Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 6
Vélsleðasýning 13. og 14. janúar að Fiskislóð 1.
Opið laugardag kl. 10–16 og sunnudag kl. 12–16.
Frumsýnum Lynx 2007
www.ellingsen.is
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500
Borgarbúar
kvörtuðu meira vegna geitunga í
borginni síðasta sumar samanbor-
ið við árið áður. Meindýravarnir
borgarinnar sinntu 112 kvörtun-
um vegna geitunga og eyddu
samtals 140 geitungabúum.
Þetta er 69 prósenta fjölgun á
geitungabúum sem eytt er í
borginni, en árið 2005 voru
skráðar 79 kvartanir og 83 bú
voru fjarlægð, segir Guðmundur
Björnsson, rekstrarstjóri
meindýravarna.
Þá voru skotnir um átta
þúsund mávar á síðasta ári
samanborið við um 7.200 árið
2005.
140 búum eytt
á síðasta ári „Við erum að
draga enn frekar úr áhrifum tekna
á bætur. Þessar breytingar verða
því mikill hvati fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega til að fara út á
vinnumarkaðinn. Þetta er hvati til
vinnu.“
Þetta sagði Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðisráðherra í Fréttablað-
inu 7. desember þegar hún og Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra
tilkynntu um sérstakar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að draga úr
áhrifum tekna lífeyrisþega á
bætur.
En reyndin er önnur. „Þetta
hefur engu breytt,“ segir Guðrún
Kristinsdóttir, starfsmannastjóri
Húsasmiðjunnar, og telur skerð-
ingarmörkin alltof lág.
300 þúsund krónur á ári gera 25
þúsund krónur á mánuði.
Guðrún telur að frítekjumark
upp á 60 þúsund krónur á mánuði
gæti skipt máli og verið raunveru-
legur hvati til vinnu.
Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir,
starfsmannastjóri Bakarameist-
arans, kveður sterkar að orði.
„Þetta er bara djók. Markið hefði
átt að vera milljón á ári. Þá fyrst
gæti fólk unnið í um það bil fjóra
tíma á dag.“
Sigurbjörg Rósa auglýsti síðast
eftir starfsfólki í síðustu viku en
fékk engin viðbrögð frá eldra
fólki. Hún telur miður að stjórn-
völd gangi ekki lengra til að hvetja
fólk til atvinnuþátttöku. „Það
myndi bæta svo margt. Fólk gæti
unnið sig út úr fátæktargildru og
lyfjakostnaður ríkisins gæti lækk-
að því margir eru þunglyndir því
þeir fara ekki út.“ Um leið mætti
leysa vanda víða, til dæmis á frí-
stundaheimilum og á leikskólum.
Margrét Margeirsdóttir, for-
maður Félags eldri borgara í
Reykjavík, þekkir engan sem farið
hefur út á vinnumarkaðinn eftir
að nýju lögin tóku gildi. „Þetta er
alltof, alltof lágt,“ segir hún.
„Þegar búið er að taka af þessu
skatta verður ekki mikið eftir.“
Margrét vill að stjórnvöld fari
sömu leið og farin er í Noregi en
þar mega lífeyrisþegar vinna sér
inn ótakmarkaðar tekjur en greiða
af þeim skatta eins og aðrir. Líf-
eyrisgreiðslurnar skerðist hins
vegar ekki. „Þannig ætti það að
vera hér og satt best að segja skil
ég ekki þessa afstöðu stjórnvalda.
Skatttekjur myndu aukast, það
gæti dregið úr þörf fyrir heil-
brigðisþjónustu og félagsleg ein-
angrun minnkað. Eldri borgarar
búa yfir mikilli reynslu og þekk-
ingu og margir eru í fullu fjöri,“
segir Margrét Margeirsdóttir.
Frítekjumark eldri
borgara breytir engu
Frá og með áramótum geta ellilífeyrisþegar unnið sér inn 300 þúsund krónur
á ári án þess að tekjutrygging skerðist. Ætlunin var að hvetja eldri borgara til
vinnu. Sérfræðingar á vinnumarkaði segja aðgerðina engu hafa breytt.
Líðan mannsins sem slasaðist
alvarlega í bílslysi norðan við
Munaðarnes í fyrradag er stöðug
að sögn læknis á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi. Hann
fór í langa aðgerð í fyrrakvöld og
er haldið sofandi.
Maðurinn var ökumaður jeppa
sem skall saman við flutningabíl í
fyrradag og var einn í bílnum.
Tildrög slyssins liggja ekki fyrir,
en færð var slæm og hálka mikil.
Ökumaður og farþegi flutninga-
bílsins sluppu ómeiddir.
Líðanin stöðug
Hundrað prósent írskra
seðla bera leifar af kókaíni. Þetta
er niðurstaðan í rannsókn sem
vísindamenn við háskólann í
Dublin gerðu, og kemur fram á
fréttavef BBC.
