Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 12
Mikið hefur verið ritað og rætt um flutning ríkisstofn-
ana að undanförnu. Rökin fyrir
flutningi slíkra stofnana eru þau
að það myndi efla byggðir úti á
landi að fá trygg störf sem eru
vel borguð. Það hefur ávallt vakið
undrun mína hversu tregðulög-
málið er sterkt í þessu efni. Þó
hefur það gerst að Landmæling-
ar voru fluttar upp á Akranes,
Landbúnaðarstofnun á Selfoss og
Íbúðalánasjóður og Byggðastofn-
un til Sauðárkróks. Reynslan af
þessum flutningum er misjöfn.
Starfsemi Landmælinga var erfið
í fyrstu á Akranesi þangað til
Hvalfjarðargöngin komu. Það
gengur ágætlega hjá Landbúnað-
arstofnun á Selfossi þó svo að
margir starfsmenn séu óhressir
með að þurfa að keyra úr höfuð-
borginni. Flutningur Byggða-
stofnunar á Sauðárkrók var fín
tilraun sem því miður hefur mis-
heppnast.
Hvaða lærdóm getum við dregið
af flutningi ríkisstofnana út á
land? Þann helstan að stofnanir í
nágrenni Reykjavíkur virðast
spjara sig en síður þær sem
lengra eru frá höfuðborginni.
Hvað gæti valdið því? Því er auð-
velt að svara. Flestar ríkisstofn-
anir þurfa á sérmenntuðu starfs-
fólki að halda, störf fyrir maka
starfsmanna, góðar samgöngur
við höfuðborgina og góða net-
tengingu. Flest af þessu hefur
skort á Sauðárkrók. Einn helsti
vandi Byggðastofnunar hefur
verið að finna störf fyrir maka
starfsfólks. Það átti einkanlega
við Þróunarsvið stofnunarinnar.
Flestir þeir starfsmenn sem hófu
störf eftir flutning stofnunarinn-
ar eru fluttir til Akureyrar eða
Reykjavíkur. Auk þess eru ekki
flugsamgöngur á Krókinn. Allt
þetta gerir starf stofnana eins og
Byggðastofnunar erfiða að
óbreyttu á stöðum eins og Krókn-
um. Horfumst í augum við það.
Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum ekki að gefast upp. Nú er
lag með net-
samskiptum,
fjarfundabún-
aði og öðrum
tækninýjung-
um að breyta
stjórnsýslunni.
Færa hana nær
borgurunum.
Það er engin
þörf á að fara
fótgangandi
eða ríðandi á fund ráðherra/kon-
ungs eins og menn gerðu með sín
bænaskjöl á 19. öld. Rafræn
stjórnsýsla gerir flutninga ríkis-
stofnana mögulega. En ekki hvert
á land sem er að óbreyttu. Þeir
staðir sem geta tekið við ríkis-
stofnunum um þessar mundir eru
svæðin í kringum Reykjavík:
Akranes, Selfoss og Reykjanes-
bær, auk Akureyrar. Þar eru
góðar samgöngur við höfuðborg-
ina, vinnumarkaður höfuðborgar-
innar er farinn að teygja sig þang-
að og þar eru fyrir margar
ríkisstofnanir eins og sýslumað-
ur, skattstjóri, auk framhalds-
skóla. Akureyri stendur þar
reyndar upp úr með Háskólann á
Akureyri, Fjórðungssjúkrahúsið,
öflug tölvu- og ráðgjafafyrirtæki,
góðar flugsamgöngur og fleira.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Höfuðstöðvar hennar eiga að vera
á Sauðárkróki samkvæmt tillögu
iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ég
spái Nýsköpunarmiðstöðinni
sömu örlögum og Byggðastofn-
um, verði hún flutt á Krókinn, af
sömu ástæðum sem ég rakti hér
að framan. Ef vilji er fyrir að
flytja stöðina út á land þá liggur
Akureyri mun betur við með
Impru og Háskólann á Akureyri í
návígi. Vilji stjórnvöld eitthvað
með vaxtasamningum hvers
vegna þá ekki að byggja upp öfl-
ugan þekkingarkjarna á Kefla-
víkurflugvelli með höfuðstöðvar
Landhelgisgæslunnar, Flugum-
ferðarstjórnar og Nýsköpunar-
miðstöðvar. Svona til að byrja
með. Það mætti svo bæta við í
fyllingu tímans.
Höfundur er prófessor.
