Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 36
Geislafræðingar hétu
áður röntgentæknar.
Katrín Sigurðardóttir,
geislafræðingur og
umsjónarmaður geisla-
fræðinámsins, segir um
150 virka geislafræðinga
vera starfandi á Íslandi og
alltaf vanti fleiri.
Geislafræðingar starfa
innan heilbrigðiskerfisins
og báru áður starfsheitið
röntgentæknar.
Geislafræðingar fram-
kvæma rannsóknir sem
liggja til grundvallar
myndgreiningu sem fram-
kvæmd er á myndgrein-
ingastofum innan heil-
brigðisgeirans.
Katrín segir að tækni-
framfarir stuðli stöðugt að
nýjum rannsóknaraðferð-
um innan fagsins. „Nýj-
asta tölvutæknin er
kannski það sem er mest
spennandi við starfið. En
sem dæmi má nefna segul-
ómun sem er ein af nýrri
rannsóknaraðferðum sem
við notumst við,“ segir
Katrín.
Geislafræðingar þurfa
stúdentspróf og segir Katr-
ín æskilegt að það sé af
raungreinabraut, þrátt
fyrir að það sé ekki skilyrði
enn sem komið er. Námið
var áður kennt í Tæknihá-
skóla Íslands, en er nú skipt
á milli Háskólans í Reykja-
vík og Háskóla Íslands, en
mun verða fært alfarið yfir
í Háskóla Íslands á næsta
ári. Námið er 90 eininga
BSc-nám sem oftast tekur
þrjú ár. Til að geta starfað
við geislafræði og geta
kallað sig geislafræðing
þarf síðan að bæta við sig
30 eininga framhaldsnámi.
Unnið er að mastersnámi í
geislafræðinni sem verður
boðið upp á innan skamms í
Háskóla Íslands.
Fjölbreytt og
spennandi starf
Atvinnuskortur getur verið árstíðabundinn, en það er
mest í árslok og ársbyrjun.
Árið 2006 var atvinnuleysi að jafnaði 1,3%, Þar af 1,8%
meðal kvenna og 0,9% meðal karla. Mest var atvinnuleysið
í upphafi árs, 2,6% en svo fór það minnkandi eftir því sem
leið á árið fram í október þegar það varð 1,0%. Síðustu 2
mánuðina jókst það aftur lítið eitt og var þannig 1,2% í lok
síðasta árs.
Í desembermánuði síðastliðnum voru skráðir 39.464
atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að um
1.879 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í
þeim mánuði. Þessar tölur jafngilda 1,2% atvinnuleysi
miðað við áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í desember.
Atvinnuleysi hefur aukist um 0,1 prósentustig frá því í
nóvember þegar atvinnuleysið var 1,1%, en í desember
2005 var atvinnuleysið nokkru hærra, eða 1,5%.
Á landsbyggðinni hefur atvinnuleysi aukist lítið eitt, þar
sem það er nú 1,5%, en var 1,3% í nóvember. Á höfuðborg-
arsvæðinu fer atvinnuleysið úr 0,9% upp í 1,0%. Reikna má
með að atvinnuleysi aukist örlítið fram í janúar í takt árs-
tíðabundinn samdrátt í efnahagslífinu yfir háveturinn og
því getur það farið upp í 1,4% að jafnaði í janúar.
Atvinnuleysi
árið 2006
KÓPAVOGSBÆR
LAUS STÖRF
Sundlaug Kópavogs:
• Starfsmaður, jafnt konur sem karlar
Íþróttamiðstöðin Versalir:
• Afgr./baðvarsla kvenna 100%
• Afgr./baðvarsla karla, helgarvinna
Félagsþjónusta Kópavogs:
• Starfsmaður þjónustuíbúðakjarna
geðfatlaðra
• Aðstoð við heimilisstörf
Roðasalir, sambýli og dagþjálfun
fyrir heilabilaða:
• Sjúkraliði 100% starf
• Sjúkraliðanemi í hlutast. með námi
• Starfsmaður til aðhlynningar
• Starfsmaður í býtibúr hlutast.
GRUNNSKÓLAR KÓPAVOGS:
Hjallaskóli:
• Dönskukennari 40%
• Umsjónarkennari á yngsta stig
Kópavogsskóli:
• Dægradvöl/starfsmaður 50%
Lindaskóli:
• Starfsmaður í Dægradvöl 50%
Salaskóli:
• Táknsmálskennari í hlutastarf
• Stuðningsfulltrúi fyrir táknmáls-
talandi nemanda
Vatnsendaskóli:
• Skólaritari 100%
• Starfsm. í Dægradvöl 50-60%
LEIKSKÓLAR KÓPAVOGS:
Álfatún: 564 6266
• Deildarstjóri
Dalur: 554 5740
• Deildarstjóri 50%
• Leikskólakennari 100%
Fagrabrekka: 554 2560
• Leikskólakennari
Fífusalir: 570 4200
• Leikskólakennarar
• Matráður
• Aðstoð í eldhús 75%
Marbakki: 564 1112
• Leikskólakennarar til lengri
eða skemmri tíma
Núpur: 554 7020
• Leikskólakennarar
Rjúpnahæð: 570 4240
• Leikskólakennarar
• Starfsmaður í sérkennslu
• Sérkennslustjóri 75%
Smárahvammur: 564 4300
• Leikskólakennari f. hádegi
• Leikskólakennarar
Nánari upplýsingar á:
www.kopavogur.is
og www.job.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI