Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 88
Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 500 600 www.icelandexpress.is
Út með hópinn!
Hópadeild Iceland Express sér
um vinnuna og þú færð hrósið
www.icelandexpress.is/hopar
Er stemning í hópnum? Langar hópinn flinn til a›
breg›a sér út fyrir landsteinana? Hópadeild Iceland
Express b‡›ur fer›ir fyrir hópa og félög, 11 e›a fleiri, á
frábærum kjörum.
Hópadeildin bókar flugi›, gistinguna og fer›ir til og
frá flugvelli og svo höfum vi› uppl‡singar um ótal-
margt anna› sem getur gert fer›ina enn skemmtilegri.
Vi› bókum sal fyrir hópinn ef flarf, skipuleggjum
spennandi sko›unarfer›, útvegum mi›a í leikhús,
tónleika e›a anna› sem kryddar hópfer›ina og gerir
hana ógleymanlega.
Haf›u samband e›a smelltu flér á
www.icelandexpress.is/hopar og kynntu flér máli›!
ALLTAF LÁG FARGJÖLD
AUÐVELT AÐ BREYTA BÓKUNUM
Dagl
egt f
lug
Engi
n sun
nuda
gsre
gla
Hvað voru mörg hænsn í Reykja-vík á fardögum árið 1930? var
fyrsta spurningin sem var lögð
fyrir mig þegar ég settist á skóla-
bekk í sagnfræðiskor í Háskóla
Íslands, einhvern tímann á síðustu
öld (1999 nánar tiltekið). Ef ég man
rétt var svarið 30 þúsund. Hún
virðist fánýt en þessi vitneskja
hefur fleytt mér nokkuð langt í líf-
inu; ég hef til dæmis notað hana til
að svindla í Trivial Pursuit (og
tryggt mér sigur í að minnsta kosti
einu tilviki). Allar götur síðan hef
ég borið sterkar taugar til Háskóla
Íslands.
er sagt að andrúmsloftið í
hátíðarsalnum hafi verið tilfinn-
ingaþrungið á fimmtudag, þegar
rektor og menntamálaráðherra
undirrituðu samning um stóraukin
fjárframlög ríkisins til Háskólans.
Mér er sagt að virðulegir deildar-
forsetar hafi brynnt músum og
ungir dósentar fengið aðsvif svo
að bera þurfti ilmsölt að vitum
þeirra. „Þetta er okkar Bastillu-
dagur,“ er haft eftir skeggjuðum
prófessor í sagnfræði þar sem
hann skálaði í hvítvíni við kollega
sinn úr verkfræðiskor.
Íslands er semsagt að
verða að alvöru menntastofnun.
Íslendingar þurfa ekki lengur að
reiða sig á bréfaskóla í Kaliforníu
til að komast til metorða. Mark-
miðið er að fimmfalda fjölda
brautskráðra doktora og tvöfalda
fjölda brautskráðra meistara-
nema. Innan fárra ára verður því
ekki þverfótað fyrir doktorum,
kandmögum, bakkalárum og hvað
þeir nú heita, sem leiða okkur í
allan sannleika um aðkallandi mál
á borð við flotjafnvægishreyfing-
ar umhverfis Vatnajökul, eða
glæður gammablossa.
fyrir stórhug ráðherra
finnst mér að við ættum að stíga
skrefið til fulls. Það eru ekki nema
rúmlega 300 þúsund sálir sem
byggja þennan klett og við ættum
að setja markið á að hver einasti
hafi doktorspróf! Auðvitað þyrfti
að gera minniháttar breytingar á
skólakerfinu til dæmis hækka
skólaskylduna úr 16 árum upp í 35
ár en kostirnir yrðu fleiri en gall-
arnir. Fyrir utan landkynninguna
sem fylgdi því að vera eina þjóðin
þar sem allir lifðu af rannsóknum
yrði hversdagslífið svo miklu
dýpra; fjölskylduboðin breytast í
sókratíska samdrykkju og þar sem
fleiri en einn koma saman mælist
greindarvísitalan hærri en Herðu-
breið.
öllu er á botninn hvolft
einkennist samningur rektors og
ráðherra af skammsýni og aðrir
stjórnmálaflokkar hljóta að gera
málið að kosningamáli í vor.
Hálfkák