Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 75
Marcia Cross, sem fer með hlut- verk Bree Van De Kamp í þáttun- um Desperate Housewives, geng- ur með tvíbura. Læknir leikkonunnar hefur skipað henni að halda kyrru fyrir heima þangað til tvíburarnir koma í heiminn í apríl. Framleiðendur þáttanna setja það þó ekki fyrir sig, og nú er unnið að því að koma upp sviði í húsi leikkonunnar. Það mun verða nákvæm eftirlíking af húsi Bree í Desperate Housewives, og mun Cross vera með í tveimur þáttum í þessu umhverfi. Það er þó ekkert reiðarslag fyrir þáttaröðina að Cross skuli hafa verið skikkuð til að halda sig heima. Töluvert var farið að sjást á leikkonunni, en persóna hennar í þáttaröðinni er ekki ólétt. Því stóð til að skrifa Cross út úr þessari þáttaröð í tveimur þáttum. Marcia Cross ólétt Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep mun leika aðalhlutverkið í söngvamyndinni Mamma Mia! sem er byggð á samnefndum söng- leik sem hefur notið mikilla vin- sælda. „Streep var alltaf efst á óska- listanum hjá okkur,“ sagði Judy Craymer, framleiðandi myndar- innar. „Hún hefur rétta hugarfarið og orkuna sem persóna hennar þarf á að halda.“ Mamma Mia! hefur að geyma tónlist eftir sænsku hljómsveitina ABBA. Lagahöfundar sveitarinn- ar, Björn Ulvaeus og Benny And- erson, verða aðstoðarframleiðend- ur myndarinnar. Hefjast tökur á henni síðar á þessu ári í London. Fyrirtæki Tom Hanks mun fram- leiða myndina og er vonast til að hún verði frumsýnd á tíu ára afmæli söngleiksins árið 2009. Meryl Streep í Mamma Mia! Sala knattspyrnukapp- ans Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til bandaríska liðsins L.A. Galaxy hefur að mati bresku fjölmiðlanna opnað nýjar dyr fyrir spúsu hans, Victoriu Beckham. Klámkóngurinn Hugh Hefner er einn þeirra sem vilja nýta sér starfskrafta hennar. Fréttavefur Sky greindi frá þessu á föstudaginn og sagði ein af kær- ustum Hughs, Bridget Marquardt, að Victoria myndi taka sig vel út á síðum blaðsins. „Við gerum okkur miklar vonir við Victoriu og Play- boy gæti gert stóra hluti fyrir hana,“ sagði Bridget í samtali við vefinn. Victoria hefur staðið í skuggan- um af manni sínum eftir að Spice Girls lagði upp laupana. Hana hefur lengi dreymt um frægð og frama á hvíta tjaldinu og ætti því að vera komin á réttan stað. Parið hefur sést í Los Angeles að skoða villur fyrir sig og strákana sína þrjá og ljóst má vera að Holly- wood iðar í skinninu eftir að geta nýtt sér krafta þessa stjörnupars. Victoria og David ættu ekki að verða ein- mana í Englaborginni en þau eru nánir vinir stórstjarnanna Tom Cruise og Katie Holmes. Frægt er orðið þegar David mætti án leyfis í brúðkaup leikarahjónanna á Ítalíu og var kallaður heim af for- svarsmönnum Real Madrid en nú ættu þau að geta mælt sér mót að vild. David hefur þegar komið á fót knattspyrnuskóla í borginni sem er vel sóttur af börnum fræga fólksins og sér fram á náðugt líf þegar takkaskórnir víðfrægu verða lagðir á hilluna auk þess sem hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á leik í kvikmynd- um. Hugh Hefner segist enda þegar vera búinn að taka frá sæti í hinum víðfrægu teitum sínum á setri sínu sem hafa verið vel sótt af stjörnunum. „Hollywood á eftir að elska Beckham. Stelpurnar á setr- inu hafa verið að ræða um þetta og við erum búin að setja hann á gest- alista hjá okkur,“ sagði Hefner. „Ég held að Beckham eigi eftir að ganga vel hérna, sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkin hafa ekki tekið knattspyrnuna opnum örmum. Beckham á eftir að gera gæfumuninn að því leytinu,“ bætti Hefner við. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.