin
samvinna eru hornsteinar í daglegri
starfsemi Toyota á Íslandi. Hverri
áskorun er tekið fagnandi hendi og
leita starfsmenn stöðugt leiða til að
tryggja áframhaldandi framfarir í
öllu því sem við kemur starfsemi
fyrirtækisins og þjónustu gagnvart
viðskiptavinum þess.
Vegna aukinna umsvifa óskar Toyota á Íslandi
að ráða starfsmann í Þjónustuver.
Starfssvið
Upplýsingagjöf í síma fyrir allar deildir
Innbókanir á verkstæði
Tækniupplýsingar til viðskiptavina
Önnur tilkallandi verkefni
Hæfniskröfur
Góð þekking á bílum er nauðsynleg
Viðgerðarþekking kostur
Góð grunnfærni á tölvur
Toyota á Íslandi leitar eftir einstaklingum sem eru
metnaðargjarnir, samviskusamir og jákvæðir, liprir í
mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.
Leitað er að drífandi starfskrafti með þægilegt viðmót
og ríka þjónustulund, sem er fljótur að tileinka sér
ný vinnubrögð.
Vinnutími er frá kl. 8-17 og kl. 9-18 aðra hvora viku.
Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu
fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og
samhentu starfsfólki.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. janúar nk.
Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
atvinna@toyota.is. Nánari upplýsingar veitir Fanný
Bjarnadóttir í síma 570-5070.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
IS
T
O
Y
35
70
2
01
/0
7