Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 20
“
Í
grunninn held ég að skáld-
sagan sé að kljást við vanda
sem maður sér á ansi mörg-
um öðrum vígstöðvum í
listinni. Hvort sem það er
leiklist, kvikmyndir eða
myndlist. Við erum svo upptekin
af því hvað er gott og hvað er vont
– kannski er það þjóðareinkennni,
eitthvað afbrigði af minnimáttar-
kennd,“ segir Jón Atli. „Það er til
einhver hugmynd um hvað er gott
í bókmenntum og í myndlistinni
líka. Hér lenda myndlistarmenn í
samanburði við Kjarval eins og
rithöfundar lenda í samanburði
við Laxness.“
„Ég hef unnið jöfnum höndum í
leikhúsi og við að skrifa aðrar bók-
menntir en maður er tiltölulega
fljótur að spotta þessa hugmynd um
gott og vont í leikhúsinu. Þar ertu
alltaf með á bilinu 100-500 manns
sem sitja og horfa á það sem þú
gerir,“ segir hann. „Það einfaldasta
sem þú getur gert í leikhúsinu er að
fá fólk til að hlæja. Svo getur þú
reynt að hafa áhrif á þetta sam-
þykki um hið ásættanlega og „hvað
sé gott“. Vitanlega málar fólk sig út
í horn eða heldur áfram að reyna að
fá fólk til þess að hlæja – en það er
ekki endilega það sem er best fyrir
miðil eða listaverk eins og skáld-
sögu.“
Jón Atli segir skáldsöguna
plagaða af þeirri stimplun sem
fylgir markaðssetningu hennar
tvo síðustu mánuði hvers árs. „Það
mætir eitthvað fólk í Kastljósið,
svona álitsgjafar, og fer að tala
um list. Þá er skáldsagan dregin
fram á borðið og rætt um hana
eins og í vínsmökkun í morgun-
sjónvarpinu.“
Jón Atli líkir bókaútgáfunni hér-
lendis við fegurðarsamkeppnir þar
sem tilheyrandi yfirborðsmennska
sé áberandi. „Hvort sem fólk vill
það eða ekki eru bækur neyslu-
tengdar. Það versta við skáldsög-
una er þegar hún á fyrst og fremst
að vera söluvara.“ Hann bendir á
að hann hafi ekkert á móti því að
bækur seljist en veltir fyrir sér
hvenær þær eigi að fá athygli og út
á hvað.
„Við búum við þann veruleika
að bækur hér á landi koma út tvo
mánuði á ári – svo byrjar kapp-
hlaupið, eins og við séum á svona
bókmenntasterum. Hér kemur út
hvert meistaraverkið á eftir öðru
– eða það höldum við allavega. Það
eru umbúðirnar sem við setjum
bækurnar í. Þær eiga allar að vera
frábærar. Bók er auglýst alls stað-
ar og þess vegna verður útgáfa
hennar stórtíðindi – svo ætlar
Meryl Streep að leika blindu kon-
una í bíómyndinni og allt það. Mest
selda bókin er síðan matreiðslubók
Hagkaupa. Ég held að þetta reyni
svolítið á gildismatið.“
Jón Atli segist sjálfur aldrei hafa
selt meira en um þúsund eintök af
sínum bókum. „Það er allt í lagi
mín vegna. Ég held að fólk skrifi
fyrst og fremst af þörf til þess að
skapa og skilja heiminn í kringum
sig,“ segir hann.
Skáldsagan þrífst í mótlæti að
mati Jóns Atla. „Hún hefur aldrei
þekkt annað en mótlæti – bestu
bækurnar eru skrifaðar af spila-
sjúkum þráhyggjusjúklingum
með sýfilis, helst á dánarbeði með
tæringu eða í fangelsi. Ég held að
það megi ekki taka það element úr
henni. Ég hugsaði um það fyrir
jólin þegar geðveikin var sem
mest – hvað geri ég ef það seljast
15.000 eintök af bókinni minni? Ég
meika það ekki, alveg eins og það
er verst ef maður vinnur einhver
verðlaun,“ bætir hann við og hlær.