Flutningur
ríkisstofnana
Við höfum vanist því að fyrir kosningar gangi þeir sem
völdin hafa fram á opinbera sviðið
og noti kastljós fjölmiðla til að
varpa á sig björtu ljósi. En aldrei
hefur þjóðin horft upp á jafn stór-
fenglegar sýningar á þessu sviði
og í seinni tíð. Ekkert er til sparað,
tímasetningin úthugsuð, markmið
með auknum fjárframlögum
göfug og gleðja marga. Sýning-
arnar einkennast af því að kostn-
aðurinn verður greiddur úr ríkis-
sjóði á árunum 2008 til 2012, á
næsta kjörtímabili. Snjöllustu
leikir ráðherra í nútíma kosninga-
baráttu snúast um að sýnast vinna
stórvirki, láta sem þeir ráði fjár-
lögum langt fram í tímann, Alþingi
komi málið eiginlega ekki við. Er
verið að senda þjóðinni skilaboð
um að eiginlega sé óþarfi að ómaka
sig að kjörborði í vor, helstu
úrlausnarefni næsta kjörtímabil
hafi verið leyst?
Mörgum ætti að vera í minni
þegar ríkisstjórnin tilkynnti
hvernig hún ætlaði að nota tekj-
urnar af sölu Símans með miklum
fjölmiðlablæstri rétt áður en
Alþingi kom saman haustið 2005.
Fyrir nokkru var rækilega kynnt
að heilbrigðisráðherra ætlaði að
auka rausnarlega hjúkrunarrými í
landinu, en þó einkum í suðvestur-
kjördæmi. Peningarnir eiga að
koma 2008 og 2009. Menntamála-
ráðherra er þó greinilega langt á
undan öðrum sem sitja valdastóla
í kapphlaupinu um að vekja athygli
á afrekum sínum og notar vel jóla-
frí Alþingis. Hver stórfréttin
rekur aðra: Af væntanlegri sókn
íslenskra kvikmyndaframleiðenda
á komandi árum með fjárstuðn-
ingi ríkisins; af því hvernig menn-
ingarstarf á Akureyri mun
blómstra sem aldrei fyrr á næstu
árum eftir samningsgerð mennta-
málaráðherra og bæjarstjórans
um aukin framlög úr
ríkissjóði – og daginn
sem þessi pistill var
saminn fékk þjóðin
fréttir í dagblöðunum
af tilfinningaþrungnu
andrúmslofti og
langvarandi lófataki í
hátíðasal Háskóla
Íslands þegar mennta-
málaráðherra undirrit-
aði samning við skól-
ann sem á að flytja
hann í flokk hundrað
bestu háskóla í heimi.
Fram kom að stefnt verður að því
að auka afköst í rannsóknum og að
efla gæði þeirra, bæta aðstöðu,
fjölga í framhaldsnámi við skól-
ann, auka samstarf við erlenda
háskóla og fleira sem felur í sér
nokkurn frama og ánægjuauka
fyrir starfsfólk stofnunarinnar.
Væntingar ráðherrans til skólans
virtust einnig falla í þann hugs-
anafarveg. Þjóðin fékk engar
fréttir af því hvaða þekkingar
verður leitað í hinum stórauknu
rannsóknum. Verður reynt að
svara áleitnum spurningum um
þróun lýðræðis í landinu; breyt-
ingar á valdahlutföllum; efnahags-
leg, vistfræðileg og félagsleg áhrif
kvótakerfisins eða áhrif ensk-
íslenska sjónvarpsins? Í viðtali
við Morgunblaðið sagði
rektor: „ Háskóli Íslands
ætlar sér áfram að vera
arðbærasta fjárfesting
samfélagsins“. Þetta
hlýtur að vekja áhuga
fólks á að vita hvaða
rannsóknarniðurstöður
hafa leitt í ljós að HÍ sé
„arðbærasta fjárfesting
samfélagsins“ eins og
felst í orðunum. Er ekki
líklegra að finna vís-
indaleg svör um arð-
semi fjárfestinga með
því að leita þeirra fremur í einka-
rekstri en þeim opinbera? Er
skólahaldi ekki ætlað annað og
meira hlutverk en að reynast arð-
bær fjárfesting?
Ljóst má vera að pólitískt sjón-
arspil af því tagi, sem hér er vikið
að, á þátt í varasamri breytingu á
því hvernig tekist er á í íslenskri
stjórnmálabaráttu. Það er verið að
innræta þjóðinni nýjan opinberan
sannleika byggðan á þeirri blekk-
ingu að ekki sé skylt samkvæmt
stjórnarskrá og lögum að meiri-
hluti Alþingis samþykki fjárveit-
ingar úr ríkissjóði, að ráðherrar
með umboð til vors geti ráðið því
hvernig komið er á móts við fjöl-
menna hagsmunahópa á næsta
kjörtímabili. Það er verið að skapa
þá tilfinningu hjá fólki að stjórn-
arandstaða sé óþörf í íslenska lýð-
veldinu. Einnig má ráða af orðum
ýmissa þingmanna, sem ríkis-
stjórnin styðst við, að völd þeirra
og áhrif fari þverrandi. Ætla þeir
að láta sér lynda að sitja í skugga
frá fjölmiðlaljósum sem beinast
að ráðherrum? Að lokum leyfi ég
mér að biðja fréttamenn að mæta
með þeim ásetningi að upplýsa
þjóðina sem best þegar þeim er
boðið til sjónleika sem settir eru
upp á stjórnmálasviðinu, ekki
rugla hana í ríminu frekar en orðið
er.
