Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 10
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið þann 25. janúar nk. verða stofnuð á Hótel Sögu í Reykjavík samtök landeigenda á Íslandi. Trú- lega spyrja margir: Til hvers? Því ótrú- lega lítið hefur verið fjallað um svokall- að þjóðlendumál í fjölmiðlum fram að þessu. Almenningur hefur því ekki haft tækifæri til að kynna sér málið enn sem komið er og jafnframt geta verið til þær sálir sem telja eðlilegt að jarðeigendur og þar með talið bændur eigi helst ekki nema varpann í kringum húsið hjá sér. Hægt er að hafa misjafnar skoðanir á því hvað er eðlilegt að hver einstakling- ur eigi á Íslandi en hitt er kristaltært að það er óheimilt að taka þinglýstar eign- ir af fólki án endurgjalds og ég ætla að biðja þá sem hafa þá skoðun, að það sé í lagi að ganga með slíkum hætti á eign- arrétt manna, að líta fyrst í eigin barm. Værir þú, lesandi góður, ánægður ef af þér væru teknar eignir sem þú sannarlega átt, án endur- gjalds? Erfitt er að átta sig á hvað ríkinu gengur til með þjóðlendukröfum sínum og ekki verður annað séð en að það sé að brjóta freklega stjórnarskrá íslenska lýðveldisins en í henni segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. Mannréttindadómstóll Evrópu gengur enn lengra í vernd eignarréttarins en stjórnarskrá- in gerir. Það er dapurlegt að ríkið gangi fram fyrir skjöldu með þessum hætti og sérstaklega sá flokkur sem kennir sig við frjálshyggju og einstaklings- framtak. Eitt er lögfræðihliðin á málinu en annað er hið mannlega. Ekki má gleyma að margir bændur eru tengdir jörðum sínum til- finningaböndum. Þess vegna er málið orðið slíkt hitamál sem raun ber vitni. Einnig er þetta aðför að einni fátækustu stétt landsins sem nú hefur verið sett í gíslingu næstu árin því ekki er hægt að veðsetja jörð sem eftir nokkur ár verður ef til vill 10% af því sem hún er í dag. Óskiljanlegt er hvernig þetta risaæxli hefur orðið til. Við setningu þjóðlendu- laganna 1998 var tilgangurinn að ákveða mörk eignalanda og þjóðlendna á miðhá- lendinu en ekki að gera kröfur í sjó fram eins og nú er gert. Ekki er hægt að sjá á frumvarpinu eða á greinargerð með því að það sé markmiðið hjá ríkinu að ná til sín þinglýst- um eignarlöndum eða yfirleitt að ná undir ríkið sem mestu landi enda hefur það ekki verið stefna þeirra stjórnmálaflokka sem nú eru við völd eftir því sem best er vitað. Því virðist sem ríkisstjórnarflokkarn- ir hafi villst af leið. Höfundur er sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi og einn stofnenda Landssamtaka landeigenda. Hafa ríkisstjórnarflokkarnir villst af leið? E inhverra hluta vegna hafa stjórnarflokkarnir sam- mælst um að rjúfa þá sæmilegu sátt sem verið hefur um Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin hefur misboðið þeim sem vilja standa vörð um menningarlegt útvarp á vegum ríkisins. Um leið hefur hún gefið hinum langt nef sem vilja tryggja jafnræði á almennum markaði útvarpsstarfsemi. Stefna ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsmálum á hvergi for- mælendur. Hún verður ekki skýrð með neinum skynsamlegum rökum. Þeir duldu hagsmunir sem búa að baki áformum þeirra hljóta að vera æði ríkir fyrst þeir eru reiðubúnir til þess að veikja annars allgóða málefnastöðu í aðdraganda kosninga fyrir slíkan málstað. Hitt er þó verra að því er haldið fram af hálfu ríkisstjórnar- innar að engin óvissa ríki um stöðu Ríkisútvarpsins ohf. gagn- vart samkeppnisreglum og skuldbindingum landsins í EES- samningnum. Þetta er rangt. Annaðhvort er það sagt vísvitandi eða fyrir þá sök að ráðherrarnir hafa ekki fengið heiðarlega lög- fræðiráðgjöf í málinu. Athygli hefur vakið að stjórnvöld hafa haldið leyndum fyrir Alþingi mjög mikilvægum skjölum um samskipti við eftirlits- stofnun EFTA vegna samkeppnismálanna. Augljóst má vera að þeir sem bera stjórnskipulega ábyrgð á samkeppnismálum hafa talið að birting þeirra myndi veikja röksemdafærsluna. Nú liggur fyrir að afgreiða á málið án tillits til þeirra efa- semda sem þessi skjöl geyma. Fyrir liggur að innan skamms tíma mun eftirlitsstofnun EFTA úrskurða í kærumáli sem hún hefur til meðferðar. Það getur haft veruleg áhrif á stöðu Ríkisút- varpsins. Rétt málsmeðferð hefði því verið að móta nýja löggjöf um Ríkisútvarpið þegar Evrópuskuldbindingarnar hafa verið skýrðar að þessu leyti af réttum aðilum. Af áliti sem samtök auglýsenda hafa lagt fram vegna frum- varps ríkisstjórnarinnar má draga þá ályktun að Ríkisútvarpið noti stöðu sína til þess að halda niðri auglýsingaverði með skatt- tekjum. Það samrýmist hvorki samkeppnislögum né skuldbind- ingum gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt fram álit þar sem skýrt kemur fram að auglýsingasala fyrirhugaðs hlutafélags samhliða ríkis- styrk samræmist ekki samkeppnislögum. Engin ákvæði frum- varpsins um Ríkisútvarpið ohf. víkja samkeppnislögum til hlið- ar með berum orðum eins og til að mynda er raunin varðandi sérlög um ákveðna þætti búvöruframleiðslunnar. Því er ekki