Fréttablaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 76
Kl. 20.00
Tónlistarhópurinn Camerarctica
heldur tónleika á vegum Kammer-
músíkklúbbsins í Bústaðakirkju
ásamt föngulegum hópi blásara. Á
efnisskránni eru verk eftir Tele-
mann, Sjostakovitsj og Zelenka.
Hljóðfæraleikarar eru Hildigunnur
Halldórsdóttir, Bryndís Pálmadóttir,
Svava Bernharðsdóttir, Sigurður
Halldórsson, Hallfríður Ólafsdóttir,
Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jak-
obsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Í aðdraganda þess að Leikfélag
Reykjavíkur tók verkið Dag vonar
til sýninga á ný var meðal annars
rætt um hvort verkið væri „íslensk
klassík“. Ef íslenskir leikhúsgest-
ir hefðu sterka hefðarvitund væri
svarið við þessari spurningu vafa-
lítið jákvætt en að mínu mati er
slík vitund lítt áberandi meðal
þorra þeirra sem sækir leiksýn-
ingar hérlendis. Klassík er sí-gild
og í því felst ekki aðeins að við-
fangsefni verka eigi alltaf við
heldur að verkið „lifi“ með þjóð-
inni. Það eru fá leikrit sem koma
upp í hugann sem fallið gætu alveg
að þeirri skilgreiningu – margir
kannast við Útilegumennina,
Fjalla-Eyvind og Stundarfrið en
þeim fækkar sem hafa séð verkin
með eigin augum. Þau eru ekki
sýnd og af einni ástæðu sérstak-
lega – spurningunni um hvort þau
eigi erindi við íslenska leikhús-
gesti í dag?
Verk Birgis Sigurðssonar var
fyrst sýnt á afmæli Leikfélags
Reykjavíkur árið 1987. Nú tuttugu
árum síðar er verkið fært á fjalir
íslensks atvinnuleikhúss á ný.
Íslensk leikrit eru iðulega einnota
og því fagnaðarefni að verki sé
gefið annað tækifæri en í ljósi
fyrrgreinds hefðarleysis set ég á
ný spurningarmerki við erindi
þess við leikhúsgesti dagsins í
dag. Fyrir mér var sýningin áhuga-
verðust í ljósi sögunnar, verkið
fyrst og fremst forvitnilegt vegna
þess hvað það var okkur þá – tíma-
mótaverk sem talaði sterkt til
áhorfenda sinna, vakti spurningar
og deilur sem færðu okkur nær
því sem við erum í dag.
Þetta er samt krassandi stykki.
Dagur vonar er stofudrama þar
sem togstreita innan óvenjulegrar
fjölskyldu ýtir persónum verksins
fram á háskalega hengibrún. Þar
takast á hugmyndir um skilgrein-
ingu fortíðarinnar, geðsýkinnar,
listarinnar og fjölskyldubandanna
en framsetning þeirra er ekki
beinlínis „fersk“ eins og hún var
mögulega á níunda áratugnum.
Texti Birgis Sigurðssonar er enn
mjög kraftmikill og fallega ljóð-
rænn og í sýningunni vaknaði
hann til lífsins í meðförum frá-
bærra leikara. Birgir skrifar rosa-
leg samtöl og húmanískur mann-
skilningur hans sem höfundar skín
í gegnum hverja einustu persónu,
þrátt fyrir áherslu á breyskleika
mannskepnunnar vekur Dagur
vonar bjartsýni eins og önnur verk
hans.
Leikstjórinn, Hilmir Snær
Guðnasson, velur að halda sögu-
tíma verksins óbreyttum. Einu
vísanirnar til hans felast í svið-
setningunni sjálfri, leikmynd og
búningum auk þess sem kalda-
stríðsóttinn og atómsprengjufárið
svífa yfir vötnum. Nálgun Hilmis
er hófstillt og settleg, hann fer
mjúkum höndum um þetta verk og
mér er nær að halda að áherslur
hans séu á hliðstæðri bylgjulengd
við þær fyrstu.
Leikhópurinn og aðrir aðstand-
endur verksins standa sig með
ágætum. Að öðrum ólöstuðum
verð ég að taka ofan fyrir Sigrúnu
Eddu Björnsdóttur sem leikur
móðurina og ástkonuna Láru. Hún
er einfaldlega uppáhaldsleikkon-
an mín núna og fær fullt hús
stjarna. Tök hennar á hinni sterku
en jafnframt útlifuðu og buguðu
konu voru aðdáunarverð. Mér
varð hugsað til frammistöðu henn-
ar í Sporvagninum Girnd og
Stjörnum á morgunhimni og gleðst
yfir því að hún fái tækifæri á að
glansa í íslensku leikriti líka í bita-
stæðu hlutverki við sitt hæfi.