Höfundur er rithöfundur og
kennari.
Pólitískur blekkingaleikur
bitnar á lýðræðinu
Það er verið að innræta þjóð-
inni nýjan opinberan sannleika
byggðan á þeirri blekkingu að
ekki sé skylt samkvæmt stjórn-
arskrá og lögum að meirihluti
Alþingis samþykki fjárveiting-
ar úr ríkissjóði, að ráðherrar
með umboð til vors geti ráðið
því hvernig komið er á móts
við fjölmenna hagsmunahópa
á næsta kjörtímabili.
Ífleiri ár hefur Röskva bar-ist fyrir því að stjórnvöld
móti sér heildstæða stefnu í
menntamálum og sýni
Háskóla Íslands þá virðingu
sem hann á skilið. Fimmtu-
dagurinn 11. janúar 2007
verður lengi í minnum hafður
innan Háskóla Íslands, því
þann dag skrifuðu Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor HÍ, og Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra undir merk-
an samning um framtíð Háskól-
ans. Samningurinn markar tíma-
mót í mörgum skilningi. Þar er
gert ráð fyrir margra milljarða
aukningu í fjárframlögum til
Háskólans á næstu fimm árum og
það er augljóst að stjórnvöld vilja
taka undir það markmið Háskól-
ans að komast í hóp bestu skóla í
heimi. Leggja á aukna áherslu á
framhaldsnám og rannsóknir og
allt er það liður í því að gera Ísland
að því þekkingarþjóðfélagi sem
Röskvuliða og marga aðra hefur
svo lengi dreymt um.
Þegar Háskólinn kynnti stefnu
sína með markmiðinu um að kom-
ast í hóp 100 bestu háskóla heims
töldu sumir það fjarlægt og aðrir
jafnvel að það væri algjörlega
óraunhæft. Röskvuliðar tóku virk-
an þátt í stefnumótuninni og vissu
vel að Háskólinn hefði tækifæri til
að bæta sig gríðarlega en til þess
þyrfti hann stóraukið fjármagn.
Það er því mikið gleðiefni að sjá
að stjórnvöld hafa tekið af skarið
og ákveðið að sjá skólanum fyrir
því fjármagni sem hann þarf til
þess að komast nær markmiði
sínu.
Röskva hefur alltaf verið á
þeirri skoðun að Stúdentaráð
gegni lykilhlutverki þegar kemur
að því að krefja stjórnvöld um
aukin fjárframlög til Háskólans.
Því miður hafa áhrif Röskvu þó
verið takmörkuð síðustu ár, enda
var fylkingin í minnihluta í nokk-
ur ár. Á þeim tíma hafði Stúdenta-
ráð veika rödd sem fáir heyrðu
eða tóku mark á. Það breyttist þó
til hins betra í febrúar síðastliðn-
um þegar Röskva komst í meiri-
hluta á ný. Röskva hefur glætt
Stúdentaráð krafti á ný, endurvak-
ið rödd þess og staðið fyrir virk-
um aðgerðum til þess að vekja
athygli á fjárhagsvanda Háskól-
ans. Hápunktinum var náð með
Meðmælunum í október, þegar
hundruð stúdenta gengu saman
frá Háskólanum niður á Austur-
völl með skilti á lofti, hrópuðu sla-
gorð og héldu baráttufund. Með-
mælunum hefur verið fylgt eftir
með margvíslegum hætti, m.a. var
menntamálaráðherra sent opið
bréf þar sem hún var krafin
um sína skoðun á framtíð
Háskólans, m.a. hvort taka
ætti upp skólagjöld. Röskva
lítur svo á að ráðherra hafi
með undirritun samningsins
tekið undir kröfur stúdenta
um það að ríkið fjármagni
Háskólann og að allir eigi rétt
á að stunda þar nám, óháð
efnahag eða stöðu að öðru
leyti. Röskva treystir því að
þessi samningur marki enda-
lok áforma stjórnvalda um að
innheimta skólagjöld við
Háskóla Íslands.
Það er ljóst að mikið framfara-
skref hefur verið stigið. Háskóli
Íslands hefur fengið tækifæri til að
blómstra og efla þannig samfélagið
allt. Draumurinn um þekkingar-
þjóðfélag með Háskóla í fremstu
röð gæti orðið að veruleika. Röskva
mun þó ekki láta deigan síga í bar-
áttunni fyrir bættum hag Háskól-
ans og stúdenta þrátt fyrir þennan
mikla áfangasigur. Við vitum að sú
barátta hefur engan endi og þótt
þessi samningur sé risaskref í rétta
átt þá er leiðinni að settu marki
hvergi nærri lokið.
Dagný er Stúdentaráðsliði
Röskvu, og Eva María er formað-
ur Röskvu.
Risa skref í rétta átt
Röskva treystir því að þessi
samningur marki endalok
áforma stjórnvalda um að inn-
heimta skólagjöld við Háskóla
Íslands.
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006