unnt að staðhæfa að álit Samkeppniseftirlitsins hafi ekkert gildi. Yfirlýsingar þar um byggjast ekki á lögfræðilegum rökum. Skýr aðgreining á almennum útvarpsrekstri og sérstakri útvarpsþjónustu sem er forsenda ríkisumsvifa á þessu sviði kemur ekki fram í frumvarpinu eða þjónustusamningi við Rík- isútvarpið. Kröfum samkeppnislaga og skuldbindinga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu hefur því ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. það eru þessi atriði sem setja starfsumhverfi Ríkisútvarpsins í uppnám nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Þau verða því að öllum líkindum endanlega til lykta leidd fyrir dómstólum en ekki á Alþingi. Hvers vegna? Hvers vegna? Íkennslubók sem ber heitið „Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla“ og var gefin út af Námsgagnastofnun árið 2000, birtist eftirfarandi setning á blaðsíðu 45: „Meirihluti Íslend- inga virðist á því að það yrði til mikilla hagsbóta að ganga í Evrópusambandið, en stjórnvöld eru ósammála því.“ Blessuð börnin hljóta að spyrja sig að því til hvers að losa sig við danskan kóng ef í staðinn kom stjórnvald sem í einhverjum saman súrruðum andstyggilegheitum neitar að fara að vilja þjóðarinn- ar í jafn mikilvægu máli. Ég ætla höfundi bókarinnar reyndar ekki annað en það að hafa gripið einhverja skoðanakönnun sem þann daginn sýndi meirihluta- fylgi við ESB aðild Íslands og ályktað nokkuð djarflega um málið. En þetta litla dæmi er lærdómsríkt. Allir vita að fylgi við ESB aðild hefur sveiflast fram og til baka og erfitt að fullyrða um þjóðarvilja í því máli. Stundum eru fylgjendur aðildar að ESB í meirihluta og stundum ekki. Það getur því verið varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá stöðu mála á einhverjum tilteknum tímapunkti. Þetta á við um skoðanakannanir, en alveg sérstaklega á þetta við um þá spurningu hvort okkur hentar að taka upp evru sem mynt eða ekki. Það hefur borið á þeirri skoðun að við verðum að taka upp evru til að fá evru-vexti. Bent er á svimandi háa vexti Seðlabankans þessa dagana og framtakssamir ESB talsmenn reikna í gríð og erg hversu miklu lægri vexti heimilin í landinu myndu greiða ef evran yrði hér lögeyrir. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka og breytingarnar á íbúðamarkaðinum hafa komið róti á hagkerfið okkar og það var fyrirsjáanlegt. Vextir hafa því hækkað, (reyndar óþarflega mikið að mínu mati þar sem Seðlabankinn hefði ekki átt að mæla hækkun á húsnæði í verðbólgumælingu sinni), en það er verið að reyna að draga úr spennunni. En ef rökin fyrir því að taka upp evru eru þau að þar með lækki vextir og því sé evran heppilegur gjaldmiðill fyrir okkur, þá þýðir ekki að horfa einungis til síðustu missera. Það verður að horfa til lengri tíma og velta því fyrir sér hver vaxta- munurinn er að jafnaði á milli Íslands og landanna sem mynda evrusvæðið. Ef til dæmis litið er til áranna 1987 til 2002 þá er munurinn á raunvöxtum á milli Íslands og evrusvæðisins um 2,5%. Árið 1987 hentar til viðmiðunar því á því ári verður til skráð markaðs- verð á löngum íslenskum ríkisskuldabréfum. Þessi munur er auðvitað umtalsverður en miklu minni en sá munur sem nú er á milli Íslands og evruland- anna. En ef einungis tímabilið á milli 1994 til 2000 er skoðað breytist myndin. Þá var jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vaxtamun- urinn lækkaði niður í 1,1% að meðaltali. Til glöggvunar má nefna að ef miðað er við tímabilið 1994 til 2002 þá er vaxtamunur- inn 1,7%. Þetta þýðir einfaldlega að ef það er jafnvægi í hagkerf- inu okkar og við búum við krónu þá má gera ráð fyrir að vaxta- munurinn á milli Íslands og evrulandanna sé á bilinu 1 til 2%. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar fullyrt er að við verðum að taka upp evru til að lækka vexti. Jafnljóst er að þó að ef við tækjum upp evru þá myndi vaxtamunurinn ekki hverfa með öllu, áfram yrði visst álag vegna stöðu íslenska hagkerfisins. Panama tók upp dollar árið 1904 en þrátt fyrir það hafa vextir þar verið um 2% hærri en sambæri- legir vextir í Bandaríkjunum. Sameiginleg mynt útrýmir ekki þeim vaxtamun sem rekja má til mismunandi aðstæðna í hagkerf- unum. Það mun til dæmis halda áfram að vera gengisáhætta hér á Íslandi þar sem megnið af viðskiptum þjóðarinnar við útlönd eru í annarri mynt en evru, breytir þar engu um þó vissulega megi reikna með að hlutur evru myndi vaxa ef sú mynt yrði tekin hér upp. Ég hef þá skoðun að við Íslendingar getum stýrt okkar efnahagsmálum þannig að hér ríki jafnvægi þegar til lengri tíma er litið og því sé ekki ástæða til að ganga í ESB til að taka upp evru. Ef evra er tekin upp þá hverfur ekki hagstjórnarvandinn, hann verður jafnvel heldur flóknari ef eitthvað er. Það má gera ráð fyrir að öðru hverju komi sveiflur í íslenska hagkerf- ið, en það er ekki ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta og ganga í ESB, það leysir engin vandamál. Evran og hagstjórn II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.