„Það er skelfilegt því þá er maður
kominn með samanburð.“
Jón Atli segist ekki upplifa sig
sem hluta af neinni bókmennta-
kreðsu. „Mínar fyrirmyndir eru
menn sem hafa skrifað skáldsög-
ur, prósa og verk fyrir leikhús. Í
grunninn er þetta sami hluturinn
en þegar þú mætir með textann
þinn í leikhúsið verður baráttan
öðruvísi, líkamlegri.“ Hann segist
aldrei hafa leitt hugann að því
hvort leikskáld væru mögulega
agaðri en aðrir höfundar fyrir
vikið. „Maður er kannski frjálsari
í sínum eigin hégóma. Það er eitt
af þeim geðbrigðum sem allir
þurfa að kljást við – annað hvort
virka hlutirnir í leikhúsinu eða
ekki. Þá þarf að leysa vandamálið
og það getur verið skemmtilegt
verkefni.“
„Þegar rætt er um útrás íslenskra
bókmennta finnst mér alltaf eins
og það sé verið að tala um fisk – ég
kemst ekki hjá því. Þetta er sér-
kennilegur bransi. Síðustu ár
hefur glæpasagan rutt sér til rúms
og nú eru næstum allir að skrifa
glæpasögu. Mér finnst áhugavert
að sjá hvert það leiðir og hvað
tekur við,“ segir hann.
Jón Atli gefur lítið fyrir þau orð
höfunda sem líta á glæpasöguna
sem einhvers konar samfélagslegt
tæki eða tækifæri til þess að skoða
íslenskt samfélag. „Í hittifyrra
skrifaði ég um einstæða móður
sem vinnur á elliheimili. Það er
bók sem fjallar um tilveruna, um
það að vera lifandi – að reyna að
þrauka og vera til. Glæpasögur
byrja alltaf á því að það finnst ein-
hver dauður. Það er munurinn.
Þetta eru afþreyingarbókmenntir
– þeirra hlutverk er bara að
skemmta. Menn geta falið sig á bak
við að þeir séu að vekja athygli á
málefnum innflytjenda en ef þú
hefðir áhuga á því þá myndir þú
bara skrifa bók um Pólverja.“
Hann segist heillast af frum-
leika og áréttar að margir íslensku
glæpasagnahöfundanna séu mjög
vel skrifandi. „Það er engin tilvilj-
un að Arnaldur Indriðason er
svona vinsæll. Þetta er náungi
sem getur skrifað hvað sem er –
margar bækurnar eru mjög flott-
ar en í raun er alltaf verið að skrifa
sömu bókina.
Hann segist hrifnari af „slysun-
um“ og nefnir þar til dæmis ævi-
sögu Hannesar Hólmsteins eftir
Óttar Martin Norðfjörð sem olli
talsverðu fjaðrafoki í desember.
„Margt af því sem hefur verið að
koma út er alveg helvíti gott,“
bætir hann við og nefnir nýja bók
Eiríks Guðmundssonar, Undir
himninum, og vísar þar til hins
póstmóderníska vitundarflæðis
sem einkennir skrif sumra kollega
sinna. „Póstmódernistarnir eru að
skrifa bækur um menn sem eru að
skrifa bækur. Í bókinni hans Eiríks
er verið að lesa í táknfræði sam-
tímans og þessi geggjuðu skilaboð
sem okkur berast alls staðar að.
Hann er dálítið eins og tvöfaldur
espressó.“
Jón Atli nefnir enn fremur bæk-
urnar Sólskinsfólkið eftir Steinar
Braga og Opnun kryppunnar eftir
Oddnýju Eir Ævarsdóttur sem
verk sem höfði sterkt til sín. „Þar
finn ég fyrir því að fólk sé að gera
hlutina algjörlega á sínum forsend-
um. Þar er ekki verið að skrifa inn
í eitthvað sérstakt eða ofan í ein-
hvern sérstakan.“
„Skáldsagan er eins og leikvöll-
ur. Svo eru einhverjir gaurar á
hliðarlínu sem garga: „Ekki leika
þér við þennan! Ekki éta sand!
Ekki kasta grjóti!“ Ritstjórar,
gagnrýnendur, útgefendur og
álitsgjafar reyni þannig að hafa
áhrif á hugmyndir um skáldsög-
una og þar með hvaða þýðingu
Skáldsagan er leikvöllur
Jón Atli Jónasson, rithöfundur og leikskáld, hefur gefið út smásögur og skáldsögu auk þess að skrifa leikrit og kvikmyndahand-
rit. Nýjasta bók hans, Ballaðan um Bubba Morthens, er nokkurs konar ævisögulega skotin skáldsaga. Kristrún Heiða Hauksdóttir
ræddi við höfundinn um hégóma, bókmenntastera og skelfileg hlutskipti.
Ég veit að það er alveg sama hvað þú ert að skrifa, hversu vel eða illa – þú ferð
lengst á því ef tilgangurinn er heiðarlegur. Þú ættir ekki að eyða tíma þínum í
skrif ef þér liggur ekkert á hjarta.
*
hvaða myrkur
er meira en nóttin?
*
Jón Atli Jónasson