Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 72
Eftirfarandi tillögu fékk ég að norðan: „Þann 31. desember talar þú um blessaða bloggarana. Ég veit ekki hvort einhverjar tilraunir hafa verið gerðar til þess að íslenska fyrirbærið. Hægt er að segja vefdagbókarhöfundur en það er ekki mjög þjált í notkun. Ég geri það að tillögu minni að tekið verði upp orðið „Vaðla“. Þetta orð tengi ég orðinu kjafta- vaðall sem þetta snýst allt um. Að „blogga“ yrði þá að vaðla og „bloggarinn“ er þá orðinn vaðl- ari. Kveðja frá Akureyri, Arnar Yngvason.“ Ég þakka fyrir þessa hugmynd. Er hún ekki býsna góð? Ég vona að vaðlarar taki henni vel. „Þetta á rosalega vel við mig og mér fannst þetta ofboðslega gaman,“ sagði leikari í viðtali í Fréttablaðinu 29. desember. Því miður virðist sem rosalega, ofsa- lega og ofboðslega séu nær einu lýsandi orð sem fólk tekur sér almennt í munn. Tvennt er við það að athuga. Ofnotkun sterkra orða gerir önnur marklítil og fljótlega missa þau sjálf gildi sitt. Þannig fór t.d. fyrir orðunum sæmilegur og ágætur. Svo virðist sem ágæt- ur merki nú orðið nær eingöngu sæmilegur sem eitt sinn merkti það sem sómi er að. Og síðan er einhæfnin sífellt að senda góð og gild orð í útlegð, og skilar loks hugsun sem er undir fátæktar- mörkum, svo að gripið sé til nútímalegs stofnanamáls. Á gamlársdag skrifar kona viðtal í Mbl. og segist hafa verið í nám- skeiði í „skapandi skrifum“ sem hluta af meistaranámi við Háskóla Íslands. Mér þykir afar leitt ef farið er að kalla þessa námsgrein „skapandi skrif“ – og mér er málið skylt. Þegar ég hóf fyrstur manna að kenna við Háskóla Íslands þessa grein, sem heitir á ensku „Creative Writing“, þá veltum við því talsvert fyrir okkur bók- menntakennararnir, hvað við ættum að kalla hana. Við ákváðum að nefna hana einfaldlega ritlist, enda er fengist við listræna og skorinorða beitingu tungunnar. „Skapandi skrif“ er auðvitað ekk- ert annað en aulaþýðing úr ensku, og leitt til þess að vita að það geri þeir sem fást við ritlist. Að auki er þessi nafngift algerlega órökrétt. Skrif skapa ekkert, en hins vegar er hægt að vera skapandi með skrifum sínum. Í sömu grein kemur fyrir marg- notað orð, tímapunktur, sem einn- ig er aulaþýðing úr ensku (at this point in time). Hvað er eiginlega tímapunktur? Getur einhver sagt mér það? Þannig spyr Stephen King í stórmerkri bók sinni On Writing (hún er persónuleg og bráðskemmtileg) og gerir grín að þessari orðanotkun í ensku. Við getum sagt þetta á marga vegu: þá; í því; um þær mundir; í sama bili o.s.frv. Við þurfum satt að segja ekki að apa allt eftir ensku, og síst af öllu það sem þar er ána- legt. Og það er margt. Sársauki er sendiboði sjúkra fregna er hrópa til þín hættu vegna og hafa þungri skyldu að gegna. Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Leystu krossgátuna! Þú gætir eignast á DVD! „Mér eru mörg málverk minnis- stæð. En eitt málverk má þó nefna öðrum fremur, sem er að finna á Hótel Holti og mér verður alltaf starsýnt á þegar ég á þar leið um. Eftir Eirík Smith sveitunga minn,“ segir Jónatan Garðarsson, menningarfrömuður með meiru. Jónatan, sem að þessu sinni nefnir eftirtektarvert málverk til sögunnar, velur sannarlega magn- að verk, sem finna má í koníaks- stofunni á Holtinu. Stór mynd og mjög sterk. Heitir Farfuglar, olía á striga og er 150 x 240 að stærð. „Sterk meðal annars af því að konan fremst á myndinni er svo sterk. Svo þetta húshorn og sjávarströnd. Gæti þess vegna verið hvaðan sem er á landinu. En ég tengi þetta við uppeldis- stöðvar Eiríks, Þýskubúð.“ Jónatan segir að Eiríkur hafi greint svo frá í lista- verkabók sem kom út fyrir allmörgum árum að hann hafi orðið fyrir afdrifa- ríkri upplifun í æsku. En hann var þá búsettur í gamalli hjáleigu sem stendur hjá Straumi í Hafn- arfirði. Sem heitir Þýsku- búð en þar voru Þjóðverj- ar með kaup- búðir á 15. öld áður en þeir fengu inni í Hafnarfirði. Við Straum eru marg- ar tjarnir og þegar Eiríkur var þar barn að aldri á gangi með ömmu sinni sá hann litbrigði mikil, skúr hafði verið og sólin braust fram og komu þá fram miklir litir sem spegluð- ust í vötnunum. Á því andartaki ákvað hann að verða myndlistar- maður. „Ég lít svo á að myndin sé frá Þýskubúð og er sennilega af móður hans fremur en ömmu. Eða bland af þeim báðum. Þessi gamla kona er svo meitluð í framan. Og sterk. Ég sá verkið fyrst á sýn- ingu Eiríks á Kjarvalsstöðum árið 1981 en myndin er máluð 1980. Já, Eiríkur er magnaður mynd- listarmaður. Af hverju heitir myndin Farfuglar? Það er náttúr- lega einhver sveimur þarna, jú. En Eiríkur hefur alltaf verið snjall að finna nöfn á verk sín. Ekkert „án titils“. Eða eins og konan sagði: „Án tillits“. Sem er náttúrlega miklu betra.“ Þegar Eiríkur ákvað að verða myndlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.