Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 2
Sænska veðmálafyrirtæk-
ið Betsson, sem að sögn Júlíusar
Þórs Júlíussonar er vinsælasta
erlenda fjárhættuspilasíðan hjá
þeim Íslendingum sem leita sér
aðstoðar vegna spilafíknar á net-
inu, græddi rúmar 200 milljónir
króna á fyrstu níu mánuðum árs-
ins 2006. Straumur-Burðarás á
28,1 prósents hlut í Betsson og
Skúli Valberg Ólafsson situr í
stjórn þess fyrir hönd Straums.
Betsson er eina erlenda fjár-
hættuspilasíðan sem er með
íslenskt notendaviðmót á heima-
síðunni sinni. Auglýsingar frá
fyrirtækinu hafa birst í íslensk-
um fjölmiðlum frá því á fyrri
hluta síðasta árs. En í íslenskum
lögum um happdrætti kemur
fram að það varði sektum eða
fangelsisvist að auglýsa happ-
drætti sem ekki hefur verið veitt
leyfi fyrir hér á Íslandi. Þrátt
fyrir þetta auglýsir Betsson enn
þá í fjölmiðlum. Lögreglan hefur
verið með fyrirtækið og auglýs-
ingar þess til rannsóknar frá því
á fyrri hluta síðasta árs. Ekki náð-
ist í Hörð Jóhannesson, aðstoðar-
lögreglustjóra lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, í gær til að
spyrja hann um framgang rann-
sóknarinnar.
Pontus Lindwall, stjórnarfor-
maður Betsson, vill ekki gefa upp-
lýsingar um hversu margir hafa
spilað fjárhættuspil á heimasíðu
fyrirtækisins, né hversu miklum
fjármunum þeir hafa eytt, því það
stríði gegn reglum fyrirtækisins.
Stjórnarformaðurinn segir að
ef sett verða lög hér á landi sem
banni Íslendingum að spila fjár-
hættuspil með kredikortum sínum
á erlendum heimasíðum, eins og
Júlíus Þór hyggst leggja til við
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, líti hann á það sem
ofbeldi af hendi ríkisvaldsins.
„Fólk á að fá að velja sjálft hvað
það gerir við peningana sína.“
Að sögn Pontusar knúði sænska
ríkið Betsson til að flytja höfuð-
stöðvar sínar til Möltu og hefur
það happdrættisleyfi þar. Pontus
segir að rök sænska ríkisins hafi
verið þau að fjárhættuspil geti
haft slæmar félagslegar afleiðing-
ar í för með sér fyrir fólk.
Pontus segir að Betsson myndi
gjarnan vilja vera með útibú á
Íslandi ef íslensk stjórnvöld vilja
veita þeim happdrættisleyfi. „Við
viljum fá happdrættisleyfi og
greiða skatta í þeim löndum þar
sem við seljum þjónustu okkar, en
sænska ríkið hefur ekki viljað
veita okkur slíkt leyfi,“ segir
Pontus og bætir því við að Betsson
muni að öllu óbreyttu halda áfram
að selja þjónustu sína á Íslandi.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
8
90
Lyklakippur
sem rata
Í hverjum dælulykli er örgjörvi sem Atlantsolía getur
lesið og þar með fundið út hver eigandi lyklanna er.
Reglulega komast týndar lyklakippur til skila af
þessari ástæðu.
Enn ein góð ástæða þess að fá sér
dælulykil frá Atlantsolíu! Sími: 591-3100 og www.atlantsolia.is
Hagnaður Betsson
var 200 milljónir
Straumur-Burðarás er stærsti hluthafinn í Betsson. Stjórnarformaðurinn vill
ekki gefa það upp hversu margir Íslendingar hafa spilað hjá Betsson. Ólöglegt
er að birta auglýsingar veðmálafyrirtækja sem hafa ekki happdrættisleyfi.
Fólk á að fá að velja
sjálft hvað það gerir við
peningana sína.
Þrír menn á
þrítugsaldri voru færðir í
fangageymslur lögreglunnar á
Selfossi eftir að ökumaður bíls
sem þeir voru í ók utan í vegrið í
Svínahrauni um sjöleytið í
gærmorgun. Ljóst þykir að
mennirnir hafi verið undir
áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þeir voru yfirheyrðir í gærdag
og tekin úr þeim blóð- og þvag-
sýni. Varðstjóri lögreglu segir
mennina vera svokallaða góð-
kunningja lögreglunnar.
Ekki er búist við að viðgerðin á
vegriðinu taki langan tíma. Bíll
mannanna er óökufær eftir
óhappið.
Óku á vegrið
undir áhrifum
Hálfþrítugur
vélsleðamaður var fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar til
Reykjavíkur í gær eftir slys
nærri Vík í Mýrdal.
Maðurinn var á ferð ásamt
þremur félögum sínum og var á
leið yfir Kerlingardalsá um
hádegisbil í gær þegar sleðinn
rakst harkalega í bakka árinnar
og honum hvolfdi ofan á manninn
með þeim afleiðingum að hann
meiddist nokkuð.
Maðurinn er talinn hafa hlotið
einhver beinbrot en ekki fengust
nánari upplýsingar um líðan hans.
Beinbrotnaði í
vélsleðaslysi
Siggi, fáið þið borgað Í blíðu
og stríðu?
Öldungadeildarþing-
maðurinn og fyrrverandi
forsetafrúin Hillary Rodham
Clinton kom til Íraks í gær til að
funda með bandarískum og
íröskum ráðamönnum. Banda-
ríkjaþing, undir stjórn demó-
krata, hefur mótmælt harðlega
ákvörðun Bush forseta um að
senda 21.500 hermenn til viðbótar
til Íraks. Clinton hitti forsætis-
ráðherra landsins, Nouri al-
Maliki, í gær. Hún hafði ekki
komið til Íraks í rúmt ár.
Clinton fór í förina ásamt
öldungadeildarþingmönnunum
Evan Bayh, demókrata frá
Indiana-ríki og John McHugh,
repúblikana frá New York.
Hillary Clinton
fundaði í Írak
Valgerður Sverrisdótt-
ir utanríkisráðherra hlaut 301
atkvæði í fyrsta sæti í kosningu á
lista framsóknarmanna í Norð-
austurkjördæmi. Kosið var á auka-
kjördæmisþingi í Mývatnssveit í
gær. Birkir Jón Jónsson alþingis-
maður hafnaði í öðru sæti og Hös-
kuldur Þór Þórhallsson lögmaður í
því þriðja.
335 greiddu atkvæði en 419
höfðu seturétt á þinginu. 324
atkvæði voru gild.
Í fjórða sæti varð Huld Aðal-
bjarnardóttir og Jón Björn Hákon-
arson varð fimmti.
Framsóknarflokkurinn á fjóra
þingmenn í kjördæminu en Jón
Kristjánsson og Dagný Jónsdóttir
gáfu ekki kost á sér til endur-
kjörs.
„Þetta er glæsilegur og sigur-
stranglegur listi,“ segir Valgerður
Sverrisdóttir. Hún bendir á að
meðalaldur þeirra sem skipa tíu
efstu sætin sé 35,4 ár og kveðst
hlakka til að takast á við kosninga-
baráttuna með þessu unga fólki.
Spurð hvort hún telji flokkinn
eiga möguleika á að halda sínum
fjórum þingmönnum í kjördæm-
inu segir Valgerður allt hægt í
pólitík. „Vissulega vorum við
heppin síðast en miðað við þenn-
an glæsilega lista og þetta kraft-
mikla fólk sýnist mér við vera til
alls líkleg.“
Þetta er sigurstranglegur listi
Kona um fimmtugt
bjargaðist úr eldsvoða á Vopna-
firði í fyrrinótt. Slökkvilið var
kallað út rétt fyrir klukkan fimm
og stóð þá efri hæð tveggja hæða
einbýlishúss í ljósum logum.
Kona sem í húsinu var
tilkynnti sjálf um eldinn og var
þá innikróuð í húsinu. Þegar
slökkvilið bar að garði hafði
konan brotið rúðu í glugga og var
á leið út um hann. Henni var
síðan hjálpað niður.
Vel gekk að slökkva eldinn.
Konan fékk aðhlynningu á
heilsugæslustöð bæjarins en
slapp við reykeitrun. Upptök
eldsins eru í rannsókn.
Innlyksa konu
bjargað úr eldi
Talið er að um 300 tonn af
olíu hafi runnið í sjóinn undan
vesturströnd Noregs eftir að kýp-
verska flutningaskipið Server
strandaði á skerjum undan eyj-
unni Fedja í Hörðalandi síðdegis á
föstudag. Alls 25 skipverjum var
bjargað en skipið liðaðist fljótlega
í sundur í öldurótinu við strönd-
ina. Afturhluti þess sökk en fram-
hlutinn var dreginn að landi í gær.
Í skipinu voru á bilinu 600 til 700
tonn en ekki er talið að olía hafi
sokkið með aftari helmingi skips-
ins.
Skipið, sem var um 180 metrar
á lengd, er skráð á Kýpur en í eigu
grískrar útgerðar. Enginn farmur
var um borð og skipið á leið til
Múrmansk í Norðvestur-Rúss-
landi.
Síðan í nótt hefur olían borist
með ströndinni. Tor Christian
Sletner, yfirmaður norsku strand-
gæslunnar, segir veður á strand-
stað torvelda hreinsun og umhverf-
isverndarsinnar segja að líkast til
kosti það tugi milljarða norskra
króna að hreinsa upp olíuna sem
hafi töluverð áhrif á dýralíf á
svæðinu. Verndarsvæði fugla
norðvestur af Björgvin er talið í
mikilli hættu vegna olíulekans og
segja sérfræðingar hjá norsku
mengunarvörnunum að það geti
tekið allt að hálft ár að hreinsa olí-
una upp. Veður á strandstað hefur
verið óhagstætt og torveldað
hreinsun.
Fiskistofa hefur
úthlutað aflamarki í loðnu í
samræmi við ákvörðun sjávarút-
vegsráðuneytisins um að gefa út
byrjunarkvóta upp á 180 þúsund
tonn. Börkur NK frá Neskaupstað
er með mestan byrjunarkvóta,
10.754 tonn.
Af byrjunarkvótanum koma alls
143.835 tonn í hlut íslenskra skipa.
Alls fá 32 skip úthlutað loðnukvóta
en fimm kvótahæstu skipin eru:
Börkur NK – 10.754 tonn, Ingunn
AK – 8530 tonn, Faxi RE – 8007
tonn, Sigurður VE – 7818 tonn og
Antares VE – 7287 tonn.
143.000 lestir í
hlut Íslendinga