Syni Láru leika Rúnar Freyr
Gíslason og Gunnar Hansson.
Hlutverk þeirra beggja kalla á
fjölhæfan leikara, þumbinn og
verkfallsvörður leynir á sér og hið
ofurnæma skáld reynist forhert-
ara en við fyrstu sýn. Rúnar Freyr
skilar kamelljóninu Reyni með
afbrigðum vel, mér fannst hann
einkar sannfærandi og samleikur
hans við konurnar tvær – móður-
ina og hina umhyggjusömu Guð-
nýju á efri hæðinni – var eftir-
minnilegur. Gunnar fær
vandasamt hlutverk ungskáldsins
Harðar og fer grínleiðina. Reynd-
ar er það kærkomið í samhengi
við hádramatíkina í verkinu að
geta skellt aðeins upp úr en þó
þvælist spaugarinn aðeins fyrir
þegar hitinn hleypur í skáldið. Það
er eins og kveikiþráðurinn hans sé
ósannfærandi stuttur.
Dótturina Öldu leikur Birgitta
Birgisdóttir en hlutverk hennar er
gífurlega mikilvægt þótt hún segi
fátt. Sjúkdómur Öldu heldur heim-
ilisfólkinu í bókstaflegri gíslingu
og hún er líka áminning fortíðar-
innar og allra synda hennar og
glötuðu tækifæra. Ég var heilluð
af frammistöðu Birgittu, sakleysi
hennar, raddbeitingunni og svip-
brigðunum sem hún ljáði Öldu en
að sama skapi fannst mér erfitt að
horfa upp á það hvernig „geðsýk-
isköstin“ voru sviðsett. Það var
eitthvað svo fyrirsjáanlegt að láta
hana hlaupa um með skaftpott og
rymja eins og naut. Eins í mónal-
ógunum hennar þegar ljósin eru
tekin niður og leikið einmana
selló-stef gat ég lítið annað en
dæst.
Ellert A. Ingimundarson leikur
óbermið Gunnar sem er elskhugi
Láru en vera hans á heimilinu
gerir það að enn meira átakasvæði
en áður. Lostafull samskipti hans
við Láru eru þyrnir í augum
bræðranna og Guðnýjar og hann á
í stöðugri valdabaráttu sem sníkju-
dýrið á heimilinu. Ellert leikur
alkóhólistann mjög vel en hann
var síður sannfærandi í hlutverki
ofbeldismannsins, næstum of dag-
farsprúður til að lýsa þessari
grimmd sem grípur hann. Sam-
leikur hans og Sigrúnar Eddu var
góður en ég gat vart orða bundist í
lokaatriðinu þar sem heldur keyrði
um þverbak í dramatíkinni.
Hanna María Karlsdóttir gerir
hvað hún getur úr litlítilli rullu
Guðnýjar. Hún er stuð- og stuðn-
ingspúði fyrir alla fjölskylduna,
trúlegur klettur í öllu þessu öldu-
róti.
Heildarmynd verksins var í hæfi-
legum stíl við áherslurnar, leik-
myndin hagleg en helst til of stór
– maður fann lítt fyrir þrengslun-
um þótt innilokunin væri augljós.
Gervi og búningar voru til prýði
og aldrei til trafala. Lýsingin var
lítið nýtt í þessari sýningu nema í
fyrrgreindum vörpunum á Öldu og
hefði að ósekju mátt undir-stinga
drungann. Tónlist Egils Ólafssonar
fannst mér notaleg og viðeigandi
en hún fjaraði of skarpt inn og út
og á milli stefjanna varð suðið í
kösturunum næstum óþægilega
áberandi.
Leikritið Dagur vonar er hluti
af hefð sem við hömpum sjaldan.
Ef við ætlum á annað borð að tala
um klassík í samhengi við íslenskt
leikhús ættum við að vera miklu
duglegri að dusta rykið af fleiri
verkum, gefa þeim framhaldslíf,
gagnrýna þau og endurskoða á
skapandi hátt. Hefðin er gagnslaus
ef við stillum henni upp og mænum
bara á hana af skilyrðislausri aðdá-
un á þeim örfáu tyllidögum sem
„menningararfurinn“ er til
umræðu.
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
!