Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 86
Lætur ekkert sitja á hakanum
Í fimbulkuldanum þessa dagana
skarta margir skjólgóðum höfuð-
fatnaði en það færist í vöxt að
Íslendingar beri ekki aðeins
kauðslegar lopakollur eða merkja-
skreyttan íþróttavarning sér til
hlífðar. Hattar virðast í miklum
móð og má sjá fólk á öllum aldri
og báðum kynjum bera þá við öll
möguleg tækifæri.
Kristín Matthíasdóttir hefur
starfað í Hattabúð Reykjavíkur á
Laugavegi um árabil og selt ófáa
hatta en hún merkir meiri áhuga
og þor á því sviði hjá Íslendingum,
sér í lagi af yngri kynslóðinni, sem
gjarnan vill skreyta sig með hött-
um. „Þetta er orðin tíska hjá
báðum kynjum en sérstaklega hjá
körlum – þeir eru alveg ótrúlega
mikið inni í höttum,“ segir Kristín
og áréttar að í seinni tíð hafi úrval-
ið aukist mikið. „Á sínum tíma var
ósköp lítið til af karlhöttum, þá
gekk einn og einn með hatt sem
fólk hafði þá keypt í útlöndum.“
Hún bendir á að hártískan hafi
líka sitt að segja og karlmenn nú
til dags séu með töluvert minna
hár en áður.
Hún kveðst bjartsýn á yngri
kynslóðina sem máski mun bæta
hattamenninguna enn frekar.
„Yngra fólkið er duglegt að lífga
upp á sig og ófeimnara við slíkt.
Kynslóðin sem er á miðjum aldri
nú þekkir það síður að nota hatta,“
segir hún og kveðst sjálf ekki nota
þá að staðaldri.
„Hattur setur punktinn yfir i-
ið,“ segir Kristín. „Nú notar fólk
alls konar höfuðföt og öðruvísi –
það eru meiri skemmtilegheit og
fólk sækir í að nota hatta þegar
eitthvað stendur til,“ útskýrir hún
og bætir við að mikið sé spurt um
pípuhatta sem þó séu því miður
ekki til. „Ég hef verið með harð-
kúluhatta og fleiri sígilda herra-
hatta hér en konurnar koma mikið
og leita að hárskrauti, höttum með
slöri og fjöðrum og viðlíka.“
Á sínum tíma þótti það ákveðin
yfirlýsing að bera höfuðfat á borð
við hatt en í dag er slíkt ekki jafn-
mikið stöðutákn og áður, til dæmis
vegna aukins framboðs á fjölda-
framleiddum höttum. Kristín seg-
ist kaupa inn hatta frá Evrópu en
á sínum tíma þóttu fínustu hatt-
arnir koma frá Englandi. Fjöl-
margar sérverslanir höndluðu
með hatta en þeim fækkaði þegar
túberingarnar komust í tísku
enda vonlítið að ætla sér að tylla
hatti ofan á slíkar upphækkanir.
Hattabúð Reykjavíkur hefur þó
verið starfrækt við Laugaveginn
í bráðum sjötíu ár og kveðst Krist-
ín hafa verið viðloðandi rekstur-
inn í næsta helming þess tíma.
Hún er því með það alveg á
hreinu hvað skiptir mestu máli
þegar kemur að hattakaupum. „Að
hann sitji vel,“ segir hún, „og klæði
þann sem notar hann – sami hattur-
inn klæðir alls ekki alla. Fólk þarf
að prófa sig áfram og falla vel við
hattinn. Hann þarf að gera eitthvað
fyrir þann sem ber hann.“
Gestir miðbæjarins eru dug-
legir að kíkja til Kristínar og máta.
„Sumir máta marga á meðan aðrir
eru að leita að einum sérstökum –
til dæmis týndum hatti en þá fær
fólk náttúrlega sjaldnast aftur,“
segir hún sposk.
… fá RJF-hópurinn og Einar S.
Einarsson fyrir þrautseigju og
óbilgirni í þágu Arons Pálma
sem loksins er á leiðinni heim.
„Já já, það er rétt. Ég er að láta
prenta nýjan matseðil,“ segir Örn
Guðmundsson, eigandi hins ágæta
Grillhúss við Tryggvagötu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru veitingahús landsins
mörg hver að láta prenta nýja
matseðla, ekki til að kynna nýja
rétti, heldur nýtt verð á gömlum
og góðum réttum. Fullyrt er að
þetta hangi saman við þá stað-
reynd að matarskattur lækkar 1.
mars og veitingamenn að búa sig
undir að hirða hýruna. Enda neyt-
endur og launaþrælar því vanir
að vera hlunnfarnir þegar opin-
berar aðgerðir standa fyrir
dyrum ætlaðar til að bæta þeirra
hag. Eru nefndar tölur upp í 15
prósenta hækkun á venjulegum
réttum.
Örn segir það alveg rétt, fjöl-
margir veitingamenn séu nú að
láta prenta nýja matseðla, nánast
yfir línuna, í því skyni að kynna
nýtt verð. En það sé af og frá að
lækkandi matarskattur sé ástæð-
an fyrir hækkandi verði.
„Ég er að hækka um einhver
fjögur til fimm prósent. En það
er ekki vegna lækkunar á matar-
skatti. Þá mun ég lækka aftur. Ég
hækkaði ekkert á síðasta ári. En
árið 2006 hafa verðhækkanir
dunið á mér. Gos og kjötvörur
hafa hækkað gríðarlega og miklu
meira en við höfum verið að hella
út í verðlagið. Já, ef ég ætti að
standa á núlli þyrfti ég að hækka
um 15 prósent. En það getur
maður ekki. Þá er maður búinn
að vera.“
Að sögn Arnar er hækkunin
birgjum að kenna. Og laun hafa
stigið mikið. Erfitt er að fá fólk til
vinnu og það vill fá vel borgað.
Verulegar hækkanir á nýjum matseðlum