Vísindamennirnir beittu
leitartækni sem nemur jafnvel
minnstu leifar af efninu til að
rannsaka fjörutíu og fimm seðla
úrtak. Sumir seðlarnir höfðu svo
miklar leifar af kókaíni á sér að
líklegast hafa þeir verið notaðir
til þess að sjúga efnið upp í nefið.
Niðurstöðurnar eru í samræmi
við svipaðar rannsóknir sem
gerðar hafa verið á peningaseðl-
um í öðrum löndum, meðal annars
Bretlandi og Spáni.
Kókaínleifar á
öllum seðlum
Tveir unglingspiltar
fundust heilir á húfi í íbúð rúmlega
fertugs manns í St. Louis í Banda-
ríkjunum í gær. Annars piltanna
hafði verið saknað síðan árið 2002
og hins frá því síðasta mánudag.
Maðurinn, Michael Devlin, er
framkvæmdastjóri pitsustaðar og
starfar í hlutastarfi á útfararstofu.
Hann hefur verið kærður fyrir að
ræna hinum þrettán ára Ben
Ownby á mánu-
dag og hinum,
nú fimmtán ára,
Shawn Horn-
beck, í október
árið 2002. Sex-
tíu kílómetrar
voru milli stað-
anna þaðan sem
piltarnir hurfu.
„Við færum
ykkur annars
vegar góðar
fréttir og hins
vegar ótrúlegar
fréttir,“ sagði
lögreglustjórinn sem stýrði rann-
sókninni á blaðamannafundi í gær.
Lögreglan fékk heimild til að leita
í öllum húsum í nágrenni staðar
þar sem sást hafði til hvíts sendi-
ferðabíls, en hann þótti svara til
lýsingar á bíl sem sást þar sem
Ownby hvarf á mánudag.
Báðir piltarnir voru sendir á
sjúkrahús til athugunar en reynd-
ust við góða heilsu og báru sig vel.
Ekki er vitað hvað manninum
gekk til en sjónarvottar segja
Hornbeck ekki hafa verið hrædd-
an við Devlin eða reynt að flýja.
Þeir hafi reist tjald saman úti í
garði og Devlin hafi leyft Horn-
beck að eiga farsíma.
Síðan Hornbeck hvarf hafa for-
eldrar hans helgað líf sitt málum
týndra barna.
Nýr æfingasalur var
tekinn í notkun í World Class í
Laugum í gær. Salurinn er ætlaður
börnum á aldrinum átta til fjórtán
ára og er búinn tækjum sem hönn-
uð eru fyrir börn samkvæmt svo-
kölluðu Shokk-kerfi. Flestar lík-
amsræktarstöðvar selja ekki fólki
undir 16 ára aldri aðgang að stöðv-
um sínum.
Allt að 25 krakkar geta æft í
salnum í einu. Æfingatækin eru
litrík og áþekk hefðbundnum
æfingatækjum, nema hvað þyngd
lóða og álag við notkun er mun
minna og miðast við líkamsburði
barna á aldrinum átta til sextán
ára.
Leiðbeinandi er ávallt staddur í
salnum og fær ekkert barn að
byrja að æfa í salnum nema að
undangenginni leiðsögn. „Kerfið
hentar flestum börnum, líka þeim
sem ekki finna sig innan hefð-
bundinna keppnisíþrótta, en það
hefur sýnt sig að þau verða oft út
undan er kemur að líkamsrækt.
Þar að auki getur regluleg líkams-
rækt hjálpað öllum börnum að
bæta andlega líðan og þeim sem
þurfa að léttast,“ segir Björn
Leifsson eigandi World Class.
Shokk-æfingakerfið er enskt að
uppruna og þarlendis bjóða rúm-
lega 60 stöðvar upp á þjálfun sam-
kvæmt kerfinu.
Börnin ekki lengur út undan
Ert þú með háskólamenntun?
Hefurðu trú á að hand-
boltalandsliðið nái góðum
árangri á HM í Þýskalandi?
Eldflaug var skotið á
bandaríska sendiráðið í Aþenu í
Grikklandi. Engan sakaði og voru
skemmdir litlar.
Eldflauginni var skotið af
þriðju hæð úr nærliggjandi húsi.
Lögreglan rannsakar hvort sömu
aðilar standi að baki árásinni og
sex árásum á síðustu þremur
árum.
Vitni sáu þrjá menn og eina
konu flýja af vettvangi og hefur
lögregla rannsakað fingraför og
sígarettustubba sem fundust þar
sem eldflauginni var skotið.
Yfirvöld telja árásina tengda
mótmælum vegna Guantánamo-
fangelsisins.
Eldflaug skotið
á sendiráð